Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 5
iVESTFIRSKA' Fimmtudagur 30. apríl 1992 5 Norrænir dagar á ísafírði um helgina: Norræna upplýsingaskrif- stofan opnuð á laugardaginn — og sýning fínnskra listamanna í Slunkaríki í niorgunkaffi á Hótel ísafirði: Framkvæmdastjóri Norræna félagsins á íslandi, Sigurður R. Símonarson, og nýráðinn for- stöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar, Kristjana Sig- urðardóttir. Fiskverkunarhús Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu fiskverkunarhús við Aðalgötu 59, Suður- eyri, áður eign Köguráss hf. Um er að ræða 550 ferm. tvílyft stálgrind- arhús á steyptum grunni og selst húsið í því ástandi, sem það nú er í. Allar nánarkupplýsingar eru veittar á skrif- stofu Fiskveiðasjóðs íslands, Suður- landsbraut 4, Reykjavík. Frestur til að skila tilboðum á skrifstofu sjóðsins rennur út kl. 16.00 þann 8. maí nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS Sudurlandsbraut 4, Reykjavík Sími 91-679100. Bændur athugið: Samtökin Röst - félagsfundur/ aðalfundur Röst, samtök um eflingu landbúnaöar og byggöar í landinu, boöa til aöalfundar aö Hrafnagili í Eyjafirði hinn 3. maí nk. kl. 10 árdeg- is. Dagskrá: 1. Formaður flytur skýrslu stjórnar. 2. Prófessor Sigurður Líndal kynnir ritgerö sína um framleiðslustjórnun í landbúnaöi. 3. Gunnar Páll Ingólfsson kjötiðnaöarmeistari fjallar um vöruþróun, markaðs- og sölumál búvara. 4. Sigfús B. Jónsson frkvstj. Ferskra afuröa á Hvammstanga fjallar um sjóðakerfi landbún- aðarins. 5. Almennar umræöur. 6. Kosningar. Nýir félagar velkomnir. Stöndum vörð um hags- muni bændastéttarinnar og strjálbýlisins. Stjórnin. Stjórn samtakanna skipa: Ámundi Loftsson, Lautum, Reykdælahreppi, Kári Þorgrímsson, Garði, Mývatnssveit, og Kristján H. Theódórs- son, Brúnum, Eyjafjarðarsveit, ogveitaþeirallar nánari uppiýsingar. Lóur komnar til Isa- fjarðar og Bolungarvíkur —þrátt fyrir misjöfn lendingarskilyrði DJÚPHREINSUN ÁTEPPUM ÞURRHREINSUN - Engin bleyta - vönduð vinna - góður ilmur DJÚPHREINSUN Á HÚSGÖGNUM Tökum aö okkur aö hreinsa og pússa leðurhúsgögn DJÚPHREINSUN ÁDREGLUM 0G M0TTUM allt frá 1/2 m2 upp í 10-12 m2 Góð aðstaða HREINSA 0G DJÚPHREINSA BARNAVAGNA 0G KERRUR á staðnum. Góð aðstað? BÍLAHREINSl'Itl Þvottur, bón rg þrif að innan. Djú'>nreinsum sæti, teopi, hliðar, topp og skott Aðstaða til sjálfs- þjónustu við hreinsun REIÐHJÓLAVIÐGERÐIR 10% AFSLÁTTUR af allri þjónustu til mánaðamóta GLUGGAHREINSUN — teflonhúðun á eftir Bíla- og teppahreinsun Skeiði, sími 3586 og 4659 Opið kl. 10-19 alla daga nema sunnudaga Opið laugardaga kl. 10-17 VÉLSLEÐI Til sölu Polaris Indy 650, árg. ’88. Góður sleði á góðu verði. Uppl. í s. 94-7318 eða 91- 674764. IBÚÐ ÓSKAST Óska eftir að taka á leigu 3ja herb. íbúð á ísafirði. Upl. í s. 3074. BOLUNGARVÍK íbúð óskast á lelgu í Bol- ungarvík sem allra fyrst. Uppl. gefur Inga í síma4071. TIL SÖLU Ford Bronco árg. ’66-’74. Elnnig VW Golf ’82, selst ódýrt. S. 4451. ÍBÚÐ TIL LEIGU Til leigu 3ja til 4ra herb. íbúð á ísafirði. Uppl. í s. 4446 eða 4011. ÓSKA EFTIR ódýrum og góðum bíl, á bil- inu 100-150 þúsund stað- greitt. S. 7317. Það má með sanni segja að norrænir dagar verði á Isafirði um helgina, og rekur þar hver atburðurinn annan: Sam- bandsstjórnarfundur Norræna félagsins, opnun sýningar finnskra listamanna í Slunka- ríki og síðast en ekki síst er almenningi boðið að vera við opnun Norrænu upplýsinga- skrifstofunnar í Stjórnsýslu- húsinu á laugardaginn, en Kristjana Sigurðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður skrifstofunnar. Á föstudaginn verður hald- inn á ísafirði fundur sam- bandsstjórnar Norræna félags- ins á íslandi, og koma hingað 15 manns af því tilefni. For- maður félagsins er Haraldur Ólafsson, varaformaður Gylfi Þ. Gíslason, gjaldkeri Krist- jana Sigurðardóttir, og fram- kvæmdastjóri Sigurður R. Símonarson. Kl. 14.00 á laugardaginn verður opnuð í Slunkaríki list- sýning tveggja finnskra lista- manna. Síðar á laugardaginn, eða kl. 16.00, verður síðan hátíð- legathöfn í Stjórnsýsluhúsinu, 2. hæð, þegar Norræna upp- lýsingaskrifstofan verður opnuð. Fólki verður þar kynnt starfsemi skrifstofunnar og tveir vísnasöngvarar skcmmta, þau Hannc Juul (sem er ísfirðingum að góðu kunn) og Jan Olof Andersen. Það cr von þeirra scm að norrænu samstarfi standa, að með tilkomu skrifstofunnar verði unnt að koma á meiri kynnum og tengslum milli Norðurlandanna og Vest- fjarða, ekki síst að unnt verði að kynna ísafjörð og Vestfirði fyrir frændum okkar og vinum handan við hafið. Staða forstöðumanns Nor- rænu upplýsingaskrifstofunn- ar var auglýst snemma í vor, og á fundi sínum fyrir nokkru samþykkti framkvæmdastjórn Norræna félagsins á Islandi að ráða Kristjönu Sigurðardóttur í Hraunprýði til að gegna starfinu. Fyrstu lóurnar eru komnar til að kveða burt það sem eftir er af snjónum hér vestra, a.m.k. í grennd við kaupstaðina. Ein lóa sást við Hafrafell í Skutuls- firði um miðja síðustu viku, sennilega í aðflugi til lendingar, og núna á mánu- dag var einmana lóa, kannski hin sama, á vappi í fjörunni austan við Isa- fjarðarflugvöll. Fimm lóur sáust síðan á flugi rétt við Ósá í Bolung- arvík. Þeim hefur e.t.v. verið snúið frá ísafjarðar- velli vegna misvindis eða óhagstæðrar vindáttar, eins og gengur, og verið á leið til lendingar í Bolungarvík í staðinn, en þar eru veður- skilyrði oft betri. þótt flugbrautin sjálf sé styttri og ómalbikuð. Fermingartilbod á hljómtækjasamstæðum! Mikið úrval ferðatækja og hljómtækja Pioneer samstæða með geislaspilara frá kr. 49.900 stgr. Elta frá kr. 15.900 stgr. Elta samstæða með geislaspilara frá kr. 29.900 stgr. Fisher vídeóupptökuvélar á góðu verði 28“ sjónvörp, Grundig og Luxor, með Nicam stereói, textavarpi og gervihnattamóttakara 14“ Sharp sjónvarpstæki með fjarstýringu Á vídeóleigunni eru alltaf nýjustu spólurnar, frá kr. 250 eldri titlar. Hljómborg Hrannargötu 2, ísafirði, sími 3072.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.