Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 30. apríl 1992 iVESTFIRSKA1 Orkubú Vestfjarða ÚTBOÐ Fyrir hönd Orkubús Vestfjarða óskar Tækniþjónusta Vestfjarða eftir tilboð- um í smíði og fullnaðarfrágang á 365 m2 og 1067 m3 íbúðarhúsi að Mjólká í Arnarfirði. Húsið er úr steinsteypu, kjallari og ein hæð með sambyggðri bílgeymslu. Hæðina og bílgeymsluna skal einangra og klæða utan með litaðri stálklæðn- ingu. Verklok: 31. ágúst 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Tækni- þjónustu Vestfjarða, Austurvegi 1, 400 ísafirði, frá og með 30. apríl 1992, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Orku- bús Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 ísa- firði, mánudaginn 18. maí 1992 kl. 14.00. Tækniþjónusta Vestfjarða hf. Austurvegi 1 400 ísafirði, sími 94-3902. Jens í Kaldalóni: Stiklað á stóru um samein- ingu sveitarfélaga - og fleira MENNTASKOLINN Á ÍSAFIRÐI Húsvörður óskast Mann vantar til að leysa af húsvörð skólans nú þegar. Upplýsingar veitir undirritaður. Skólameistari. Hvað er það sem brýst um í huga okkar elskulega félags- málaráðherra - þegar hún finnur það háleitasta markmið með sér þróast, að sameina í eina sæng sveitir, þorp og bæi í eitt feiknalegt ferlíki? Kannski allt sýslufélagið í eitt kærleiksheimili, ef svo bæri undir. Er þetta kærleikur til ein- stæðingsins, sem í erfiðleikum tilveru sinnar stendur vegalaus frammi fyrir þeirri islensku ráðstjórn, sem á ailan hátt hefur svo þrengt að aðstæðum hans, lífi og starfí, að fyrir- munað er að bjarga sér á þeim nótum sem stjórnvöldin hafa boðið okkur uppá, eftir að dansa, undanfarna áratugi? EIN DÝRÐLEGASTA LAUSNIN, ÍÖLLU ÞF.IRRA ÁSTANDI... Til dæmis átti það að vera ein dýrðlegasta lausnin á öllum vandamálum Súgfirð- inga og Bolvíkinga, í öllu þeirra ástandi, að sameinast í eina sæng sveitarfclags, sem enginn vissi nú raunar hvað átti að verða stórt, en manni skildist um alla Vestfirði jafnvel, þá virtist sem öll vandamál myndu leysast í sólgliti nýrrar aldar í félags- og samhjálparmálum nýrra tíma, enda þótt enginn vissi úr hverjum rótum sprottið var, eða vissu hversu þær rætur djúpt mættu í allri velferð svo þróast, að af sér stæðu stór- viðrin í framvindu sinna daga, þá er á skyldi reyna hve stofn- inn sá sterkur vera kynni. í öllum þeim sviptivindum framtíðarinnar, sem enginn vissi heldur hve sterkir kynnu á að taka þcim ósköpum öllum. AÐALFUNDUR Aðalfundur Hótels ísafjarðar fyrir árið 1991 verður haldinn á Hótel ísafirði miðvikudaginn 13. maí nk. kl. 16. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Tillögur sem leggja skal fyrir aðalfund skal af- henda stjórninni viku fyrir fundinn. Stjórn Hótels ísafjarðar hf. FEIKNALEG UNAÐSKENND HLÝTUR AÐ LF.IKA UM HÉRAÐIÐ... Nú glitrar það í hugskotum vissra manna, að samcina skuli ísafjarðarbæ í eitt sveit- arfélag allar Hornstrandir austur að Geirólfsgnúp til og með Snæfjallahreppi, þar sem Kaldalón og Hrolleifsborg skulu landa- eða hreppamörk verða, en þaðan skulu innað ísafjarðará í ísafirði önnur hreppamörk gilda, eftir að búið væri að kippa Nauteyrar- hreppi undir hendi sér norður í Strandasýslu, og sameina Hólmavíkurhreppi. Feiknaleg unaðskennd hlýtur að leika hér um héraðið, þá búið yrði að skapa þennan undraheim í öllum þeim lystisemdum og nýjum andlitum til stjórnunar allrar í víðfeðmi þeirrar visku sem þá liggur við fótum hvers einasta íbúa, og ekki síður hinna sem að mundu koma. BLAÐURRÁÐANDI EINFELDNINGA... En bara þeir, sem til þekkja, og nokkra þá reynslu hafa á landsins gögnum, standa svo gáttaðir útí víð- feðmi þeirrar andskotans vit- leysu og kjaftæðis um allt og ekkert, að mann setur hljóðan við þeim hugrenningum sem ráðandi einfeldningar blaðrað geta um allt og ekkert. og enga minnstu grein gera sér fyrir afleiðingum gerða sinna, í augnabliks hverflyndi sinna daga, og alltof margar um- snúnar handabakaákvarðanir þeirra geta svo umsnúið til- veru þegnanna, að útúr verði sú eyðimerkurganga sem erfitt er yfir að feta og endar með skelfingunni einni saman. En það er ekki hægt að ætl- ast til minna, en að þeir, sem allir vita að hent hefur verið útaf vegferð sinnar tilveru, séu látnir í friði fyrir opinberum uppboðum um staðfestu og til- urð sinnar framtíðar, svo sem áður voru upp boðnir þeir sem ómagar kallaðir voru, þá svo í búri þeirra harðnaði að ekki áttu fyrir sig og sína. LEIÐIN HEFUR EKKERT LENGST... Það er svo oft búið að sýna sig í öllu okkar daglega lífi, að eftir því sem einingin er stærri, eftir því er einræðis- kenndin einbeittari og áhrifa- ríkari. Þeir sem á jaðrinum búa látnir verða útundan og skör lægra settir í öllum þeim málum sem eitthvað þá snertir. Það sýnir sig t.d. nú, að ýjað skuli vera að því sem sjálfsögðum hlut, að þeir tveir bændur sem nú búa með 40-50 kýr í Snæfjallahreppi, skuli hætta því dútli, byggt á þeim vísindum, að það sé of dýrt að sækja til þeirra mjólkina. En vel að merkja, að þessi leið hcfur ekkert breyst eða lengst síðan oft og mörgum sinnum að þessi staður hefur verið lífs- björg ísafjarðarkaupstaðar til að ná í neyslumjólk tímunum saman, sem engin leið hefur verið að fara út í Bolungarvík eftir mjólk, hvað þá heldur vcstur á firði, en báturinn hvað ofaní annað orðið að snúa við í Bæjum vegna áveð- urs, en það er þá venjulega farið að syrta í álinn þá hann hefur snúið við í sínum ferðum. SEM EYÐIMERKURHJARN... Ég þekki ekki dæmi þess á landi hér að mjólk sé ekki sótt heim í hlað til þeirra á bfl, sem Itana framleiða, hvará landinu sem er. Væri því ekki agnar- ögn mannlegra, og landinu til betri heilla, að reisa þar við hellu til stuðnings, en að bola bændum frá vel hýstum og á allan hátt blómlegustu býlum, skilja þau ógnardýru mann- virki öll eftir sem eyðimerk- urhjarn, og segja bara: Það var svo dýrt að sækja mjólkina til þeirra, og við sameinum þetta bara stærra svæði, þá er allur vandi leystur. RÁÐLAUSAR SÁLIR SEM LOSNA ÞYRFTI VIÐ ÚR RÁÐRÍKISSTÓLUNUM... Það man heldur ekki jafnan kýrin að kálfur hafi verið, en í þessum báðum sveitum. Nauteyrar- og Snæfjalla- hreppum, var uppspretta að þeim stórkostlegustu um- skiptum í lífssögu þessa héraðs, upphafi að mjólkur- sölu til ísafjarðar, samskiptum og afkomu allri, að það var eins og opnast hefði ný veröld og nýtt líf, því mjólkurleysi þeirra tíma var sú hrikalegasta plága, að neyðarlífi líktist í allan máta, og gera sér ekki allir grein fyrir slíkum hlutum nú í dag. En ég þekki þessa sögu persónulega, þótt ekki reki ég hana hér, en þá leituðu framtakssamir menn til að lifa lífinu og bæta það, en ekki að deyja drottni sínum með þá einu hugsjón í höfði sér að flytja hvora sveitina af annarri í þann takmarkaða náðarfaðm hinnar, annaðhvort í aðrar sýslur eða kaupstaði, sem svo þaðan í frá væru álitnir sömu stéttar í flestum efnum sem sveitarómagarnir áður fyrr, því við þekkjum andana sem yfir okkur svífa í þeim efnum, þeir hafa ekkert endurfæðst í öðru formi. En þeir sem nú sjá ekkert annað en að moka öllum þeim feiknalegu verð- mætum á öskuhaugana sem liggja í búi og bæjum þjóðar- innar vítt og breitt um landið eru nl. þær ráðlausustu sálir, sem fyrst þyrfti að losna við úr ráðríkisstólunum, því þeir hafa aldrei það skyn til að bera eða þá framsýn sem þarf til að velta þeim hroða ofanaf þjóð- arlíkamanum sem alltof lengi hefur hrjáð og drepið þann einstæða kraft sem blundað hefur í tilveru manna, en þó líklega aldrei uppprjónaður sá möttull vitlausari né verið gerður en um þessar mundir gerist. Guð gefi öllum lands- mönnum gleðilegt sumar. Jens í Kaldalóni. TIL SÖLU Ford Econoline Club Wagon árg. 1985, 6,9 L dísel, háþekja, nýsprautað- ur. Toppeintak. S. 4271 á kvöldin. TIL SÖLU Mazda 626 árg. '83. Bíll í góðu standi, fæst á mjög góðum kjörum ef samið er strax. Skipti á ódýrari koma til greina. Uppl. í s. 4790 e.kl. 19, Björn. TIL SÖLU á mjög góðu verði: Hjóna- rúm, unglingarúm og sófa- borð. Uppl. í s. 3105 e.kl. 19. ÓDÝR BÍLL Til sölu Citroen árg. 1981 í fínasta lagi. Fæst á afar sanngjörnu verði. S. 3223 eða 4554. MÓTORHJÓL Til sölu Kawasaki GP2 750, árg. '88. Verð kr. 400 þús. stgr. Uppl. í s. 3720. JR VÍDEÓ Viðskiptavinir athugið! Vegna flutninga verður lokað föstudaginn 1. maí. Opna aftur laugardaginn 2. maí að MánagÖtU 6 (við hliðina á Gosa) kl. 20.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.