Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1981, Side 7

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1981, Side 7
YEStlirgka rRETTABLADIP IP ísaijarðarkaupstaður STARFSMENN Starfsmenn vantar á leikskólann, Hlíðarvegi 13, frá og með 1. janúar 1982 eða síðar. Umsóknir þurfa að berast sem fyrst, eigi síðar en 10. des. Upplýsingar veittar á Ieikskólanum og í síma 3185. FORSTÖÐUMENN FORSTÖÐUMAÐUR Staða forstöðumanns í 1/2 eða 1/1 starf við leikskólann í Hnífsdal, er auglýst til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. des. n.k. Æskilegt að umsækjendur geti hafíð störf frá og með næstu áramótum. Uppiýsingar á bæjarskrifstofunni í síma 3722. BÆJARSTJÓRINN Á ÍSAFIRÐI F ramhaldsaðalfundur í Vélsmiðjunni Þór hf. verður hald- inn í fundarsal félagsins, laugardag- inn 19. desember 1981, kl. 10:00 fyrir hádegi. DAGSKRÁ: Lagabreytingar STJÓRNIN UPPSALIR ÍSAFIRÐI DISKOTEK ÁRSHÁTÍÐ föstudag Litla leik- klúbbsins laugardag Með kvótakerfi... Framhald a) bls. 3 eina tölu í sambandi við kvótakerfi eða eitthvað annað. Hvað eigum við að gera við þann umframþorsk sem kem- ur í vörpuna eftir að kvótinn er fullur, eigum við að kasta honum í sjóinn eða eigum við að gefa ríkissjóði hann. Ef við eigum að koma með hann í land, þá er kvótakerfið ekki stjórnun á fisk- veiðum og ekki verndunartæki. Mér finnst skrapdagakerfið hafa skilað sínu, það sína þær tölur sem við bárum saman hér að framan, þær halda afla- markinu nokkurn veginn innan þeirra marka sem þeim er ætlað að gera.“ Ef við snúum okkur aftur að kvóta- kerfinu, eða þeim hugmyndum sem þar hafa komið fram og snertir örygg- issjónarmið, menn sæki sinn þorsk þeg- ar sæmilega viðrar en séu ekki að þvælast á sjó í öllum veðrum og svo framvegis. Spurning um meðferð á mannskap? „Ef til vill er það eini kosturinn, ef hægt er að kalla það kost, að menn mundu sækja minna. Ég ætla ekki að setjast í það sæti, eða dæma um það, hvort það er rétta leiðin að menn hætti að hafa áhuga fyrir að sækja sjó, en það getur vel verið að það megi taka af þessu harðasta broddinn, af sókninni, það verður bara aldrei hægt meðan einstaklingur ræður fyrir einu skipi. Það verður alltaf að vera mat þess sem ræður fyrir skipinu, hvort hann vill fara á sjó eða ekki. Þá vil ég taka það fram, að ég er óánægður með að bátamenn séu að tala um kvóta á togaramenn og öfugt og þegar búið er að skipta þorskaflan- um eins og gert hefur verið 50/50.“ Nú ríkir mikil óánægja á Vestfjörð- um um síminnkandi hlutdeild Vest- firðinga í heildaraflanum, hvaða orsök telur þú vera fyrir þessu? FJÖLGUN SKIPA — LINKIND STJÓRNVALDA „Það er meðal annars fyrir aukn- ingu skipa í öðrum landshlutum, en hér hefur skipum raunverulega ekki fjölgað, togararnir hafa þróast upp úr vertíðarbátum, eða tekið við af þeim, og þessi fjölgun skipa upp á síðkastið í öðrum landshlutum kemur niður á okkur. Þá hafa topparnir verið minnk- aðir hjá okkur í júní og júlí en ekki annars staðar, það eru engar hömlur fyrir sunnan, þeir fá að hengja upp að vild þegar hroturnar koma og þá má spyrja að því, hvort að sá afli sem Vestmannaeyingarnir og Grindvíking- ar fá að moka upp, hvort hann sé eitthvað í hlutfalli við fólksfjöldann, ef við förum út í þá sálma. En þetta með minnkandi hlutdeild í þorskinum er mjög alvarlegt mál og varðar alla íbúa hér á Vestfjörðum. Og þessi linkind stjórnvalda með togarakaupin eru að verða okkur dýr. Menn virðast skynja það, að ef til vill séu einhverjar frekari hömlur í bígerð og þess vegna fjölgar skipum svona grimmt og þetta verður kannski eins og í Noregi, að skip verði við kantinn á hverri einustu vinnslu og fari út örskamman tíma á hverju ári, enda eru styrkir til útgerðarinnar þar allt að því sem nemur öllu því verð- mæti sem íslensk fiskiskip draga á Kaupfélag Ísfirðínga auglýsir Hafið þið kynnt ykkur okkar glæsilegu tilboðsverð á jólamatnum? Kjúklingarnir frá okkur eru aldeilis billegir Aðeins kr. 58,50 pr. kg. Athugið Leyft verð Okkar verð Athugið Leyft verð Okkar verð Hangilæri, úrb. 125,30 107,00 Svínahamborgarhr. 153,10 139,00 Hangiframp., úrb. 89,75 77,00 Lambahamborgarhr. 77,85 69,80 Hangilæri 68,00 63,00 Reykt svínalæri m/beini 98,20 88,00 Hangiframp. 41,80 38,00 Nýreyktur svínabógur,úrb. 115,20 103,00 Reyktur svínaknakki 99,95 88,80 London lamb 131,80 119,50 Þetta er aðeins smásýnishorn af öllum þeim hátíðamat sem við bjóðum nú. Góður matur á frábæru verði. Verslið þar sem úrvalið er MIPFllAt ÍSFIRDINCA ÍFASfÉÍGNA; j VIÐSKIPTI j j Sólgata 2, 87 ferm. 4ra J j herb. einbýlishús. Laust ! ■ fljótlega. | Sólgata 8, 110 ferm. 4-5 | | herb. íbúö á efri hæð í I I mjög góöu standi. Einnig I I fylgja tvö íveruherbergi í J j kjallara, auk sameignar. I Stigahlíð 4, Bolungarvík, | | 2ja herb., 50 ferm. íbúö í | I nýju fjöibýlishúsi. | Fitjateigur 6,127 ferm. nýtt J J einbýlishús, fullfrágengiö. ! I Laust með skömmum fyrir- . I vara. I Vitastígur 10, 2x90 ferm. ■ ■ einbýlishús ásamt bíl- ! g geymslu. Afhending eftir | I samkomulagi. I Hrannargata 9, 3ja herb. | I ca. 115 ferm. íbúö. Laus I I fljótlega. | Tryggvi J i Guðmundsson, J ■ hdl. I Hrannargötu 2, fsafirði ■ sími 3940 Takmarkanir og stjórn- unaraðgerðir Framhald af bls. 8 fyrir þróuninni sem hefði orðið og reyndu með öllum tiltækum ráðum að fá því til leiðar komið að það yrði snúið af þessari braut.“ Hvað með það sem snýr að fjórðungnum sjálfum, þá ef til vill eflingu bátaútgerðar? „Bátaútgerð hefur líklega hnignað, að vísu hef ég engar tölur þar um, hvernig sú breyting hefur orðið, það er sjálfsagt rétt, en þó helst líklega uppi mest línuútgerð á landinu á Vestfjörð- um.“ Nú er það atvinnumálanefndin í Bolungarvík sem lætur þetta mál til sín taka, sjá menn fram á minnkandi atvinnu ef þessu held- ur áfram sem horfir? „Við erum uggandi um það, haldi þessi þróun áfram, þá geti þetta kannske verið spurningin um það hversu langur tími líður að þessi stóriðja sem ég tel nú fiskvinnsluna á Vestfjörðum vera, hvenær hún bara leggur upp laupana, málið er orðið það al- varlegt í mínum augum. Og ég er þeirrar skoðunar, að hvað sem menn segja, þá munum við standa frammi fyrir því kannske fyrr en seinna, verði ekkert að gert, að þessi fyrirtæki upp til hópa standi svo höllum fæti, að það hljótist af vandræði. Það er verið að vinna stóran hluta úr árinu æ verðminni verðmæti sem er úr skraptúrunum," sagði Karv- el Pálmason a að lokum. f. Framsýni — ekki... Framhald af bls. 8. hugsunarhátt að þetta sé nógu gott. Það besta er ekki of gott fyrir makker, er sígild spilaregla og ætti ætíð að standa," sagði Jón á Veðrará að lokum og lagði þunga á síðustu setninguna. vBstfirska FRETTABLASIIl

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.