Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1985, Qupperneq 8

Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1985, Qupperneq 8
Kindur í sjálf- heldu á Eyrarfjalli Það kemur öðru hvoru fyrir að björgunarleiðangrar eru gerðir út itl að ná niður fé sem komist hefur í sjálfheldu uppi á fjöllum. Einn sltkur var farinn síðastliðinn mánu- dag, en þá höfðu kindur verið í nokkra daga uppi á Eyrar- fjalli upp af skíðaskálanum á Seljalandsdal. Gísli Jónsson, eigandi kindanna, sagði i samtali við Vf. að hann hefði verið bú- inn að sakna kindanna frá því á miðvikudag og var hann búinn að leita að þeim, en hafði ekki fundið þær. Skyggni var slæmt og erfitt að ímynda sér að þær hefðu farið svo hátt upp sem raun bar vitni. Kinduraar sáust á sunnudaginn og á mánudag var lagt af stað til að reyna að bjarga þeim. í lið með sér fékk Gísli nokkra stráka sem eru vanir klifrarar. Ástæða þess að kindurnar voru komnar svona hátt upp er talin sú að það var mjög hált þama í brekkunum og við slíkar aðstæður leita kind- uraar á brattann þar sem þær eiga betra með að fóta sig á leið upp, en niður. Reynt var að grafa rás í snjóinn fyrir kindurnar og beina þeim eftir henni, en það dugði skammt og eftir heilmikið basl stökk ein af stað niður hlíðina, sem er mjög brött á þessum stað. Allar hinar kindurnar stukku á eftir og runnu þær svo og ultu niður mesta brattann. Þegar þarna var komið var orðið dimmt og tókst ekki að finna þær allar. Tvær kindur drápust við fallið og ekki er enn ljóst hvort að fleiri hafa slasast en þær eru allavega óbrotnar. Á mánudagskvöld varfarið upp- eftir á bíl hjálparsveitar skáta á ísafirði og leitað með ljósum að einni kindinni sem ekki hafði fundist en það dugði ekki til. Hún fannst svo aftur á þriðjudaginn, en ekki var vitað hvort hún var lífs eða liðin, þegar blaðið fór í vinnslu. Hraðfrystihús Tálknafjarðar: vestf irska Rangir bónus- útreTkningar? FRÉTTA BLADID Hörð deila um bónusútreikn- inga er nú komin upp í Hrað- frystihúsi Tálknafjarðar. Kona sem hefur reiknað út bónus í forföllum fyrir þá sem venjulega hefur annast það starf, hefur verið ásökuð um misferli er hún gegndi því starfi um hálfs mán- aðar tíma, síðastliðið haust. Hún, aftur á móti, hefur krafist rannsóknar á réttmæti þeirrar ásökunar. Málið er nú í athugun hjá yf- irmönnum frystihússins, en ekki tókst að fá nánari upplýs- ingar hjá þeim um þetta mál áður en blaðið fór í prentun. Væntanlega verður hægt að skýra nánar frá því í næsta blaði. Körfuknattleikur, 2. deild: Baráttuleikur á laugardaginn Körfuknattleiksfélag ísfirð- Snæfelli frá Stykkishólmi í ís- inga leikur á laugardaginn gegn landsmótinu, 2. deild. Póllinn hf.: 500. borðavogin seld Póllinn hf. hefur selt 500. borðavogina sem fyrirtækið hef- ur framleitt. Þessi vog var hluti af sendingu sem er jafnframt sú stærsta sem Póllinn hefur sent frá sér, en hún innihélt 30 borðavogir auk 4 voga af öðrum gerðum. Andvirði sendingarinnar var eitthvað á þriðju milljón króna, að sögn Jónasar Á. Ágústssonar í söludeild Pólsins. Alls hefur Póllinn hf. framleitt á milli 600 og 700 vogir af ýmsum gerðum og selt þær um allt ísland, til Færeyja og Noregs. Einnig sel- ur Póllinn innmatinn í vogirnar til Bandaríkjanna þar sem smíðað er utan um þær. Alþingi: Breytingartillaga við kvóta- frumvarp var felld i desember síðastliðnum fluttu alþingismennirnir Karvel Pálmason, Ólafur Þ. Þórðarson, Margrét Frímannsdóttir og Guðmundur Einarsson breyt- ingartillögu á Alþingi við kvóta- frumvarpið þegar það var til umræðu. í tillögunni fólst að veiðar með línu og handfærum yrðu undanþegnar kvótaskipt- ingu. Einnig segir í tillögunni: „Við úthlutun á aflamarki til einstakra skipa ber ráðherra að taka sérstakt tillit til þess ef skip er gert út í byggðarlagi þar sem a.m.k. 35% vinnuafls starfar við fiskveiðar og fiskvinnslu og skal aflamark þeirra skipa, verði eftir því leitað, aukið um 15 — 20% frá því sem það hefði ella Kuldarnir í Evrópu, sem hafa verið að setja allt líf íbúa meg- inlandsins úr skorðum á und- anförnum vikum, eru taldir eiga sinn þátt í því að verðfall varð á fiskmörkuðum um helgina. Vegna kuldans er erfitt að flytja fiskinn til neytenda og þess- vegna varð samdráttur á mörk- uðunum. Flest útgerðarfyrir- tæki á Vestfjörðum hafa prófað að senda ferskan fisk í gámum til Englands á undanförnum vikum og mánuðum og þykir sitt hverjum um þá ráðstöfun að flytja fiskinn úr landi óverkað- an. Þessi viðskipti hafa þó ekki leitt til þess að atvinna félli nið- ur í landi og víst er um það að þau hafa verið fiskseljéndum og fiskimönnum hagstæð. Um þessi mál verður fjallað nánar í næsta blaði. BESSI landaði í 6 gáma í Reykjavík á þriðjudaginn. GUÐBJARTUR landaði síðast- liðinn fimmtudag, 120 tonnum af þorski. PÁLL PÁLSSON landaði 73 tonnum og í 3 gáma að auki mánudaginn 7. janúar. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON landaði 159 tonnum síðastlið- inn fimmtudag og var megniö af því þorskur. GUÐBJÖRG landaði 152 tonn- um mánudaginn 7. janúar. Þar af fóru 54 tonn í gáma. Skipið er nú að fiska í siglingu og mun selja aflann í Þýskalandi. HEIÐRÚN landaði um 50 tonn- um af þorski 7. janúar og fór megnið af því í gáma. Landaði aftur á föstudaginn, 24 tonnum sem einnig fóru í gárria til út- flutnings. DAGRÚN landaði 108 tonnum af þorski síðastliðinn fimmtu- dag. SÓLRÚN er á rækjuveiðum og kemur inn um helgina. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR landaði 117 tonnum af þorski síðastliðinn fimmtudag. GYLLIR kom inn í gær með 85 tonn af þorski. SLÉTTANES er á veiðum í sinni fyrstu veiðiferð á árinu. FRAMNES I. landaði 48 tonn- um af þorski síðastliðinn fimmtudag. SÖLVI BJARNASON landaði 88 tonnum á mánudaginn. Mest af því var þorskur. TÁLKNFIRÐINGUR landaði 57 tonnum þann 9. janúar. SIGUREY landaði 50 tonnum af þorski og ýsu á föstudaginn. HAFÞÓR er væntanlegur inn í dag með milli 30 og 40 tonn af rækju. Þetta er líklega mikilvægasti leikur vetrarins hjá ísfirðingun- um, þar sem Snæfell er þeirra harðasti keppinautur um sigur í deildinni, að sögn Halldórs Sveinbjörnssonar, eins af leik- mönnum ísfirðinga. Þessi tvö lið eru efst og jöfn í riðlinum, eftir að hafa leikið 3 leiki hvort. í fyrri leik liðanna unnu ísfirð- ingar í geysilegum baráttuleik og nú reynir á áhorfendur að þeir komi út í Bolungarvík á laugardaginn klukkan 15:30 og styðji okkar menn til sigurs. orðið eftir almennri úthlutunarreglu.“ Karvel Pálmason, 1. flutn- ingsmaður tillöginnar hafði eft- irarandi að segja um markmið þessarar tillögu: „Tillagan var flutt m.a. til að láta á það reyna hver meining fylgdi máli hjá þingmönnum Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks, að láta þau sjávarpláss, sem nær einvörðungu byggja afkomu sína á fiskveiðum og fiskvinnslu njóta einhvers for- gangs í kvótaskiptingu umfram aðra, og að veiðar með línu og handfærum væru utan kvóta- skiptingar. Þessa tillögu felldu, að við- höfðu nafnakalli, þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks, að undanskildum Ólafi Þ. Þórðarsyni. Síðan samþykktu þeir hinir sömu þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks kvótann nær óbreyttan frá s.l. ári, en undir- ritaður greiddi atkvæði gegn honum, ásamt flutningsmönn- um þessarar tillögu. vestfirska FRETTABLADIS hefur heyrt AÐ útgerðarmenn Arnar- nessins á ísafirði séu að leita fyrir sér með kaup á togara til rækjuveiöa og e.t.v. einnig til veiða á bolfiski sem frystur yrði um borð. í því sambandi hefur verið nefndur togarinn Bjarni Herjólfsson sem Landsbanki íslands keypti nýlega á nauðungaruppboði. Til greina kemur að Guðjón A. Kristjánsson, skipstjóri og formaður Farmanna- og fiski- mannasambands íslands taki þátt í kaupunum og yrði hann þá væntanlega skipstjóri á hinu nýja skipi. Þegar blaða- maður Vf innti Guðjón frétta af þessu máli sagði hann að þetta væru aðeins hugmyndir sem fram hefðu komið en of snemmt væri að segja nokkuð um það hvort af þessu yrði. AÐ forstjórar rækjuverk- smiðjanna þriggja sem gera Hafþór út á veiðar hafi ásamt útgerðarstjóranum farið til Reykjavíkur í síðustu viku til að ræða við forráðamenn Hafrannsóknarstofnunar um framlengingu leigusamnings- ins á skipinu, en hann rennur út í mars á næsta ári. Útgerð- armenn skipsins hafa lagt í þó nokkurn kostnað við að koma upp tækjum um borð í skipinu og vilja gjarnan kaupa það, en Hafrannsóknarstofnun vill ekki selja að svo stöddu. Lík- legt er hins vegar að leigu- samningurinn fáist fram- lengdur. BILALBIGA Nesvegi 5 — Súðavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavik — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.