Kópavogsblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 10

Kópavogsblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 10
Afhending viðurkenninga umhverfisráðs og bæjarstjórnar Kópavogs fór fram í forrými Sal- arins nýverið. Eftir afhendingu viðurkenninga og eftir að Gunn- ar I. Birgisson bæjarstjóri hafði tekið við fróðleiksskilti frá Rot- ary-, Lions- og Kiwanisklúbbum bæjarins sem sett var upp við Hlíðargarð, var farið í vettvangs- verð. • Gata ársins 2008 var valin Ísa- lind 1-8, en þar var afhjúpaður skjöldur af því tilefni af Sigurrós Þorgrímsdóttiur forseta bæjar- stjórnar en bæjarstjóri, Gunnar Birgisson og formaður umhverfis- ráðs, Margrét Björnsdóttir, gróð- ursettu tré íbúum götunnar til heiðurs. Ísalind er botngata sem liggur út frá Hlíðardalsvegi að mörkum Kópavogs og Reykjavík- ur. Húsin í götunni voru byggð á árunum 1996 – 2002. Ísalind þykir einstök gata þar sem götumynd- in er falleg og gróðursæl og fjöl- breytni í byggingarstíl og efnisvali í kringum byggingar er einkenn- andi. Snyrtileiki er til fyrirmyndar og lýsir samstöðu íbúa í að halda umhverfinu fallegu. • Viðurkenningu fyrir framlag til umhverfismála hlaut JB Bygginga- félag fyrir opið svæði við Granda- hvarf. Svæðið nýtur einstakrar veðursældar og voru tröppur látn- ar snúa í suður svo íbúar nytu sem best sólar. • Viðurkenningu fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði hlutu eigendur Hólmaþings 10, en þar búa Margrét Elíasdóttir og Ólafur Sigtryggsson. Ólafur og Margrét fluttu inn í húsið í febrúar á þessu ári. Garðurinn var hann- aður og unninn af Jóni Júlíusi Elí- assyni, skrúðgarðyrkjumeistara hjá Garðmönnum ehf. Við hönnun garðsins hafði umlykjandi lands- lag mikil áhrif. Húsið stendur við botn götunnar og garðurinn opinn út í náttúruna. Holtagrjót og gróður tengir þannig lóðina við umhverfið og útkoman er stíl- hrein og náttúruleg í senn. Smekkleg endurbygging Viðurkenning umhverfisráðs fyrir endurgerð húsnæðis kom í hlut Kristjáns Sigurðar Fjeldsted Jónssonar og Óskar Víðisdóttur fyrir endurgerð húsnæðis að Fífu- hvammi 39 Húsið að Fífuhvammi 39 er hannað og byggt af Páli Þorláks- syni á árunum 1955 – 1957. Páll bjó þar sjálfur ásamt eiginkonu sinni, Ásthildi Pétursdóttur fram til ársins 1991. Húsið er steinsteypt en handrið á svalir og tröppur lét Páll steypa sérstaklega til að undirstrika stíl byggingarinnar. Árið 1991 keyptu Ingólfur Arnórsson og Halldóra Haraldsdóttir eignina. Þau létu smíða sólskála fyrir ofan bílskúr- inn en þar voru stórar svalir. Krist- ján og Ósk keyptu húsið af Ingólfi árið 2004 og hófust þá handa við að endurbyggja og bæta hús og lóð. Þau hafa unnið hörðum hönd- um þessi fjögur ár og er árangur- inn stórkostlegur. Húsið var mál- að hvítt og allir gluggar hafa verið endurnýjaðir. Kristján og Ósk hafa notið aðstoðar nánustu ættingja við endurbygginguna en m.a. hef- ur faðir Kristjáns smíðað hlera fyr- ir útidyrahurðina. Hiti var lagður undir tröppur og hellur í kringum húsið. 10 Kópavogsblaðið SEPTEMBER 2008 ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Stórkostleg endurgerð Fífuhvamms 39 Verðlaunahafarnir ásamt bæjarstjóra og umhverfisráði. Viðurkenningar umhverfisráðs: Fífuhvammur 39 hlaut viðurkenningu fyrir endurgerð hússins, enda hefur hún tekist frábærlega. Eigend- ur eru Krisján Sigurður Fjeldsted Jónsson og Ósk Víðisdóttir sem keyptu húsið fyrir fjórum árum síðan. Bílaverkstæðið Skúffan ehf Sigurður Sverrisson bifvélavirkjameistari Smiðjuvegi 11e • 200 Kópavogur Sími: 564 1420 Allar almennar bílaviðgerðir Þann 19. október nk. verður nýtt leikhús formlega tekið í notkun í Kópavogi. Þá frumsýn- ir Leikfélag Kópavogs, sem er opið félag áhugamanna um leik- list, nýja leikgerð á hinu ramm- íslenska leikriti Skugga-Sveini í nýju leikhúsi félagsins í Funa- lind. Hér er um nokkur tímamót að ræða því í fyrsta sinn í sögu bæjarins er nú orðið til hús sem fyrst og fremst er ætlað til leik- sýninga og leiklistariðkunar almennt. Í ljósi þessa hlutverks hússins vildu meðlimir LK að húsið hlyti nafn við hæfi og hef- ur það því einfaldlega hlotið heit- ið ,,Leikhúsið”. Leikhúsið sem er staðsett í Funalind, hefur verið í smíðum síðastliðið ár eða síðan Kópavogs- bær afhenti Leikfélaginu húsnæð- ið til notkunar. Meðlimir leikfé- lagsins hafa staðið í ströngu við endurinnréttingu undanfarið ár svo það þjónaði sem best nýju hluterki sínu sem leikhúss. Þessar vikurnar er verið að leggja loka- hönd á húsnæðið og verður það formlega tekið í notkun með fyrr- nefndri leikgerð á Skugga-Sveini sem hlotið hefur heitið Ásta og Skuggi. Í Leikhúsinu eru sæti fyrir 60 áhorfendur. Auk sýningarinnar sem áður er nefnd verður mikið um að vera í Leikhúsinu á kom- andi leikári og má þar m.a. nefna að stefnt er að uppsetningu á barnaleikriti fyrir áramót og eftir áramót er stefnt að leiksýningu unglingadeildar félagsins og gam- anleikrits með vorinu. Þá verður námskeiðahald af ýmsu tagi á veg- um Leikfélagsins og einnig er von á gestaleiksýningum. Leiksýningin Ásta og Skuggi er byggð á hinu þekkta verki Matthí- asar Jochumssonar Skugga-Sveini eða Útilegumönnunum. Verkið er eitt þekktasta verk íslenskrar leiklistarsögu og í hugum margra táknmynd íslenskrar leiklistar fyrri tíma. Í leikgerð LK er leitast við að finna nýja fleti á sögunni sem mörgum þykir nokkuð gam- aldags og setja upp sýningu sem höfðar til nútímans. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Ágústa Skúladóttir sem hefur oft starfað með leikfé- laginu áður auk þess að setja upp fjölmargar leiksýningar víðsvegar um land og hefur undanfarin ár sett upp nokkrar þekktar sýning- ar hjá Þjóðleikhúsinu. Unnið að innréttingu á leikhúsinu í Funalind, því fyrsta í Kópavogi. Leikhúsið opnar í Kópavogi með frumsýningu á Skugga-Sveini

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.