Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 25

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 25
24 PENINGAMÁL 2001/3 Verð á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum hefur löng- um haft tilhneigingu til að sveiflast snögglega, til hækkunar eða lækkunar, oftast í kjölfar frétta úr efna- hagslífi viðkomandi lands en einnig hafa alþjóðleg tíðindi oft mikil áhrif. Millibankamarkaðurinn með gjaldeyri hér á landi lýtur þessum sömu lögmálum eins og dæmin sanna. Eftir afnám vikmarkanna og upptöku verðbólgumarkmiðs þann 27. mars sl. var ljóst að sveiflur á millibankamarkaði með gjaldeyri myndu aukast enda hefur það verið reynsla annarra landa. Miðvikudaginn 2. maí 2001 varð mesta sveifla á gengi íslensku krónunnar sem orðið hefur frá því að gjaldeyrismarkaður tók til starfa hér á landi 1993. Hér á eftir verður reynt að útskýra í stuttu máli hvað gerðist þennan dag. Í upphafi hvers viðskiptadags hringir viðskipta- stofa Seðlabankans í viðskiptavaka á millibankamark- aðnum og kannar gjaldeyrisjöfnuð þeirra og horfur dagsins. Staðan er oftast misjöfn þar sem inn- og út- streymi gjaldeyris er mismikið og sveiflur geta orðið á flæði milli daga – suma skortir gjaldeyri og aðrir eiga gnótt. Miðvikudaginn 2. maí skorti tvo viðskiptavaka gjaldeyri, einn var í jafnvægi og einn átti gnótt af gjaldeyri. Samanlagt skorti markaðinn talsvert af gjaldeyri. Það vakti athygli að allir viðskiptavakarnir ætluðu að byrja daginn á því að kaupa gjaldeyri. Þegar slíkt ástand skapast er óhjákvæmilegt að krónan veik- ist – það er einungis spurning um, hversu mikið hún veikist. Ekki kom fram í morgunsamtölunum að einn viðskiptavakanna hygðist kaupa jafnvirði 2 milljarða króna í erlendum gjaldeyri á markaðnum vegna greiðslu á afborgun stórs láns. Við eðlileg skilyrði ræð- ur markaðurinn nokkuð vel við slíka fjárhæð en vissu- lega veikist krónan við slík viðskipti. Á mynd 1 sést að strax eftir opnun markaðarins (kl. 9:15) veiktist krónan hratt. Í upphafi dags stóð vísitala gengisskráningar í gildinu 133,2444 en um hádegisbil- ið var hún komin rétt yfir 138 stig. Þá tók við nokkuð langt hádegishlé en um kl. 14:00 hófst síðari veikingar- lotan. Við lok dags (kl. 16:00) stóð vísitalan í gildinu 141,4645 og hafði hún hækkað um tæplega 6,2% frá opnun. Veiking gengis krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum var rúmlega 5,8%. Viðskiptin námu 36,3 ma.kr. sem einnig er met. Erfitt er að áætla hve mikið af þessum viðskiptum hafi verið vegna viðskipta við- skiptavina en ljóst er að hér myndaðist svokallaður „spírall“ þar sem hröð verðbreyting verður vegna þeirra hegðunar viðskiptavaka að fara strax inn á mark- aðinn til að kaupa gjaldeyri ef keypt var af þeim.1 Sam- kvæmt upplýsingum frá viðskiptavökum breyttist nettógjaldeyrisjöfnuður þeirra um 3,2 ma.kr. yfir dag- inn þannig að rúmlega 33 ma.kr. má hugsanlega skrifa á viðleitni viðskiptavakanna til að halda gjaldeyris- stöðu sinni innan marka sem þeir höfðu sett sér. Þennan dag voru miklar annir hjá viðskiptavök- unum og þar hlóðust upp pantanir um gjaldeyrisvið- skipti sem viðskiptavakarnir áttu erfitt með að sinna vegna eigin gjaldeyrisstöðu og mikillar tapsáhættu þar sem verðbreyting var mjög hröð. Því fengu sumir við- skiptavinir þau svör að einungis yrði tekið við pöntun- um í takmarkað magn vegna kaupa á gjaldeyri og sumir fengu engin tilboð um verð. Einnig er vitað af aðilum sem ætluðu að selja gjaldeyri en komust ekki að en slíkt hefði að sjálfsögðu getað snúið þróuninni eitthvað við. Eðlilega skapaðist órói í íslensku efnahagslífi eftir þennan dag og miklar umræður urðu um að með veik- ingu krónunnar ykist t.a.m. verðbólga og erlendar skuldir einnig. Það var mat Seðlabankans og fleiri Miðvikudagurinn 2. maí 2001 Þróun gengisskráningarvísitölu 2. maí 2001 09 :00 09 :30 10 :00 10 :30 11 :00 11 :30 12 :00 12 :30 13 :00 13 :30 14 :00 14 :30 15 :00 15 :30 16 :00 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 31. des. 1991=100 Mynd 1 1. Nánari umfjöllun um gjaldeyrismarkaðinn má finna í greininni „Gjaldeyrismarkaður á Íslandi“ aftar í þessu hefti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.