Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1972, Qupperneq 26

Jökull - 01.12.1972, Qupperneq 26
verðum ágústmánuði 1862. Áður var þess getið, að gígar tveir norðvestur a£ gígaröð G væru yngri en hraunið frá gígunum I og að þar hefði getað gosið 1863 eða jafnvel ekki fyrr en 1864. ÞRÁLÁT MÓÐA Það er eftirtektarvert um gosið í Tröllagíg- um, hversu þrálát og útbreidd „rnóða" fylgdi því. Þessi móða lýsti sér svipað og í Skaftár- eldum (blámi og mistur í lofti, sól rauð) og hafði svipuð skaðvænleg áhrif á grös og gras- ætur. Gjóskufall virðist hafa verið hlutfallslega minna í Tröllagígagosinu en í Skaftáreldum, og má því ætla, að flúormengunar hafi einnig gætt hlutfallslega eitthvað minna, þótt Heklu- gosið síðasta hafi kennt okkur, hversu lítið öskufall þarf til að valda banvænni mengun. En þess er að minnast, að þó að Tröllagíga- gosið væri mikið hraungos á heimsmælikvarða, þá er hraunmagnið vart meira en fertugasti hluti þess, er myndaðist í Skaftáreldum, svo að gosefni og gjóska Tröllagíga gætu vel hafa verið hlutfallslega jafn skaðsamleg og í Skaftár- eldum. B. Bergfræði Tröllahrauns GUÐMUNDUR E. SI GVALDASON, RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKOLANS, REYKJAVÍK í langan tíma var bergfræði basalthrauna lítill gaumur gefinn á Islandi. Forvitni manna beindist miklu fremur að þeim bergtegundum, sem skáru sig úr svörtu og tilbreytingarlitlu blágrýtisumhverfi og lengi vel var meira vitað um efnasamsetningu ljósgrýtis og afbrigðilegra bergtegunda. Þetta viðhorf hefur gerbreytzt á seinni árum og nú er könnun á bergfræði blágrýtisins eitt af mikilvægustu verkefnum jarðvísindanna. Þessi áhugi er ekki sízt sprottinn af því, að blá- grýti er meginefnið sem fram kemur við eld- virkni á úthafshryggjum og eyjum. Það er talið eiga uppruna sinn í efri hluta möttulsins við bráðnun hluta þess efnis, sem möttulinn mynd- ar. Þessi hlutbráðnun getur orðið við mjög breytileg skilyrði hita og þrýstings, en auk þess getur hugsazt, að möttulinn sé ekki hvar- vetna gerður úr sama efni. Þar við bætist, að kvika, sem myndazt hefur af möttulefni, getur kólnað og kristallazt að einhverju leyti, áður en hún berst til yfirborðsins og orðið þannig fyrir breytingum vegna útfellingar kristalla úr kvikunni. Mismunur á efnasamsetningu og steinteg- undainnihaldi basalthrauna innan sama svæðis og á milli fjarlægra svæða getur því gefið vís- bendingar um breytilegar aðstæður í möttlin- um við kvikumyndun, eða gefið upplýsingar um þróun kvikusamsetningar á leið frá möttli til yfirborðs. Tvær megingerðir basalts hafa verið skil- greindar á grundvelli efnasamsetningar. Sá flokkur basalts, sem algengari er, nefnist tho- leiít og einkennist af lágu magni alkalímálma (natríum og kalíum). Óalgengari basalthópur- inn, alkalíbasalt, hefur ætíð hærra magn alkalí- málma en tholeiít við sama magn kísils. Sveinn Jakobsson (ritgerð í undirbúningi) hefur athugað, hvernig dreifingu basaltgerða er háttað á íslandi, einkum með tilliti til hrauna, sem runnin eru eftir ísöld. Hraun á Snæfellsnesi eru eingöngu alkalíbasalt. Reykja- nes og allt virka gosbeltið til Langjökuls ein- kennist af tholeiít-basalti. Alkalíbasalt finnst aftur í Surtsey og Vestmannaeyjum, sömuleiðis í Kötlu og Eldgjá. Úr því verður breyting á og hraunin líkjast æ meir tholeiíti. Virka gos- beltið norðanlands er gert úr tholeiítbasalti. Enda þótt ekki sé hægt að segja með neinni vissu um merkingu þessarar reglulegu dreifing- ar basalttegunda á Islandi, þá er óhætt að full- 24 JÖKULL 22. ÁR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.