Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 40

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 40
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 40 VERÐBÓLGA vöruliða, bensíns, opinberrar þjónustu og raunvaxtakostnaðar hús- næðislána, var 1,6% í apríl og hafði aukist úr 1,3% í janúar sl. (mynd V-2). Tölfræðilegir mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu benda einnig til þess að hún hafi aukist nokkuð að undanförnu. Miðað við vegið miðgildi og klippt meðaltal (e. trimmed mean) gæti hún verið á bilinu 1,7-2,2% sem er að meðaltali um ½ prósentu meira en í janúar. Hún er hins vegar meiri sé horft til undirliggjandi verðbólgu metinnar með svo kölluðu kviku þáttalíkani en samkvæmt því er hún um 3½% og hefur aukist lítillega að undanförnu (sjá nánar í rammagrein 5). Verðbólguþrýstingur virðist því vera lítill en þó eru blikur á lofti, einkum í tengslum við komandi kjarasamninga og þróun hús- næðisverðs enda þessir þættir megindrifkraftar verðbólgu um þessar mundir.1 Húsnæðisverð hefur hækkað hratt að undanförnu en árs- hækkunin nam um 8½% í apríl miðað við markaðsvirði húsnæðis í vísitölu neysluverðs (sjá kafla III). Sá undirþáttur vísitölu neysluverðs sem átt hefur stærsta framlagið til ársverðbólgu undanfarið að hús- næðisliðnum undanskildum er verð almennrar þjónustu en árshækkun undirliðarins var 2,5% í apríl (sjá mynd V-3). Innlendar kostnaðar- hækkanir, einkum launahækkanir, hafa jafnan mikil áhrif á þennan undirlið. Ýmsar aðrar vísbendingar um innlendan verðbólguþrýsting benda þó ekki til þess að horfur hafi breyst að einhverju ráði. Framleiðsluverð afurða sem seldar eru innanlands hafði hækkað um tæplega 2½% á fyrsta ársfjórðungi frá því á sama tíma í fyrra. Þessi hækkun er í ágætu samræmi við 2% hækkun á verði innlendrar vöru í vísitölu neysluverðs á sama tímabili (sjá mynd V-4). Samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallup sem var gerð í febrúar og mars sl. voru stjórnendur mun bjartsýnni um þróun framlegðar (EBITDA) á næstu sex mánuðum en bæði í síðustu könnun í septem- ber og á sama tíma fyrir ári. Athygli vekur jafnframt að bjartsýni þeirra hefur ekki mælst meiri á þennan mælikvarða síðan í febrúar 2007. Horfur virðast hafa batnað í langflestum atvinnugreinum en einna helst í fjármála- og tryggingastarfsemi og iðnaði og framleiðslu. Þetta gæti verið vísbending um að fyrirtæki hafi nokkurt svigrúm til að taka á sig kostnaðarhækkanir án þess að velta þeim út í verðlag eða hægja á ráðningum. Hvort þau nýti sér aukið svigrúm á þann hátt fer hins vegar eftir markaðsaðstæðum hverju sinni. Innflutt verðlag hefur lækkað síðan í byrjun árs 2014 Stöðugt gengi krónunnar, lítil verðbólga í viðskiptalöndum okkar og mikil lækkun olíuverðs á heimsmarkaði eru meginþættirnir sem hafa dregið úr verðbólgu hér á landi undanfarin misseri. Verð innfluttrar vöru hefur lækkað um 3,7% sl. tólf mánuði og hefur undirliðurinn á þeim tíma haft 1,3 prósentna áhrif til lækkunar vísitölu neysluverðs (mynd V-5). Í ljósi stöðugs gengis krónunnar og mikillar lækkunar olíu- verðs sl. tólf mánuði auk afnáms vörugjalda í byrjun þessa árs hefði samt sem áður mátt búast við því að verð innfluttrar vöru hefði lækk- 1. Í viðauka 2 í Peningamálum 2014/1 var lagt mat á efnahagsleg áhrif aðgerða stjórnvalda til lækkunar húsnæðisskulda og m.a. talið að lækkunin myndi leiða til þess að verðbólga yrði um 0,2 prósentum meiri á árinu 2015 en í grunnspánni og um 0,4 prósentum meiri á ári á næstu tveimur árum. Mynd V-3 Undirliðir verðbólgu Framlag til verðbólgu janúar 2010 - apríl 2015 Prósentur Innfluttar vörur án áfengis, tóbaks og bensíns Bensín Húsnæði Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Almenn þjónusta Aðrir liðir Vísitala neysluverðs (12 mánaða %-breyting) Heimild: Hagstofa Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 ‘1520142013201220112010 Mynd V-4 Framleiðslu- og smásöluverð innlendrar vöru 1. ársfj. 2007 - 1. ársfj. 2015 Breyting frá fyrra ári (%) Framleiðsluverð afurða sem eru seldar innanlands Verð innlendrar vöru í vísitölu neysluverðs Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -5 0 5 10 15 20 25 30 20142013201220112010200920082007 Mynd V-5 Innlend og innflutt verðbólga1 Janúar 2011 - apríl 2015 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Innflutt verðlag (33%) Innlent verðlag utan húsnæðis (45%) Húsnæði (22%) Verðbólgumarkmið 1. Innflutt verðbólga er nálguð með verði innfluttrar mat- og drykkjar- vöru, nýrra bíla og varahluta, bensíns og annarrar innfluttrar vöru. Innlend verðbólga er nálguð með verði innlendrar vöru og almennrar og opinberrar þjónustu. Tölur í svigum sýna núverandi vægi viðkomandi liða í vísitölu neysluverðs. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘152014201320122011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.