Peningamál - 01.07.2008, Side 60

Peningamál - 01.07.2008, Side 60
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 60 Viðauki 4 Horfur um fjölgun evruríkja á komandi árum Þann 1. maí 2004 gengu tíu ríki, Eistland, Kýpur, Lettland, Lithá- en, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland, í Evrópu sambandið (ESB). Tæpum þremur árum seinna, 1. janúar árið 2007, bættust Búlgaría og Rúmenía í hópinn. Samkvæmt Maastricht- sáttmálanum ber ríkjum sem ganga í ESB að taka upp evru þegar nægilegum efnahagslegum stöðugleika hefur verið náð, þ.e.a.s. sam- leitniskilyrðin (e. convergence criteria) eru uppfyllt. Aðeins tveimur ríkjum, Danmörku og Bretlandi, hefur verið veitt formleg undanþága frá því. Því ber nýjum ESB-ríkjum auk Svíþjóðar að taka upp evru við fyrsta tækifæri. Maastricht-skilyrðin Mikill undirbúningur þarf að eiga sér stað áður en unnt er að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil. Aukin efnahagsleg samleitni þátttökuríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) er talin nauðsynleg for- senda þess að unnt sé að taka upp evru með árangursríkum hætti. Til að tryggja þessa samleitni þurfa þátttökuríkin að uppfylla ákveð- in efnahagsleg skilyrði, gjarnan kölluð Maastricht-skilyrðin.1 Skilyrðin lúta að meginþáttum efnahagsmála: verðbólgu, vöxtum, stöðugleika í gengismálum auk afkomu hins opinbera og skuldum þess. 1. Kennt við borgina Maastricht í Hollandi en sáttmálinn sem inniheldur upplýsingar um þau skilyrði sem ríki skulu uppfylla til að eiga kost á aðild að EMU var undirritaður þar. Tafl a 1 Maastricht-skilyrðin Skilyrði Lýsing Verðstöðugleiki Verðbólga skal ekki vera meira en sem nemur 1,5 prósentu meiri en í þeim þremur ESB-löndum er hafa hagstæðustu verðbólguþróunina. Vaxtamunur Nafnvextir langtímaskuldabréfa skulu ekki vera meira en 2 prósentum hærri en langtímavextir í þeim þremur ESB-lönd- um er hafa hagstæðustu verðbólguþróunina. Stöðugleiki í Ríki skal hafa verið aðili að gengissamstarfi Evrópu (ERM II) gengismálum í a.m.k. tvö ár án gengisfellingar. Gjaldmiðill ríkisins má ekki sveifl ast um meira en ±15% í kringum það miðgildi sem ákvarðað er í ERM II. Afkoma hins opinbera Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en sem nemur 3% af vergri landsframleiðslu (VLF). Skuldir hins Skuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en sem opinbera nemur 60% af VLF eða að skuldahlutfallið stefni nægilega hratt að því marki ef það er hærra en 60%.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.