Sagnir - 01.06.1999, Síða 33

Sagnir - 01.06.1999, Síða 33
Vinjar og vn Tilgátu Lönnroths þess efnis að maður frá Bretlandseyjum eða Noregi hafi gefið Vínlandi nafn, og þá gefið því nafnið Vinland, rekur Holm ofan í Lönnroth með því að segja: Frá Noregi eða Írlandi gæti þessi maður ekki hafa komið, hver svo sem hann var. Vin-nöfnin á Orkneyjum og Hjaltlandi vísa ekki til þess að vin- hafi verið lifandi eða í notkun þar í kringum árið 1000. Báðar þessar eyjar byggð- ust norrænum mönnum í byrjun 8. aldar ... er vin- var alveg örugglega enn í notkun sem kenninafn og/eða ending í staðarnöfnum í Noregi.11 Aðalsteinn Davíðsson og Einar Haugen höfðu áður komist að sömu niðurstöðu og Holm. Þeir benda enn fremur á að þeg- ar það tíðkaðist að nota vin- í staðarnöfnum þá hafi það yfir- leitt verið notað í enda orðs en ekki sem forskeyti.12 Þó að enginn geti alfarið neitað þeim möguleika, segir William Hovgaard, að ákveðin goðsöguleg minni kunni að hafa fundið sér leið inn í Vínlandssögurnar verður það að telj- ast harla ólíklegt. Þegar menn eru farnir að halda því fram að sögurnar séu algjörlega byggðar upp á gömlum goðsögum er mál að linni.13 Alan Crozier minnir einnig á að þegar Frakkinn Jaques Cartier sigldi upp ána St Lawrence árið 1534 þá tók hann það sérstaklega fram að villi- korn, sem líktist höfrum, og vínber uxu í miklu mæli beggja vegna árinnar. „Þetta sýnir að við þurf- um ekki að verða tortryggin í hvert skipti sem vínber og villt korn er nefnt í sömu andránni.“14 Vinland og beitilönd Íslenskur sagnfræðingur, Magnús Stef- ánsson, kom með nokkuð nýstárlega kenningu varðandi upprunalegu nafn- giftina fyrir skömmu. Hann sagði að landinu hefði verið gefið lýsandi nafn, eða nafn eftir landskostum líkt og gert hefði ver- ið á Hellulandi, Marklandi og Íslandi. Vín- land, nafn sem fengi menn til að hugsa um vínber og vín og Íslendingar og Grænlending- ar tengdu við framandi mataræði og drykkju- menningu, var ekki lýsandi nafn. Líklega hefðu norrænir menn ekki einu sinni talið vín- ber til landkosta eða landsgæða. Vinland, þar sem nafnið gaf til kynna góð beitilönd var á hinn bóginn í samræmi við þankagang og menningu norrænu landnemanna. Á þeim slóðum sem landkönnuðirnir fóru um voru einmitt mikil og góð beitilönd og því lá bein- ast við að kalla landið eftir þeim kostum, Vin- land. Það var síðan fyrir misskilning að Vín- land varð nafnið sem landið var þekkt fyrir. Sá misskilningur kom upp vegna þess að Adam frá Brimum og að öllum líkindum heimildarmaður hans, Sveinn Úlfsson Dana- konungur, túlkuðu forskeytið vin- í merking- unni beitiland sem drykkinn vín. Mistúlkun þessi kom til vegna þess að í fornnorrænu var ekki framburðarmunur á sérhljóðunum i og í eins og í dag, aðeins lengdarmunur. Eftir að þeir félagar, Adam og Sveinn, höfðu mistúlkað nafn Vinlands á þennan veg festist nafnið Vínland við landið og ævintýralegar sögur spunnust upp um það og landkosti þess til útskýringar á nafn- giftinni.15 En hversu framandi var vín og vínmenning Íslendingum og Grænlendingum á tímum Ameríkusiglinga? Crozier bendir réttilega á að vín er mikilvægur þáttur í helgiathöfnum kirkj- unnar og kristni var lögtekin í löndunum tveimur um árið 1000. Í Eddukvæðunum kemur vín einnig fyrir sem kenning fyrir blóð. Þrátt fyrir að vín hafi ekki verið hluti af hinu dag- lega lífi Íslendinga og Grænlendinga á þessum tímum var það vissulega hluti af þeirra evrópska hugmyndaheimi. Miðað við hinar fornu íslensku ritheimildir þá er það orðið vin í merking- unni beitiland sem er meira framandi. Það kemur aldrei fyrir á meðan orðið vín er tiltölulega algengt. Hann bætir við: Og ef *vin var lifandi [í tungumálinu] á Íslandi án þess að hafa nokkurn tíman verið skjalfest, eins og Magnús gefur í skyn, þá hefði nafnið átt að hafa verið *Vinja(r)land. Ef maður gerir ráð fyrir að Græn- lendingar og Íslendingar þekktu orðið, verður maður einnig að gera ráð fyrir að þeir hafi kunn- að að búa til samsettningar úr orðinu.16 Um misskilninginn á vin og vín sem Magnús eignar Adam og Sveini segir Crozier að það sé vissulega möguleiki á því að Adam hafi geta ruglað saman löngum og stuttum sér- hljóða, enda móðurmál hans ekki norræna. En fyrir dönsku heimildarmenn hans hefði munur- inn verið augljós. Lengdarmunurinn einn og sér er nógu mikilvægur til þess að greina þar á milli.17 Á þetta hefur Wahlgren einnig bent áður: „Munurinn á löngum og stuttum sér- hljóða - i og í - er svo skýr fyrir Íslendingi, jafnvel í dag, að enginn Íslendingur hefði möguleika á að rugla þeim saman.“ 18 Magnús gerir ráð fyrir þess háttar gagnrök- um í lok greinar sinnar og minnir á að þó Sagnir 199932
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.