Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 55

Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 55
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 55 og hraðar. Nú virðist þurfa mun lægri stýrivexti til þess að ná mark- miðinu en reiknað var með sl. sumar. Þótt vextir þurfi enn að hækka samkvæmt fráviksspá má því segja að sjái fyrir endann á vaxtahækk- unarferlinu. Þessi mikli munur undirstrikar auðvitað þá óvissu sem jafnan ríkir um spárnar. Að því mun koma að aðstæður skapist til að lækka stýrivexti. Sá tími er þó enn nokkuð langt undan. Að gefnum stýrivaxtaferl- inum sem grunnspáin gengur út frá næst verðbólgumarkmiðið ekki á næstu tveimur árum, jafnvel þótt gengisbreytingar séu hóflegar. Þá verður einnig að hafa í huga að þótt dregið hafi úr vexti eftirspurnar er slíkt ójafnvægi enn til staðar í þjóðarbúskapnum að næsta víst má telja að hratt minnkandi vaxtamunur við útlönd hefði í för með sér verulega gengislækkun krónunnar með tilheyrandi verðbólguáhrifum. Forsenda þess að hægt sé að lækka vexti umtalsvert án þess að fórna verðbólgumarkmiðinu er að Seðlabankinn hafi náð tökum á verðbólgu og verðbólguvæntingum. Það gerist tæplega nema innlend eftirspurn dragist nægilega mikið saman til þess að hún samrýmist framleiðslu- getu og ytri jöfnuður komist í sjálfbært horf. Þegar verðbólguhorfur hafa batnað nægilega til þess að unnt verði að lækka stýrivexti mun Seðlabankinn að óbreyttu taka fyrstu skrefin af varfærni. Því hefur verið haldið fram að brýnt sé að Seðla- bankinn lækki vexti hratt á næsta ári eða jafnvel fyrr, í því skyni m.a. að verða fær um að auka aðhald á ný ef stórframkvæmdir hefjast árið 2008. Þessar staðhæfingar byggjast á misskilningi. Hafi vextir bankans verið óþarflega háir í aðdraganda slíkra framkvæmda þýðir það ein- faldlega að minni eða engin þörf verður fyrir hækkun þeirra þegar ný fjárfestingarbylgja ríður yfir, enda hefði slík stefna skapað meira rými fyrir framkvæmdirnar en ella. Aðhaldið er sprottið af því hversu háir vextirnir eru á hverjum tíma en ekki af vaxtabreytingum sem slíkum. Verðbólgumarkmiðið áfram í fyrirrúmi Þótt verðbólguhofur hafi batnað frá miðju ári er lækkun stýrivaxta ekki í augsýn. Eins og getið var hér að framan eru enn vísbendingar um að stýrivextirnir þurfi að hækka nokkuð enn eigi verðbólgumarkmiðið að nást innan tveggja ára. Sýn Seðlabankans á horfur í vaxtamálum er því töluvert önnur en birtist í stýrivaxtaspám sumra greinenda, sem gert hafa ráð fyrir hraðri lækkun stýrivaxta snemma á næsta ári, jafnvel þótt það sé talið leiða til aukinnar verðbólgu síðar. Að mati Seðlabankans væri slík framvinda með öllu óviðunandi. Markmið pen- Mynd IX-11 Mismunandi stýrivaxtaferlar % Heimild: Seðlabanki Íslands. Grunnspá Fráviksspá með óbreyttum vöxtum Fráviksspá með peningastefnuviðbrögðum 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 200820072006 Tafla IX-1 Útgáfudagar Peningamála og vaxtaákvörðunardagar 2006 - 2007 Vikur frá síðasta Dagsetning vaxtaákvörðunar Greinargerð vaxtaákvörðunardegi 21. desember 2006 Fréttatilkynning 7 8. febrúar 2007 Fréttatilkynning 7 29. mars 2007 Peningamál 2007/1 7 17. maí 2007 Fréttatilkynning 7 5. júlí 2007 Peningamál 2007/2 7 6. september 2007 Fréttatilkynning 9 1. nóvember 2007 Peningamál 2007/3 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.