Kópavogsblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 16

Kópavogsblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 16
Yst og vestast á Kársnesi, þar sem í dag er iðnaðarhverfi, er nú verið að skipuleggja bryggju- hverfi að erlendri fyrirmynd þar sem verður lögð áhersla á fjölbreytt mannlíf við skjólsæla smábátahöfn inni á milli nýrra íbúðarhúsa, kaffihúsa og veit- ingastaða. Enduruppbygging Kársness hefur verið á stefnu- skrá allra flokka í Kópavogi und- anfarin ár og nú er útlit fyrir að styttist í að framkvæmdir hefjist. KÓPAVOGSBLAÐIÐ settist niður með þeim Eyþór Guðjónssyni og Guðna Bergssyni til að fá nánari uppýsingar um þessa metnaðar- fullu og framsæknu uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Kársnesinu en samkvæmt henni mun þarna rísa eitt eftirsóknaverðasta og glæsilegasta bryggjuhverfi lands- ins, jafnvel fyrsta alvöru bryggju- hverfið á landinu. „Við erum búnir að vinna að skipulagsmálum á Kársnesi frá því í maí 2004,” segir Eyþór Guð- jónsson, einn af aðstandendum Nesbryggju ehf., „og höfum frá byrjun mætt miklum velvilja hjá forsvarsmönnum bæjarins enda hefur enduruppbygging Kársness verið á stefnuskrá allra flokka í bæjarfélaginu síðastliðin ár. Þeir hafa fagnað því að fá aðila með metnaðarfulla framtíðarsýn til þess að takast á við breytingar sem margir hafa beðið eftir.” Metnaðarfull hönnun og gott samstarf „Við erum einn hópur af nokkrum sem eiga byggingarreiti þarna,” segir Guðni Bergsson og bendir á að það þurfi að skoða heildaráhrif allrar byggðarinnar þótt hvert svæði verði deiliskipu- lagt sjálfstætt. „Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að okkar svæði skiptir mestu máli fyrir ásýnd hins nýja hverfis og því höfum við frá byrjun lagt áherslu á metnaðar- fulla hönnun sem og gott samstarf við bæjaryfirvöld við uppkaup og framtíðarskipulagningu svæð- isins. Skipulagsyfirvöld hafa svo leitt eigendur mismunandi svæða saman til þess að skapa heild- stæða mynd og skapa skipulags- heild sem á sér enga hliðstæðu á landinu,” segir Guðni. Þarf að taka til hendinni „Við höfum lagt metnað í alla hönnun, þróun og hugmynda- vinnu sem virðist skila sér í jákvæðu viðhorfi bæði íbúa Kárs- ness sem og bæjaryfirvalda. Það er því ánægjulegt að allir sem að verkinu koma skuli vera á einu máli um að vandað sé til verka,” segir Eyþór. „Enduruppbygging Kársness hefur verið áhugamál mitt í mörg ár en svæðið er til lýta eins og það er núna. Ég bý á Kársnesi og hef gert í yfir 30 ár og kýs helst að börnin mín fari ekki inn í hverfið eins og það er í dag. Það kom líka berlega í ljós á íbúaþingi Kópa- vogs á síðasta ári að ég er ekki einn um þá skoðun. T.d. var ein af aðalályktunum þingsins að þarna þyrfti að taka til hendinni og ryðja burt slysagildrum, ryðkláfum, bíl- hræjum og miður neikvæðri starf- semi og byggja blómlega byggð í staðinn sem myndi gera Kársnesi hærra undir höfði.” Net göngu- og hjólreiða- stíga „Við höfum frá upphafi haft ákveðna framtíðarsýn við hönn- un, útlit og skipulag hverfisins. T.d. er skipulagt net hjólreiða- og göngustíga með tilliti til þess að íbúar Kársness geti notið hverfis- ins í hvívetna sem er ekki raunin eins og hverfið er í dag,” bætir Guðni við. „Göngu- og hjólreiðastígar enda nánast inni í gömlum frystihúsum eða bakgarði bílapartasala. Þetta er auðvitað langtímaverkefni en núna er búið að deilskipuleggja tvö næstu svæði við hlið okkar og því ekki seinna vænna að hefjast handa á svæðinu í kringum smá- bátahöfnina sem og annarstaðar. Það eru miklir hagsmunir fyrir hverfið í heild sinni og íbúa vest- urbæjar Kópavogs að uppbygging- in í heild haldist í hendur og að verkið dragist ekki um ókomin ár. Bæjaryfirvöld hafa komið með til- lögur eins og þau gera þegar verið er að þróa nýja byggð eða þétta, í skóla- og leikskólamálum, umferð- armálum og almennri þjónustu sem snýr bæði að nýjum íbúum, en ekki síst núverandi íbúum.” Iðandi mannlíf „Þessar breytingar hafa verið á dagskrá hjá Kópavogsbæ í langan tíma,” segir Eyþór, „og eru í takt við gildandi aðalskipulag. Endur- uppbygging Kársness er búin að vera á stefnuskrá allra flokka í mörg ár.” Hann segir fulltrúa Nes- bryggju ásamt arkitektum hafa skoðað mörg best heppnuðu hafn- arhverfi Evrópu og að hópurinn hafi tekið það besta frá mismun- andi löndum og borgum og sett saman í tillögu sem þeir séu ákaf- lega ánægðir með. „Bæði innlendir sem og erlend- ir hönnuðir hafnarhverfa eru ein- róma um að ef vandað verður til verka á Kársnesi geti orðið um að ræða fyrsta alvöru bryggjuhverfi landsins þar sem íbúabyggð, menning og tómstundaiðja geti blandast saman á skemmtilegan hátt eins og mörg dæmi annars staðar sanna. Þá hefur sýnt sig að þegar ný og metnaðarfull hverfi hafa verið byggð á svæðum sem þessum erlendis hefur það leitt til almennrar hækkunar fasteigna- verðs í sama hverfi,” segir Eyþór og bætir við: „Enda verður hið nýja hverfi, ef fram fer sem horf- ir, iðandi af menningu, listum, kaffihúsum, veitingastöðum og skemmtilegu mannlífi umhverfis skjólsæla smábátahöfn sem mun gera Kársnesið að enn skemmti- legri og betri stað að búa á. Það eru því spennandi og skemmtileg- ir tímar framundan í uppbyggingu Kársness.” 16 Kópavogsblaðið JÚLÍ 2007 SPK með tónleika á Hálsatorgi á föstudag Sparisjóður Kópavogs býður í pylsupartý á Hálsatorgi föstu- daginn 6. júlí nk. á milli klukk- an 17.00 og 20.00. Á sama tíma verða haldnir tónleikar þar sem ungar og upprennandi hljóm- sveitir og tónlistarfólk úr félags- miðstöðvum ÍTK og tónlistar- skólum Kópavogs koma fram. Allir tónleikagestir fá gefins buff og boðið verður upp á popp og kók. Nýjar aðalstöðvar SPK við Hálsatorg sem verða teknar í notkun síðar á árinu. Þessi mynd sýnir kannski hvað best hvernig bryggjuhverfið á Kársnesinu kann að líta út í framtíðinni. Þess ber þó að geta að húsin verða ekki svona há enda búið að skilgreina að engin byggð á svæðinu fari yfir 4 hæðir í samþykktu rammaskipulagi. Nesbryggja skipuleggur á Kársnesinu fyrsta alvöru bryggjuhverfi landsins Frá Malmö í Svíþjóð. Fyrirkomulag og hönnun á bryggjuhverfi þar hefur orðið forsvarsmönnum Nesbryggju ehf. allnokkur fyrirmynd. Glæsilegt, ekki satt?! Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ����������� �������������������� ��������������������� ����� ������ �� �����������

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.