Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 221

Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 221
Skírnir Ritfregnir 203 Fyrsti aðalkafli ritsins fjallar um hugtakið níð. Þar eru raktar vand- lega heimildir norskra og íslenzkra fornlaga um níð og getið um skiptar skoðanir fræðimanna á eðli þess. Sumir þeirra telja níðið í ætt við galdra og álíta, að því hafi verið ætluð svipuð áhrif og ákvæðavísum seinni alda. Aðrir telja níðið aðeins illmæli. Lengst allra í þá átt gengur Erik Noreen, sem neitar öllu galdrakyns í sambandi við níð og telur, að það sé ávallt brigzl um ergi og annað ekki. Höfundur telur nauðsynlegt að taka niðið til gaumgæfilegrar rannsóknar, áður en afstaða er tekin til þessara óliku skoðana, og hann ætlar næstu köflum bókarinnar að vera fyrstu sporin í þá átt. En í þeim sýnir höfundur með óyggjandi rökum, að níðinu hef- ur að minnsta kosti stundum verið ætlað að hafa yfimáttúrleg áhrif. 1 öðrum kafla ræðir höfundur um ákvæðavísur Egils Skalla-Grims- sonar gegn Eiriki konungi blóðöx og Gunnhildi drottningu. Hann hygg- ur, að Egill hafi mælt þær fram, um leið og hann reisti þeim níðstöng, og með samanburði við aðrar hliðstæðar frásagnir kemst hann að þeirri niðurstöðu, að vísur Egils séu níðvísur, en i þeim felst, að þeim hefur verið ætlað það hlutverk að reka konung og drottningu úr landi. Höf- undur tekur efni vísnanna einnig til nýrrar athugunar og telur, að orðin landás og landálfur merki bæði landvættir, og er það í bezta samræmi við frásögn sögunnar og eðli níðsins, sem lýst er í næsta kafla. Þriðji kafli fjallar um Haraldsníð, er íslendingar ortu um Harald Gormsson Danakonung og Birgi bryta, er höfðu tekið fé íslenzkra manna, sem vora á skipi, er braut í Danmörku. Aðeins ein vísa er varðveitt úr niðinu. En samkvæmt skýringu Almqvists, sem mér finnst mjög vel rök- studd, er þar bæði brigzl um ergi og heitið á landvættir að reka bryt- ann úr landi. í sambandi við þetta níð er hin fræga frásögn Snorra Sturlusonar, sem oft hefur verið nefnd landvættasaga. Hún segir frá áformum Haralds konungs um að fara herferð til Islands, en hann vildi áður hafa spurnir af landinu. 1 þvi skyni sendi hann galdramann í hvals- líki til njósna, en hann var hrakinn til baka af annarlegum kynjaver- um. Venjulega hefur verið talið, að þessar verur séu landvættir, og fjór- ar aðalverumar: dreki, fugl, griðungur og bergrisi, hafa orðið tákn land- vættanna í vitund Islendinga. Almqvist álítur hins vegar, að ástæðulaust sé að ætla, að Snorri hafi talið þessar fjórar kynjaverur til landvætta, heldur séu þær fylgjur eða táknmyndir þeirra höfðingja, er Snorri nefnir á sömu slóðum. En þar sem Snorri getur einnig um landvættir í þessari frásögu, vill hann sýna, að fulltrúar þjóðarinnar og landsins hafi sam- einazt í andstöðunni við ásælni' hins erlenda konungsvalds. Þessa skoðun rökstyður Almqvist með samanburði við aðrar heimildir um landvættir, sem stinga mjög í stúf við lýsinguna á þessum fjórum kynjaverum. Fjórði kafli fjallar um Jarlsníð. f þætti Þorleifs jarlaskálds er tilþrifa- mikil lýsing á áhrifum þeim, sem níð það, er Þorleifur flutti Hákoni Hlaðajarli, hafði á jarlinn og umhverfi hans. Aðeins fjórar línur úr níð- inu eru tilfærðar í þættinum. En uppruni þeirra er talinn vafasamur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.