Jökull


Jökull - 01.12.1975, Side 78

Jökull - 01.12.1975, Side 78
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR ABSTRACT Glacier variations ivere recorded at 40 loca- tions. The glaciers appear to be nearly in equi- librium with the present climate. If any there is a slight recession. During the last 11 years the glacier tounges have retreated 7 to 8 meters on the average. The retreat is slotv comparecl to that during the period 1931 to 1964 which averaged 27 meters per year. Haustið 1975 voru lengdarbreytingar mældar á 40 stöðum. A 23 stöðum hopaði jökuljaðar, en gekk fram á 13 og stóð í stað á fjórum. Samtals sýndu framskriðsstaðirnir 330 m fram- skrið, en hopstaðir 753 m eða 423 m hop um- fram framskrið. Það svarar til 10 m hops að meðaltali við hverja mælistöð. Þetta gefur vís- bendingu um, að jöklar séu á undanhaldi hér á landi. Taka ber þessa eins árs niðurstöðu með varúð, t. d. gæti framhlaup einnar jökultungu snúið dæminu við, sbr. athugasemdir mínar með síðustu jöklamælingaskýrslu, Jökull, 24. ár, bls. 80. Traust niðurstaða fæst, ef athuguð er þróun- in um nokkurt árabil. Liggur beinast við að at- huga árin 1965/74, IHD 10 ára tímabilið, sem er sér í dálki í töflunni hér að framan. Ef mun- ur framskriðs og hops er reiknaður á sama hátt og gert er hér varðandi síðastliðið ár, er útkom- an sú, að á 10 ára tímabilinu 1965/74 hopaði jökuljaðar að meðaltali um 7 m á ári. Á tíma- bilinu gekk rýrnunin mishratt, raunar virtist hún vera stöðvuð, eða jafnvel snúin við og þróunin í átt til framskriðs árið 1972. En þá var framskriðið í heild til muna meira en hop- ið. Þá var framhlaup (surge) í tveimur jöklum við mælistaði. Síðan hafa sporðar þeirra jökla legið hreyfingarlausir og eyðst. Á árinu 1975 var smávegis framhlaup í 4 eða 5 jöklum. Einna lengst hljóp Hagafellsjökull eystri. Þunn sneið féll fram og stöðvaðist 170 m frá Hagavatni, eða sem næst þeim stað, er hann lá 1960. Á haustdögum fórst fyrir að mæla ná- kvæmlega stöðu jökuljaðars. En ef sú mæling hefði verið framkvæmd, má ætla, að heildar- framskrið 1975 hefði reynst öllu nieira en sam- anlagt hop. Af þessu má raunar sjá, hve jökl- arnir eru nálægt því að vera í jafnvægi við ríkj- andi veðurfar. Síðla vetrar 1975 athugaði dr. 76 JÖKULL 25. ÁR Sigurður Þórarinsson jökuljaðra úr flugvél og varð þess vísari, að auk framhlaups í Hagafells- jökli vottaði fyrir framhlaupi í norðurhorni Langjökuls, Kvíslajökli (Blöndukvíslajökli) í Hofsjökli og að einnig var framhlaup í Köldu- kvíslarjökli. Þá er gangur í Sólheimajökli eins og skýrslan hér að framan ber með sér. Öll reyndust framhlaupin óveruleg, nema helst í Hagafellsjökli. Ef litið er yfir síðastliðin 11 ár, má fullyrða: „Enn eru jöklar hér á landi á undanhaldi“, þ. e. a. s. hop jökuljaðars er 7 til 8 metrar á ári. Rýrnunin er nú ólíkt hægari en hún var á ára- bilinu 1931/1964, þá var hopið 27 m á ári, reiknað með sömu aðferð. Veturinn 1974/75 var snjóþungur austan- lands. Vorið var þurrt og fremur kalt, nema hlýtt var á Norðurlandi undir lok maímánaðar. Um sumarið skipti veður í tvö horn. Hlýtt og afar sólríkt var norðaustanlands, frá Skagafirði til Lónsheiðar, en dumbungur og rigningar vestanlands og sunnan. Rigningar jukust þar, er á leið sumarið. Jökulár sunnanlands voru vatnsmiklar. Leys- ing var mikil, einkum inn til landsins. Hjarn- flekkir Herðubreiðar voru í lok sumars taldir óvenju litlir. Síðustu mánuðir ársins voru úr- komusamir og hlýir, nær enginn snjór var í byggð í árslok, allmikill í hæstu fjöllum. Snæfellsjökull Haraldur tekur fram: „Þegar ég kom að Hyrningsjökli 28. september s.l. var þar ný- snævi, ein fjalfella, svo að markaði ekki spor. Járnstöngin stóð upp úr. Sennilegt er, að skafl frá siðasta vetri sé við jökuljaðar. Ekki reyndist unnt að ákvarða jökuljaðar nákvæmlega, en út- lit var fyrir, að hann hafi lítið eða alls ekki hreyfst. Síðastliðinn vetur var fremur snjóþungur. Það voraði seint, frost um nætur 1 fyrri hluta júní. I dagbók hef ég skráð 5. ágúst: Vel sást til jökulsins, enginn dökkur díll í Norðurþúfu. Hinn 12. ágúst: Ofurlítill dökkur díll í Norður- þúfu. Haustið 1939 var óvenju mikið autt á jökul- þúfunumS Kaldalónsjökull I bréfi með mæliskýrslunni segir Aðalsteinn í Skjaldfönn:

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.