Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 47

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 47
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 47 Rammagrein 3 Ný gögn til að meta slaka eða spennu á vinnumarkaði Hagstofa Íslands birtir enn sem komið er eingöngu tölur um stöðu fólks á vinnufærum aldri (16-74 ára) samkvæmt skilgrein- ingu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO); þ.e. fjölda starfandi, atvinnulausa og utan vinnumarkaðar.1 Starfandi fólki hefur síðan verið skipt upp eftir því hvort það er í fullu starfi eða hlutastarfi og fólki utan vinnumarkaðar eftir því hvort það er í námi, komið á eftir- laun eða örorku, er heimavinnandi, veikt eða í fæðingarorlofi. Frekari sundurliðun á stöðu fólks á vinnualdri Eurostat birtir nánari sundurliðun á stöðu fólks á vinnufærum aldri. Í fyrsta lagi er þeim sem eru í hlutastarfi skipt í tvo hópa, þá sem eru ánægðir með sinn vinnutíma og þá sem eru í hlutastarfi en vilja og geta unnið meira en þeir gera og eru því að hluta til atvinnu- lausir.2 Einstaklingar í þessum hópi eru kallaðir „vinnulitlir“. Í öðru lagi flokkar Eurostat fólk sem er utan vinnumarkaðar í þá sem eru að leita að starfi en geta ekki hafið störf innan tveggja vikna og þá sem geta hafið störf innan tveggja vikna en eru ekki að leita sér að vinnu. Í fyrri hópnum eru t.d. þeir sem ekki geta unnið vegna þess að gæsla fyrir börnin er ekki fáanleg en í seinni hópnum er t.d. fólk sem hefur gefist upp á að leita að vinnu. Báðir hóparnir flokkast því utan vinnumarkaðar þar sem þeir uppfylla ekki skilgreiningu ILO á að vera atvinnulausir. Þeir eru hins vegar taldir standa nær því að vera virkir á vinnumarkaði en aðrir í hópnum utan vinnumarkaðar og eru um margt svipaðir þeim sem teljast atvinnulausir samkvæmt hinni hefð- bundnu flokkun. Oft er talað um þessa tvo síðarnefndu hópa sem mögulega viðbót við vinnuaflið (e. potential additional labour force). Vinnulitlir eru einnig taldir sem möguleg viðbót við vinnuaflið þrátt fyrir að þeir séu þegar hluti af vinnuaflinu þar sem líta má á þá sem atvinnulausa að hluta þar sem þeir vilja auka við vinnutíma sinn. Þessi uppskipting gefur fyllri mynd af stöðu fólks en hin hefðbundna þrískipting og er mikilvæg viðbót við þá mælikvarða sem nota má til að leggja mat á spennu eða slaka á vinnumarkaði. Hversu sterk er tengingin við vinnumarkaðinn? Tenging þessara þriggja hópa við vinnumarkaðinn er þó missterk eins og kemur fram þegar skoðaðar eru líkur á að fólk hafi færst yfir í annan hóp eftir tiltekinn tíma, t.d. ár. Ekki hefur enn verið lagt mat á það hér á landi hversu líklegt er að fólk færist milli þessara flokka en Eurostat hefur birt slíkt mat byggt á vinnumarkaðskönnunum fyrir Evrópusambandið (mynd 1).3 Eins og við má búast er tenging vinnulítilla við vinnumarkaðinn sterkust og mun sterkari en hinna hópanna tveggja, enda eru þeir vinnulitlu þegar í vinnu. Að ári liðnu eru mestar líkur á að vinnulitlir hafi færst yfir í hópinn starfandi (og eru þá ánægðir með vinnutíma sinn) þótt töluverðar líkur séu einn- ig á að þeir tilheyri áfram sama hópi. Þótt ekki séu miklar líkur á að 1. Fólk telst vera starfandi (hafa atvinnu) samkvæmt skilgreiningu ILO ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarvikunni eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu. Þeir teljast atvinnulausir samkvæmt skilgreiningu ILO sem ekki hafa atvinnu og falla undir eitthvert eftirfarandi skilyrða: (1) hafa leitað sér vinnu sl. fjórar vikur og eru tilbúnir að hefja störf innan tveggja vikna; (2) hafa fengið starf en ekki hafið vinnu; (3) bíða eftir að vera kallaðir til vinnu; og (4) hafa gefist upp á að leita að vinnu en bjóðist starf eru þeir tilbúnir að hefja vinnu innan tveggja vikna. Fólk telst utan vinnuafls samkvæmt skilgreiningu ILO ef það er hvorki starfandi né fullnægir skilyrðum um að vera atvinnulaust. 2. Gerður er greinarmunur á því hvort þeir sem vilja vinna meira eru í hluta- eða fullu starfi. Þeir sem eru í fullu starfi og vilja vinna meira vilja meiri tekjur en ekki endilega lengri vinnutíma, en þeir sem eru í hlutastarfi og vilja vinna meira eru frekar taldir vera vannýtt vinnuafl. 3. Útreikningarnir byggjast á samanburði á stöðu fólks á vinnumarkaði á hverjum fjórðungi árið 2009 og stöðu þess í sama fjórðungi ári seinna. Birt í „New measures of labour market attachment”. Statistics in Focus, Eurostat 57, 2011. 1. Y-ásinn sýnir stöðu í upphafi en súlurnar stöðuna eftir eitt ár. Heimild: Eurostat. Í starfi en ekki vinnulitlir Vinnulitlir Atvinnulausir Í leit að vinnu en geta ekki hafið störf Geta hafið störf en eru ekki að leita að vinnu Aðrir utan vinnumarkaðar Mynd 1 Líkur á að hreyfast milli hópa innan Evrópusambandsins1 % 0 10 20 30 40 50 Vinnulitlir Atvinnulausir Að leita að vinnu en geta ekki hafið störf Geta hafið störf en ekki að leita að vinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.