Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 8
Kvennaknattspyrna: r Enn syrtir í álinn Það syrti enn í álinn hjá kvennaliði ÍBÍ í knattspyrnu þegar það tapaði 7 — 1 fyrir liði Vals í 1. deildinni sd. föstudag. Stúlkurnar hafa þá tapað 5 fyrstu leikjunum í Islandsmót- inu og þarf mikij að koma til ef þær eiga að halda sér í deild- inni. Aðspurður um hverju þetta afhroð sætti sagði Jóhann Torfason, þjálfari liðsins, að í það vantaði margar þeirra stúlkna sem verið hefðu burð- arásar þess í fyrra, þ.á.m. tvær landsliðskonur. I stað þeirra hefðu komið stúlkur sem litla undirstöðu hefðu í íþróttinni. Næsti leikur liðsins var fyrir- hugaður á sunnudaginn, gegn KA hér heima, en þegar Vf hafði tal af Jóhanni á þriðjudag vestfirska FRETTaBLADIS hefur heyrt Að í kvöld kl. 21:00 muni Al- bert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, taka fyrstu skóflu- stunguna að stjórnsýsluhús- inu á ísafirði. Að hljómsveitin Grafík, sem nú er komin á heimaslóðir, hafi horfið frá því að gefa út 5 laga plötu núna í júlí. í staðinn muni vera ætlunin að gefa út stóra plötu fyrir jólin. Enn- fremur hefur verið ákveðið að hljómsveitin haldi tvenna tón- leika í Danmörku, í Kaup- mannahöfn og Árósum, 23. og 24. ágúst n.k. Og hver veit nema hljómsveitin sjáist á Silfurtorgi um helgina. Að Alþýðubandalagið hafi farið í ferð til Djúpuvíkur um síðustu helgi. Á bakaleiðinni hafi orðið á vegi þeirra boli einn mikill og hafi Kjartan Ólafsson tekið sér spýtu í hönd til að reyna að bola honum burt. Segir sagan að nautið muni þarna hafa séð rautt, en ekki seljum við þessa sögu dýrari en við keyptum hana. Að Belgunum sem í síðustu viku komu til að gera við sjálfvirka símann í Djúpinu hafi tekist á einni viku að gera það sem íslenskir símvirkjar hafa verið að basla við vikum saman, nefnilega að koma kerfinu í þokkalegt ástand. Að forráðamenn frystihússins á Þingeyri hafi engan áhuga á að fá þær 11 konur sem enn eru í verkfalli til vinnu á ný. Segja þeir að fjarvera þeirra hafi haft þau áhrif að miklu betri vinnufriður ríki í frysti- húsinu. Segja þeir konurnar aldrei hafa verið til friðs og eigi ekki heima á vinnustöð- um innan um annað fólk. Yfirmenn frystihússins segja refsibónusinn hafa verið nauðsynlegan vegna þess að ef ekki hafi verið sérstakt eftirlit með áðurnefndum konum hafi þær skilað inn gallaðri vöru. Þegar þær væru farnar væri hugsanlega hægt að leggja þennan bónus niður. Ekki er búið að reka konurnar 11, en búist var við ákvörðun um það í dag. var hann að reyna að fá leikn- um frestað fram á mánudag vegna meiðsla sem hrjáð hafa liðið að undanförnu. vestfirska FRETTABLASID Fjölbreytt Isafjarðarhátíð Ísafjarðarhátíð verður haldin um helgina. Segja má að hátíðin nú sé nokkurs konar samblanda af Ísafjarðarhátíð þeirri sem haldin var 1982 og Markaðs- dögunum sem efnt var til í fyrra. Af sjálfu leiðir að dagskrá dag- anna verður hin fjölbreyttasta, bæði á sjó og landi. Sjóstangaveiðimenn munu þjófstarta hátiðinni með kynn- ingarkvöldi að Uppsölum í kvöld klukkan 20:30, en bæjar- stjórinn mun svo setja hátíðina formlega um fjögurleytið á föstudag. Sjóstangaveiðimenn róa svo frá Bolungarvík föstu- dag og laugardag kl. 07:00, en koma þar að milli 3 og 4 síð- degis. Laust eftir hádegi á föstudag er von á Snarfaramönnum úr Reykjavík í hópsiglingu af hafi og inn á Poll. Ef að líkum lætur fara félagar þeirra úr Sæfara á móti þeim út í Djúp og fylgja þeim til hafnar. Um tvöleytið á morgun verð- ur Silfurtorgi og aðliggjandi götum lokað fyrir bílaumferð og götusalar fara að koma sér fyrir. Á torginu leika trúbadorar á hljóðfæri sín, dansarar dilla sér og hljómsveit leikur, hugs- anlega hljómsveitin Grafík. A.m.k. fjögur bílaumboð sýna bíla og áhugafólk um byggingu tónlistarskóla á ísafirði verður með hressingu, bæði líkamlega og andlega. Alls konar varn- ingur verður á boðstólum og ef ástin blómstrar verður gull- smiður á staðnum til að smíða mun síðan verða hér í við- bragðsstöðu meðan Djúprallið fer fram. Um tvöleytið byrjar markað- urinn aftur á Silfurtorgi og Frá markaðs dögum á Silfurtorgi í fyrra Verður gamla sjúkrahús- ið gert að safnahúsi — hentar ekki sem elliheimili, segir forstöðumaður elliheimilisins hringana. Um kvöldið verða dansiböll að sjálfsögðu. Um hádegisbil á laugardag fara hraðbátarnir í Djúprallinu að koma sér fyrir við rásmarkið á Pollinum. Kl. eitt þjóta þeir af stað, en um það leyti mun þyrla frá varnarliðinu birtast og sýna björgun manna úr sjó. Hún verður ýmislegt til skemmtunar þar til hraðbátamir koma aftur úr Djúpinu, væntanlega um fjögurleytið. Menn geta brugðið sér á hestbak, eða farr með hraðbáti um Pollinn. Byggða- safn Vestfjarða verður opið og myndlistarsýning Söru Vil- Framhald á bls. 7 Eftir tvö ár mun gamla sjúkrahúsið á ísafirði væntan- lega ljúka sínu hlutverki, því þá á það nýja að vera fullbúið. Um nokkurt skeið hafa menn velt því fyrir sér til hvers brúks ætti að taka gamla sjúkrahúsið þegar það losnaði. Tvær hugmyndir hafa verið i gangi, annars vegar að gera það að elliheimili, hins vegar að safnahúsi. í fyrra var gerð könnun á því hvort húsið hentaði sem safnahús og varð niðurstaðan jákvæð. Sem kunn- ugt er býr bókasafnið á ísafirði við mjög þröngan kost og hefur stjóm þess lagt ríka áherslu á að tekin verði ákvörðun um framtíð gamla sjúkrahússins sem fyrst, þannig að hægt verði að skipu- leggja framtíð safnsins með til- liti til þess. Enn hefur bæjar- stjórn þó ekki tekið málið fyrir. Kristján Jónasson, forseti bæjarstjórnar, sagði að fyrir alllöngu hefði verið samþykkt í bæjarstjórn að gerð skyldi könnun á því hvort húsið hent- aði fyrir safnahús annars vegar og elliheimili og hjúkrunar- heimili hins vegar. Síðarnefnda úttektin hefði aldrei verið unnin og því hefði ekki verið tekin á- kvörðun um málið í bæjar- stjórn. Samt sem áður taldi hann ákvörðunar að vænta fyrir haustið. Ásdís Magnúsdóttir, for- stöðumaður elliheimilisins, tel- ur gamla sjúkrahúsið ekki góð- an kost fyrir elliheimili. „Það þyrfti mörgu að breyta, setja lyftu í húsið og fleira. Og ég sé ekki annað en það yrði ofboðs- lega dýrt í rekstri. Það eina sem gildir og átti reyndar að vera íöngu búið að gera, er að byggja almennilegt elliheimili með nú- tímalegu sniði. „Aðspurð sagði Ásdís slíkt elliheimili þurfa að vera á einni hæð. Kristján Jónasson taldi hag- kvæmast fyrir bæjarfélagið að gamla sjúkrahúsið yrði safna- hús. „Við þurfum nýtt húsnæði fyrir bókasafnið, núverandi húsnæði er alltof þröngt miða3 við bókakost og þau umsvif sem þetta bókasafn hefur. Sam- kvæmt lögum byggist bókasafn nær eingöngu af bæjarfélagi, en stór hluti byggingarkostnaðar hjúkrunarheimilis er greiddur af ríki. Af því ísafjarðarbær á gamla sjúkrahúsið er því miklu heppilegra að breyta því í safnahús. Hins vegar er ekki komið að því og ákvörðun sem yrði tekin núna mundi sáralitlu breyta.” Kristján gat þess og að nýja sjúkrahúsið yrði það stórt að hluti annarrar deildar þess gæti hugsanlega gegnt hlutverki hjúkrunarheimilis, þannig að ekki væri víst að þörf yrði fyrir nýtt elliheimili á næstu árum. „Það vita allir af hverju af- koma frystihúsanna á Vest- fjörðum var fyrir neðan með- altal á síðasta ári,” sagði einn viðmælandi blaðsins og átti við lélega stjórnun fiskveiða. Annar tók í sama streng og lagði til að þeir skipstjórar sem ekki létu að stjórn yrðu sendir á hæli. Ekki meira um það. BESSI seldi 145 tonn í Hull á mánudaginn og var meðal- verð 37,01 kr. Hann lagði af stað heim á þriðjudagskvöld. GUÐBJARTUR var væntan- legur um hádegið í gær með um 130 tonn. PÁLL PÁLSSON kom á mið- vikudag með um 170 tonn af blönduðu og fer hluti aflans í gáma. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON landaði á fimmtudag í síðustu viku um 185 tonnum og fór helmingurinn í gám. Hann er væntanlegur til hafnar á laugardag. GUÐBJÖRG landaði 188 tonnum í lok síðustu viku, þar af fóru 76 tonn í gám. Hún var væntanleg í land í morgun. HEIÐRÚN er að hefja veiðar eftir siglingu. SÓLRÚN er að veiða rækju á Dohrnbanka. DAGRÚN var að landa 110 tonnum í gær. ELlN ÞORBJARNARDÖTTIR landaði s.l. föstudag 142 tonnum. SIGURVON frá Suðureyri seldi tæp 40 tonn af kola og ýsu í Grimsby s.l. fimmtudag, meðalverð 48 kr. GYLLIR kom á mánudag með um 100 tonn og hefur legið í höfn með aflann síðan. SLÉTTANES var væntanlegt í gær með um 120 tonn. SÖLVI BJARNASON landaði um 120 tonn þriðjudag. TÁLKNFIRÐINGUR landaði um 150 tonnum sama dag. SIGUREY landaði einnig á þriðjudag, um 130 tonnum. VESTRI frá Patró landaði um 90 tonnum af grálúðu í gær. BILALEIGA Nesvegi 5 - Súðavík S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Miklatorg S 91-25433 Afgreiðsla á Isafjarðarflugvelli a 94-4772 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.