Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1970, Qupperneq 89

Jökull - 01.12.1970, Qupperneq 89
Skeiðarárjökull austanverður. í bréfi með mælingaskýrslunni segir Ragnar í Skaftafelli: „A síðari hluta sumars 1969 kom smá hæðar- bunga á Skeiðarárjökul í stefnu héðan frá bæn- um séð á HvirfilsdalsskarÖ við norðurenda Lómagnúps. Þessi bunga hjaðnaði að mestu, þegar leið á veturinn. Ef til vill hafa hinar óvenjumiklu rigningar það sumar (1969) haft áhrif á skrið jökulsins, og það orsakað þessa hækkun á jöklinum, sem þó var aðeins stundar- fyrirbrigði. I júlimánuði 1970 kom fram örlítil hækkun á jöklinum aftur á sama stað, þ. e. a. s. í stefnu á Hvirfilsdalsskarð Annars staðar eng- in breyting. Frá mánaðamótunum júlí/ágúst til loka októ- ber hefur fyrrgreind hæðarbunga á Skeiðarár- jökli hækkað það mikið, að nú (19. nóv. ’70) verður að færa sig 7,5 m hærra hér í brekkum Skaftafells til að sjá sömu klapparsyllu handan jökulsins og sást áður en hækkun hófst. Lítils- háttar hækkun má sjá nú á jöklinum í stefnu framan við Lómagnúp. Hins vegar hefur jökull- inn heldur lækkað séð til Súlutinda, og virðist standa í stað við Færinestinda." Skeiðará. Um Skeiðará ritar Ragnar Stefáns- son hinn 19. nóv. ’70: „í ársbyrjun rann Skeið- ará enn tvískipt, bæði í eystri og vestri far- veginum. I janúar lagði ís yfir ána og var hún farin á traustu haldi allt fram um páska. Áin óx hægt og rólega af vorleysingunum og var farið yfir hana á vörubílum fram til mánaða- móta maí—júní. Þegar kreppa tók að ánni af frosti í janúar, þornaði eystri farvegurinn alveg og fluttist vatnið í þann vestri, og hefur það gerzt undanfarna vetur, og bendir það til þess að lítill hæðarmunur sé frá útfalli árinnar og að þeim stað, sem vatnið skiptist undir jökl- inum. Þegar vaxa tók í ánni af vorleysingum og sumarhita, kom fljótlega vatn í eystri farveg- inn. í júní var vatn í vestri farveginum orðiö lítið, ágætt á hestum, þornaði alveg í júlí. í júli var óvenju litið vatn i Skeiðará. Man ég hana vart svo litla í þeim mánuði. Ollu meira vatn var í henni í ágúst, en áin var mjög vatnslítil í september, en í hlýindum og rigningum í lok þess mánaðar óx hún gífur- lega og hélzt mikið vatn í henni þar til að- faranótt 11. okt., að vatn í henni snöggminnk- aði, en þó hélzt allmikið vatn í henni alveg út þann mánuð, þótt það færi smáfjarandi. Skeiðará kemur undan jökli smáspöl frá fjalli. Rennslissvæði hennar er líkt og fyrri ár. Fellur að mestu til sjávar sem áður í einum ósi á austanverðum Skaftafellsfjörum, þó renn- ur nokkurt vatn austur leirurnar í Svínafellsós." Kviárjökull og Fjallsjökull. Flosi Björnsson á Kvískerjum tekur fram í bréfi með mælinga- skýrslunni, að yfirborð þessara jökla sé slétt- ara en haustið ’69 og víðast hvar hafa þeir lækkað. Við merki nr. 133 við Kvíárjökul er allbreitt lón og jökultungan sjáanlega á floti. Breiðamerkurjökull. Um Breiðamerkurjökul segir Flosi: „Jökullinn hefur tekið litlum breyt- ingum, fer heldur lækkandi. Að því er virðist gengur ofurlítil tunga lengra út í Jökulsárlón- ið en áður var. Hún er á takmörkuðu svæði um Esjufjallarönd neðarlega og eitthvað austur fyrir hana.“ „ ... sumarið 1969 féll Breiðá nokkru austar úr skriðjöklinum en venjulega og fyllti upp norðausturhorn Breiðárlóns, sem þar mun hafa verið tiltölulega grunnt. Þar eru nú siðan þurrir aurar. Áin flutti sig aftur til vesturs um haustið." Þorsteinn Guðmundsson segir í bréfi frá 21. okt. 1970: „Við mælistöðina milli Jökulsár og Stemmu gekk jökullinn fram í fyrra (1969) um 5 m og nú 80 m. Þá vil ég geta þess, að nú upp á síðkastið hefur hann gengið til baka um 7 m, má vera, að rigningarnar og hlýindin hér í september og þessum mánuði hafi brætt fram- an af brúninni. Ekki er sjáanlegt, að jökullinn hækki neitt, er inn á hann kemur. Þó held ég, að ég megi fullyrða, að jökullinn gangi fram í Jökulsárlónið austanvert. Þar gengur stöðugt tangi fram, sem alltaf brotnar af, og þar fyrir er lónið alltaf fullt af ísjökum alveg fram í á, en undanfarin sumur hefur lónið oft verið ís- laust að mestu." Skálafellsjökull. Skarphéðinn Gíslason tekur fram í bréfi: „Um 1940 slitnaði jökullinn í sundur fram af Hafrafelli." Sigurjón Rist. JÖKULL 20. ÁR 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.