Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1985, Qupperneq 2

Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1985, Qupperneq 2
vestíirska f rRETTABLASID V Bstlirska Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13: til 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan (srún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. FRETTABLASID Ritstjórnargrein Áramótaleiðari Á nýliðnu ári hefur ýmislegt gerst hér, sem til framfara horfir í menn- ingarlegu og atvinnulegu tilliti. Skip hafa bæst í fiskiskipaflotann og ber þar sérstaklega að geta Sólrúnar, sem byggð var fyrir Bolvíkinga og togarans Hafþórs, sem rækjuverk- smiðjur á ísafirði gera út og ílendist vonandi. Uppbygging hefur verið mikil og ör hjá fiskvinnslustöðvun- um, einkum þó í rækjuvinnslu. Vest- firðingum er fyllilega Ijós sú stað- reynd, að í fiskvinnslu og fiskveiðum er vaxtarbroddurinn í atvinnulífi fjórðungsins og því fagnaðarefni, þegar áhugasamir athafnamenn leggja sig fram um að ná árangri á þessu sviði. Hitt má þó aldrei hverfa úr huga okkar að við verðum með öllum ráðum að efla aðra þætti atvinnulífsins. Fyrir því verðum við að berjast ódeigir, Vestfirðingar, að atvinnutækifæri á öllum sviðum nú- tíma þjóðlífs standi til boða í héraði. Ýmislegt hefur verið gert af hálfu opinberra aðila til þess að reyna að blása lífi í iðnaðinn og má þar til nefna stofnun iðnþróunarfélags, tækni- miðstöðvar og iðnþróunarsjóðs. Þetta hefur enn ekki skilað árangri og mætti gjarnan standa til bóta. Ekki hefur tekist að ráða iðnfulitrúa, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hins vegar hefur árangur einstaklinga og hluta- félaga í iðnrekstri verið góður og töluverð uppbygging hefur verið hjá slíkum aðilum, í framleiðslu- og þjónustuiðnaði. Yfirstandandi og á- formaðar byggingarframkvæmdir gefa vonir um að ekki þurfi að skorta verkefni á því sviði á þessu ári, þótt það verði sennilega nokkuð misjafnt í byggðarlögunum. Verslunin hefur um langan aldur verið áhyggjuefni manna hér um slóðir. Ekki svo að skilja, að hörgull hafi verið á neysluvörum. Heldur hitt, að allt of stór hluti smásöluversl- unarinnar fer fram við aðra lands- hluta í formi póstverslunar. Bitnar það að sjálfsögðu á takmörkuðum vaxtarmöguleikum smásöluverslun- arinnar á svæðinu og er neytendum dýrt. Innflutnings- Og útflutningsverslun er þó sem betur fer nokkur á Vest- fjörðum og hefur innflutningurinn hjálpað til við að halda vöruverði svipuðu og á öðrum markaðs- svæðum landsins. Útflutningsversl- un þeirri, sem rekin er héðan óx fisk- ur um hrygg á árinu 1984 og er það vísbending um, hvað koma skal. Hinsvegar má það vera lýðum Ijóst, að með því fyrirkomulagi, sem nú er á gjaldeyrisskilum og gjaldeyris- verslun, þar sem seljendur gjaldeyr- is eiga enga möguleika á því að hafa áhrif á sölu hans og verðlagningu og þar sem framboð og eftirspurn eru óþekkt hugtök, þá eru það hreinar stjórnvaldaákvarðanir hvernig at- vinnugreinarnar standa að vígi á hin- um ýmsu tímum og þar með hvernig afkoma fólks er í byggðarlögum, sem búa við fábreytt atvinnulíf. Bændur í V-Barðastrandarsýslu urðu fyrir gífurlegum skaða, þegar skorið var niður fé í heilu hreppunum vegna gruns um riðuveiki. Það mun taka mörg ár fyrir þá að ná upp nýjum heilbrigðum fjárstofni og tjónið fæst aldrei bætt til fulls. Að öðru leyti varð árið bændum gott. veðurfar með besta móti, heyskapur og skepnu- höld góð. Því miður hefur alltof lítið gerst í fiskirækt á nýliðnu ári, hér á Vest- fjörðum. Ber þar ýmislegt til, meðal annars ómerkilegt þras um aukaatr- iði milli aðiia, sem ekki er ætlað að verða beinir þátttakendur í slíkum atvinnurekstri. Hefur ýmsum fundist sem bæjarstjórn ísafjarðar til dæmis, hefði mátt beina kröftum sínum markvissar að því að leysa þau mál og fleiri, sem lúta að at- vinnulífi og almennum framförum. Nægir þar að minnast á málefni skól- anna í bænum, sem eru í deiglu, og fátt sem bendir á að til tíðinda dragi á því sviði á næstunni. Eins og svo oft áður fóru kyndil- berar menningarinnar á kostum s.l. ár. Ýmiskonar íþróttir, félagastarf- semi, leiklist, tóniist, myndlist og fleira var iðkað af kappi, og mætti minnast á margt, sem sleppt verður hér. Þó er vert að geta um tvær hljómplötur og tvær bækur. Hljóm- sveitirnar Kan í Bolungarvík og Grafík á ísafirði sendu báðar frá sér hljóm- plötur og fengu góða dóma fyrir. Einkanlega þó Grafík, sem segja má að slegið hafi rækilega í gegn. Tvær bækur unnar hér fyrir vestan tóku þátt í hinni árlegu jólakeppni bók- anna. Það voru Ekkert slor, skáld- saga Rúnars Vignissonar og Saga ísafjarðar, sem Jón Þ. Þór, sagn- fræðingur skrifaði. Báðar þessar bækur fengu nokkuð góða dóma gagnrýnenda og viðtökur lesenda voru með ágætum. Að svo mælti göngum við bjartsýn á vit ársins 1985. Árni Sigurðsson Lesendadálkur Hvaða skýringar hefur Karvel? Á fjárlögum ríkisins fyrir árið 1985 eru veittar heilar 300 þús- und krónur til íþróttahúss á ísa- firði. Þá eru veittar krónur 0 til hafnarframkvæmda á ísafirði, en þess ber að geta að trúlega hafa umsvif hvergi aukist jafn mikið á síðustu misserum og einmitt í ísafjarðarhöfn m.a. með tilkomu úthafsrækjuveiðanna. Hefur hafnarnefndin á fsafirði lagt mikla áherslu á að bæta þyrfti úr hið bráðasta svo ekki kæmi til enn meira öngþveitis en orðið er. (á sama tíma eru veittar 5 mill- jónir króna til Bolungarvíkur- hafnar svo dæmi séu nefnd). Þá eru veittar heilar 5 þúsund krón- ur til viðbyggingar við Grunn- skólann á ísafirði (til stækkunar skólans í Bolungarvík nemur uþþhæðin nokkrum hundruðum þúsunda). Annars var ekki meiningin að fara að metast við Bolvíkinga um fjárveitingar úr ríkiskassanum, en óneitanlega virðast Bolvík- ingar eiga skeleggari málsvara í fjárveitinganefndinni en ísfirð- ingar. (Karvel virðist sem sé fyrst og fremst þingmaður Bolvíkinga en ekki Vestfirðinga allra og kannski síst ísfirðinga). Það hefur lengi verið Ijóst að fjárveitinganefndin er ein valda- mesta nefnd þingsins og fjár- veitinganefndarmenn, jafnvel þótt þeir séu í stjórnarandstöðu hafa mikil völd og góða aðstöðu til þess að koma fram málum, ef viljann vantar ekki. Nú er það svo að Vestfirðingar hafa talið sig eiga skeleggan málsvara í fjár- veitinganefnd þar sem er Karvel Pálmason, enda verður því ekki neitað að hann kemur fram mál- um, ef viljann vantar ekki. Því er nú sþurt: Er viljinn ekki fyrir hendi, að því er varðar okkur (s- firðinga? Er það bara Bolungar- vík sem stjórnarandstöðuþing- maðurinn getur náð fjárveiting- um til í þessari stöðu? Eða er það kannski svo að þingmanninum sé ekki kunnugt um óskir ísfirð- inga að því er varðar fjárveitingar til nauðsynlegra mála úr ríkis- kassanum? Hafa „flokksbræður" hans ekki gert honum grein fyrir því hvar skór- inn krepþir helst hér á ísafirði. Eða ætlast hann kannski til þess að ísfirðingar sæki um alla fram- tíð íþróttahúsið í Bolungarvík? Nei, þingmanninum hefur oft tekist betur til í störfum sínum í fjárveitinganefndinni. Hann hefði getað náð stærri upphæð en 300 þúsundum til þeirrar fram- kvæmdar sem æskufólk á ísafirði bíður eftir, og er búið að bíða allt of lengi eftir, ef viljann hefði ekki vantað. Að maður tali nú ekki um rús- ínuna í pylsuendanum: Að gleyma ísafjarðarhöfn. Vestfirðingur (ekki Bolvíkingur) Smá- auglýsingar TIL SÖLU Flauels-kerruvagn og barna- rimlarúm með dýnu. Upplýsingar í síma 3507. TIL SÖLU Yamaha orgel, 2 borða, borð- stofuborð og 6 stólar og barnakerra. Upplýsingar í síma 7235. BÍLL TILSÖLU Wartburg árgerð 1980, ekinn 20.000 þús. km. í mjög góðu lagi. Upplýsingar í síma 3193 á kvöldin. TUNGUMÁL Aðstoða skólafóik í íslensku, dönsku, ensku og þýsku. Kristín, sími 3818. TIL SÖLU Mazda 626 árgerð 1980. Vel með farinn bíll. Upplýsingar í síma 7481. TIL SÖLU Uppistöður 11/2” + 4” í ýmsum lengdum. Töluvert magn. Upplýsingar í síma 3341 eftir kl. 18:00. TIL SÖLU Toyota Cressida árgerð 1979, ekinn 67 þús. km. Tveggja dyra. Upplýsingar í síma 3721. ATHUGIÐ Ef einhver vill styðja 28 ára gamian mann í að verða sér út um viðunandi húsakost, hafið þá samband við Halldór í síma 4393 eftir klukkan 5. Ræð við 4 — 6 þús. á mánuði. 2 her- bergja, helst á eyrinni. ÍBÚÐ TIL LEIGU 4ra herb. íbúð til leigu á ísa- firði. Leiguskipti á íbúð í Reykjavík koma til álita. Upplýsingar í sima 4107. TIL SÖLU einbýlishúsið að Bakkavegi 25. Bílskúr fylgir. Upplýsingar í síma 3967. TIL SÖLU Til sölu Ford Bronco árgerð 1974 6 cyl. beinskiptur. Ath. skipti á ódýrari bíl. Upplýsingar í síma 3727. TIL SÖLU vel með farinn riffill, rússn- eskur. Upplýsingar i síma 4159 eftir kl. 18:00. HJÁLPRÆÐISHERINN Vegna viðgerða á samkomu- sal okkar, falla allar samkom- ur okkan niður, fram í byrjun febrúar. Fylgist nánar með í auglýsingum. DAGBÓKIN KIRKJA l'safjarðarkirkja. Sími prests 3017 kl. 19:30 — 20:00. Viðtalstími föstu- daga kl. 17:00 — 18:00 í Safnaðar- heimilinu. Almenn guðsþjónusta sunnudag kl. 14:00. Hnifsdalskapella. Síðdegisguðs- þjónusta sunnudag kl. 17:00. LÖGREGLA — SLÖKKVILIÐ Lögreglan á ísafirði. Sími 4222. Lögreglan í Bolungarvík. Sími 7310. Sjúkrabíll. Sími 3333. Slökkvilið ísafjarðar. Sími 3333. Slökkvilið Bolungarvíkur. Sími 7261.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.