Kópavogsblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 6

Kópavogsblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 6
6 Kópavogsblaðið JÚLÍ 2007 A F H Á L S I N U M Hver? Hvar? Hvenær? Síðasta mynd sem birtist hér var tekin við byggingu Kópavogs- kirkju árið 1960. Frá vinstri eru mennirnir, Ragnar Emilsson arki- tekt, Guðjón Jóhannsson smiður, maður - nafn ókunnugt, Gunnar Gíslason smiður, Guðmundur Guð- mundsson smiður, Hannes Bene- diktsson smiður, Páll Guðmunds- son smiður, Andrés Bjarnason smiður, maður - nafn ókunnugt. Myndin sem nú birtist er lík- lega af einhverri samkomu, óljóst hverri en þó líklega einhverri skólaskemmtun. Hverjir eru á myndinni? Hvaða atburður er þetta? Hver tók myndina? Hvaða ár? Nú reynir vissulega á lesendur KÓPAVOGSBLAÐSINS að leysa úr því. Sem fyrr má hafa samband við Héraðsskjalasafn Kópavogs, Hrafn Sveinbjarnarson í síma 544- 4710 eða senda svarið á netfang- ið hrafns@kopavogur.is. Þessar myndbirtingar hafa gefið góða raun og er búið að bjarga öllum fimm myndunum sem birst hafa frá glötun, að einni undanskilinni þar sem birtist mynd af konu í byggingavinnu. Það virðist vera hulin ráðgáta hver konan er, a.m.k. enn sem komið er. Kiwanisklúbburinn Eldey stuðlar að umferðaröryggi Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi hefur undanfarin vor afhent öryggishjálma til barna í 1. bekkjum grunnskólanna í Kópa- vogi og er þetta landsverkefni Kiwanishreyfingarinnar sem all- ir klúbbarnir taka þátt í. Í Kópa- vogi eru 10 grunnskólar og voru afhentir þar um 350 hjálmar. Á landsvísu eru þetta um 4.500 öryggishjálmar sem dreift er til allra íslenskra barna í 1. bekk, ekki aðeins þar sem Kiwanis- klúbbar starfa. Helsti styrktar- aðili verkefnisins er Eimskip en þetta er verkefni upp á um 25 milljónir króna. Sem áður er eitt nafn dregið út úr þeim fjölda barna sem fær afhent öryggishjálma í Kópavogi, og hinn heppni fær afhent nýtt reiðhjól en gefandi reiðhjólsins er Reiðhjólaverslunin Hjólið við Skemmuveg. Hinn heppni heitir Elmar Páll Grönvold, nemandi í Kársnesskóla. Jafnframt voru lögreglunni í Kópavogi afhentir nokkrir hjálmar til ráðstöfunar til ungra vegfarenda þar sem henni þykir þörfin helst og brýnust. Sunnuhlíð eru fyrsta sérhannaða hjúkrunarheimili fyrir aldraða Um þessar mundir er minnst 25 ára afmælis Hjúkrunar - heimilsins Sunnuhlíðar í Kópa- vogi. Þann 17. mars 1979 var sjálfseignarstofnunin “Hjúkr - unarheimili aldraðra í Kópa- vogi”stofnuð. Að stofnuninni stóðu 9 félög: Kvenfélag Kópa- vogs, Rauðakrossdeild Kópa- vogs, Lionsklúbburinn Mun- inn, Lionsklúbbur Kópavogs, Rotaryklúbbur Kópavogs, Kirkju- félag Digranessafnaðar, Kiwanis- klúbburinn Eldey, Junior Cham- ber, Kópavogi, Soroptimista- klúbbur Kópavogs. Árið 1987 bættist Lionsklúbburinn Ýr í hópinn, en Junior Chamber gekk út árið 1998. Á árinu 2001 gerðust Félag eldri borgara í Kópavogi og Rotaryklúbburinn Borgir aðilar að sjálfseignar - stofnuninni. Samstarfsvettvang- ur félaganna hefur gengið undir nafninu Sunnuhlíðarsamtökin. Soroptimistaklúbbur Kópavogs hafði forystu 1978 um að boða formenn og fulltrúa frá öllum þjónustuklúbbum og félögum í Kópavogi til fundar, þar sem til umræðu voru málefni aldraðra Kópavogsbúa. Aðkallandi var að fá lausn á málefnum sjúkra, aldr- aðra í Kópavogi, en ekkert hjúkr- unarrými var þá til í bænum. Ákveðið var að stofna sjálfseign- arstofnun um byggingu hjúkrunar- heimilis fyrir aldraðra með aðild hinna ýmsu félaga í Kópavogi. Það var síðan 26. janúar 1980 að Ragnhildur Guðbrandsdóttir 101 árs, þá elsti íbúi Kópavogs, tók fyrstu skóflustungu að hjúkrunar- heimilinu. Bygging 76 nýrra þjónustuíbúða undirbúin Þann 20 maí 1982 var haldin vígsluhátíð þar sem heimilinu var gefið nafnið “Sunnuhlíð”. Fimm dögum seinna kom svo inn fyrsti sjúklingurinn. Fyrsta sérhannaða hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Íslandi var tekið til starfa með 38 sjúkrarúmum. Skömmu eftir að byggingu hjúkrunarheimilisins lauk, ákvað fulltrúaráð Sunnuhlíðar að bygg- ja þjónustuíbúðir fyrir aldraðra í tengslum við hjúkrunarheimilið. Þá var einnig byggður þjónustu- kjarni vestan við hjúkrunarheim- ilið. Um þessar mundir undirbýr stjórnin byggingu 76 þjónustu- íbúða fyrir aldraða rétt við núver- andi þjónustuíbúðir Þessar íbúð- ir munu styrkja svæðið í kringum Sunnuhlíð til enn frekari mögu- leika á sameiginlegri þjónustu og skapast grundvöllur til þess efla og styrkja starfsemina. Í dag er Sunnuhlíð rekin með 72 hjúkrunarrýmum í 34 einstak- lingsherbergjum og 19 tveggja manna. Þá er rekin dagvist og sjúkraþjálfun . En vandinn er mik- il í Kópavogi hvað varðar vistun fyrir aldraða. Biðlistar eru langir og kröfur um betri og meiri þjón- ustu eru uppi. Þá gengur almennt illa að manna umönnunarþjón- ustu í landinu. Sunnuhlíð. �� �������������� Alltaf nýbakað og ferskt hjá okkur Brauð, kökur, tertur, smurt og veisluþjónusta Úrvalskaffi og heitur reitur Opið alla daga kl. 9-18 Búðakór 1 • Sími 534-6654 Reiðhjólið var afhent við lögreglustöðina í Kópavogi að viðstöddum Kiwanisfélögum og lögreglu.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.