Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1970, Qupperneq 51

Jökull - 01.12.1970, Qupperneq 51
ustu þrjátíu árin. Meðfylgjandi mynd sýnir, hvernig þvermál fléttanna vex með fjarlægð frá jökulrönd. Stærstu flétturnar eru um 5 cm í þvermál og telur höfundur, að þær sýni að jökullinn hafi gengið lengst fram í lok 19. ald- ar (um 1890), en hörfað síðan. Við Síðujökul eru stærstu fléttur 1—2 cm í þvermál og bendir það til þess að jökullinn hafi gengið lengst fram á þessari öld. Að lokum bendir höfundur á, að fróðlegt væri að gera þessar athuganir við Skeiðarár- jökul, þar sem vel liefur verið fylgzt með hon- um síðustu áratugi. Sv.B. Lega Kötlugjár Það vakti athygli margra, er Sigurjón Rist hélt því fram í grein sinni Jökulhlaup úr Mýr- dalsjökli (Jökull 17. ár, 1967, ísl. textinn), að staðsetning Kötlugjár muni ekki rétt á upp- drætti íslands. Færir hann rök að því, hvar Kötlu sé að leita, samkvæmt nákvæmum mið- ununr frá Vík, meðan á gosinu stóð 1918, og lýsingu þeirra, er síðar gengu að gosstöðvunum. Eru þær að áliti Sigurjóns í nokkurra km fjar- lægð frá þeim stað, sem sýndur er á kortinu, og einmitt þar, sem ketilsigin mynduðust í jökl- inum sumarið 1955. I þessu sambandi kemur mér til hugar, að heimild er fyrir hendi um legu Kötlugjár, raun- ar mörgum tiltæk og eflaust kunn, sem ég hef ekki orðið var, að vitnað væri til, þar sem Kötlu er sérstaklega getið í ritum. Það var að vísu af einskærri tilviljun, að heimild þessi varð fyrir mér, er ég greip ofan í VII. bindi af ritsafni Jóns Trausta, eftir að hafa þá nýlega lesið fyrrnefnda grein Sigurjóns. Þar er m. a. hið síðasta, er J. Tr. skrifaði, nokkur dagbókarbrot „Austur með söndum" (bls. 149—154 í útg. 1962). Segir þar frá ferð með björgunarskipinu „Geir“, er sent var með tunnur og fleiri nauðsynjar til sveitanna milli sanda. Áhugaefni höfundarins, Guðmundar Magnússonar, voru margvísleg, þar á meðal jarð- eldar, og notaði hann því tækifærið til að líta Kötluelda úr nokkru meiri fjarlægð en annars hefði verið kostur. Þarna getur hann þess, er þeir voru við Meðallandssanda, vestan við Skaftárós, hinn 29. október, er gosmökkurinn sást vel, að „yfirmenn skipsins hafa nú mælt legu Kötlu, bæði frá Vestmannaeyjum og héðan, og virtist hún vera: N. br. 63° 37' 5". V. 1. 19° 3' (Greenwich)". Skilyrði til staðarákvarðana skipsins sjálfs munu hafa verið góð, að því er virðist, og því líklegt, að þessi mæling hafi verið all-nákvæm. En hún mun einmitt koma heim við þau rök, sem Sigurjón Rist liefur fært um legu Kötlu- gjár. Kvískerjum, 17. febr. '70. Flosi Björnsson. Heklugos 1970 Kl. 21.23 (± 2 mín.) hinn 5. maí 1970 hófst Heklugos, er varaði til 5. júní. Sprungan eftir háhrygg Heklu opnaðist ekki að þessu sinni. Gosið hófst á sprungum, er gengu út frá rót- um Heklufjalls til SSV (Suðurgígar), SV og NA (Hlíðargígar). Fyrsta kvöldið og nóttina eftir var gosið langmest í Suðurgígum og gosmökk- urinn náði 15 000 m hæð. Aðalgjóskugosið var- aði röskar tvær klukkustundir og myndaði urn 70 millj. m3 af gjósku, er barst til NNV. Gjóska féll á um 40 000 km2 svæði, þar af voru á landi 6 950 km2 innan 1 mm jafnþykktarlínu. Gjósk- an reyndist mjög flúormenguð og var Heklu, með misjafnlega gildum rökum, kennt um dauða allt að 11 000 áa og 6 000 lamba, aðal- lega í Vestur-Húnavatnssýslu og Árnessýslu, og flúoreitrun sögð aðal dauðavaldurinn. Gosinu suðvestan í Heklu lauk á þriðja degi, í Suður- gígum lauk því 10. maí og í Hlíðargígum í Skjólkvíum 20. maí, en samdægurs hófst gos á 900 m langri sprungu 1 km norðan Hlíðargíga og gaus þar til 5. júlí. Nýju Hekluhraunin þekja samanlagt 18,5 km2 og rúmmál þeirra mun vera um 0,2 km3. Hraunin eru andesítísk apalhraun. Sigurður Þórarinsson. JÖKULL 20. ÁR 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.