Jökull


Jökull - 01.12.1973, Síða 19

Jökull - 01.12.1973, Síða 19
skýring á þeirri staðreynd, að Tungná var bergvatnsá að mestu langt fram eftir öldum ís- landsbyggðar (sbr. grein Hauks Tómassonar og Elsu Vilmundardóttur í 17. árg. Jökuls), þegar jaðar Tungnárjökuls var mörgum km innar en nú. A Mynd 1 má sjá rás, er gengur frá Skaftár- hlaupakvosinni um 3 km til suðvesturs, og er lítill vafi á, að hún hefur myndast í sambandi við Skaftárhlaupið í ágúst 1972 og endurspegl- ar neðanjökulsfarveg hlaupsins. Á sömu mynd má sjá hringlaga kvosir, er liggja í sveig norð- austan og suðaustan við Svíahnúk eystri og má vera, að þær liggi yfir farvegi Grímsvatna- hlaupsins frá í marz 1972. Yfirborð Vatnajökuls á þessari ERTS-1 mynd leiðir ýmislegt fleira í ljós um undirlag jökuls- ins. Hún bendir til þess, að Bárðarbunga sé megineldstöð með öskju, og einnig til þess, að skammt suðvestur af Kverkfjöllum sé stór spor- öskjulaga askja með lengdarás í stefnu N 30° V. Þar gæti verið eldstöð sú, sem Sigurður Þór- arinsson taldi í ritgerð 1950 (sjá ritaskrá), að væri að finna undir Dyngjujökli á framhaldi línunnar Geirvörtur—Grímsvötn, og hefði vald- ið stórhlaupum í Jökulsá á Fjöllum. Aðra spor- öskju svipaðrar stærðar (um 8x5 km), en með stefnunni N 30° A, er að finna í sjálfum Kverk- fjöllum. Askja svipaðrar stærðar virðist einnig vera norðvestan í Esjufjöllum, en þau munu löngu hætt að vera virk sem megineldstöð, enda mjög rofin. Athyglisverð er sú brotalína, með stefnunni N 35° V, sem liggur frá NA-horni Grænafjalls til Þórðarhyrnu og heldur að líkindum áfram meðfram Öræfajökli i suðaustri og í gagnstæða átt til Hamarsins eða jafnvel norðvestur fyrir Hágöngur. Hér er um hliðstæða stefnu að ræða °g fram kemur í brotabeltum, sem hliðra virku eldstöðvabeltunum, og þeir P. L. Ward (1971) og Kristjdn Sæmundsson (1974) hafa talið sig finna á Suður- og Norðausturlandi fyrir utan Borgarfjarðar-Snæfellsnessvæðið, þar sem slíkar stefnur eru ráðandi. Linan Öræfajökull—Ham- arinn—Hágöngur skilur að landsvæði mjög ólíks landslags. Suðvestan þessarar línu einkennist það af mjög lágum og beinum misgengjum, hryggjum og gígaröðum. Norðaustan línunnar eru megineldstöðvar ráðandi, og lialda þær vesturhluta Vatnajökuls uppi í tvöfaldri merk- ingu og raunar einnig Tungnafellsjökli. Með líkum hætti bera stapar uppi Langjökul og aðra minni jökla þar nærri, en Hofsjökull er borinn uppi bæði af stöpum og megineldstöðv- um. Tungnafellsjökull og svæðið þar umhverfis virðist reyndar vera nokkurn veginn dæmigert fyrir landslag, jarðfræðilega uppbyggingu og bergtegundir undir stórum hluta af Vatnajökli. Undir Tungnafellsjökli er megineldstöð með öskju og sunnan undir honum er líparítsvæði, þar sem einstök fjöll ná upp í 1200—1400 m hæð. Allmiklu suðvestar eru líparítgúlarnir Há- göngur, sem ná næstum í um 1300 m hæð, og virðast hluti af þessari sömu megineldstöðvasam- stæðu. Háhitasvæði finnast og í tengslum við líparítsvæðin. Gossprungur með NA-SV-stefnu eru lítt áberandi fyrr en sunnan við Hágöngur. Samstæðan Tungnafellsjökull—Hágöngur er býsna lík Grímsvötnum, sem eru askja í stórri megineldstöð, og suðvestur þaðan er líparítgos- svæði, sem nær suður í Geirvörtur. Eftir að megineldstöð hefur sýnt sig að vera undir- Bárðarbungu, er vel líklegt að svipuð tengsl séu milli hennar og svæðisins suðvestur í Ham- arinn. Kverkfjöll kunna að vera fjórða dæmið um svona samstæðu, enda þótt byggingin sé þar nokkuð frábrugðin, svo sem öskjurnar tvær gefa til kynna. JOKULL 23. AR 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.