Jökull


Jökull - 01.12.1963, Blaðsíða 34

Jökull - 01.12.1963, Blaðsíða 34
V. Hofsjökull 1961/62 1962/63 Nauthagajökull : 5 ? Múlajökull 38 ? VI. Kerlingarfjöll Loðmundarjokull 3 ? VII. Langjökull F’úlakvísl (Þjófakrókur) 1961/63 (2 ár) ■át, 59 Hagavatnsjökull vestari -t- 90 ? — eystri 1961/63 (2 ár) . -r- 155 VIII. Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull 1959/62 (3 ár) 4- 45 ? ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR. Reykjafjaröarjökull. Þrátt fyrir kalt sumar hopaði hann um 92 m. „Er orðið æði bratt við jökulröndina og sporðurinn þunnur langt upp eftir. Tveir fossar eru komnir í ljós í ánni, ann- ar hefur rétt sloppið undan í sumar, en hinn var kominn í íyrrahaust,“ segir Guðfinnur Jakobsson, sem mældi jökulinn 2. okt., þótt jörðin sé nú fallin í eyði. Snœfellsjökull. Þar mældi Haraldur Jónsson í Gröf 21. sept. Þá var kominn snjór og erfið að- staða til mælinga. Gígjökull. Þar mældi Axel Piil 17. júlí. Verð- ur að viðhafa þrihyrningamælingu, því að ómögulegt er að komast að jökulbrúninni fyrir lóninu framan við. Sólheimajökull. Vestursporðurinn hafði hopað um 50 metra. Lítið lón, um 50 m breitt, var framan við jökulinn. Meðfram því var 10 m breið slétt brík, en jökullinn allbrattur upp frá henni, þótt ekki væri hann sprunginn. Brík þessi líkist mjög undirvarpi. Hannes á Núpsstað getur þess, að Súla sé vatnsmeiri en hann eigi að venjast og gizkar á, að nú orðið renni jafnt og þétt úr Grænalóni milli fjalls og jökuls. Aður stóð Grænalón uppi og safnaði i sig vatni milli hlaupa. Skeiðarárjökull lækkar ár frá ári heiman frá Skaftafelli að sjá, segir Ragnar Stefánsson. Að framan sést hausinn niður að skriðum og inn að Hvirfildalsskarði. Árið 1936 sást aðeins ofan á fremsta kambinn yfir jökulinn af hlaðinu i Hæðum. Morsárjökul er erfitt að mæla fyrir lóni og miklum aurbunkum á jökulsporðinum. Svinafellsjökull gekk talsvert fram 1962, en hefur staðið i stað í ár og virðist minni gangur í honum, skrifar Guðlaugur Gunnarsson á Svína- felli. Jökullinn er þykkur í brúnina og leysir því seint. I Falljökli hefur verið meiri gangur en að undanförnu, segir Guðlaugur, og er til marks um það, að sumarið 1962 kom upp stór klettur rétt austan við Rauðakamb, en í sumar (1963) sást ekki á hann, en þessa gætir lítt framan í brúninni enn þá. Við Breiðamerkurjökul eru að gerast athyglis- verðar breytingar. Segir Flosi Björnsson þannig frá: „Nýgræðnakvíslar hafa komið úr jöklinum við Mávabyggðarönd, austan megin aðallega, a. m. k. á síðari árum, og hafa myndað þar dálítið lón. Runnið síðan úr því fram sandinn milli Flálfdanaröldu og Nýgræðna. I júnímán- uði (þ. 24.) sl. skiptu þær um farveg og renna nú meðfram jökuljaðrinum austur í Jökulsár- lón. Er svo komið, að þær mynda samfellt lón frá Mávabyggðarönd austur að Esjufjallarönd. Það er að visu mjótt enn þá, um 30—40 m víð- ast hvar. Lónið, sem fyrir var við Mávabyggða- rönd hefur lækkað h. u. b. 7 m við breytinguna. Dálítill hæðarmunur er á þessu nýja lóni og Jökulsárlóni og stutt kvísl á milli — austast. — Þannig er þá lón meðfram öllum Breiðamerkur- jökli vestan Jökulsárlóns nema á stuttum kafla við Breiðamerkurfjall og öðrum við Máva- bygðarönd. Fjallsá hljóp 27.-28. júlí. Hlaupið steig álíka og í fyrra, en stóð skemur, náði hámarki kl. 3 f. m. 28. júlí og var að mestu fjarað, er leið á morguninn. Eftir hlaupið rennur kvíslin [Deild- ará?], sem runnið hefur meðfram Bæjarskeri vestur í Fjallsá, nú beint út í lónið, sem Breiðá kemur úr. — JÖKULL 1963 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.