Jökull


Jökull - 01.12.1987, Blaðsíða 108

Jökull - 01.12.1987, Blaðsíða 108
Frá starfsemi Jarðfræðafélags Islands starfsárið 1986-1987 Aðalfundur Jarðfræðafélags íslands var haldinn að Hótel Esju 25. maí s.l. Hér á eftir verður sagt frá því helsta sem fram kom á fundinum og varðar starfsemi félagsins s.l. starfsár. Gefin voru úr 7 fréttabréf og 16 stjórnarfundir voru haldnir. Félagið tók þátt í „opnu húsi“ Háskóla íslands í okt. s.l. með því að útbúa veggspjald þar sem kynnt var starfsemi félagsins og helstu markmið. Einnig var JÖK- ULL kynntur, en félagið er aðili að útgáfu hans og á tvo fulltrúa í útgáfunefnd, þá Jón Eiríksson og Leó Krist- jánsson. 29. nov. s.l. var hálfs dags fyrirlestrahald á vegum félagsins undir fyrirsögninni SKJÁLFTAR, BROT OG BLEYTA. Alls voru haldin sex erindi. Þau fluttu: Ágúst Guðmundsson, Freyr Þórarinsson, Frey- steinn Sigurðsson, Davíð Egilson, Haukur Jóhannesson og Páll Einarsson. Þann 28. apríl hélt félagið heilsdags ráðstefnu um ÍSALDARLOK Á ÍSLANDI. Flutt voru 11. erindi. Höfundar erindanna voru: Árni Hjartarson; Bessi Aðal- steinsson; Guðmundur Ómar Friðleifsson; Halldór G. Pétursson; Haukur Jóhannesson; Haukur Tómasson; Hreggviður Norðdahl og Christian Hjort; Hreggviður Norðdahl og Porleifur Einarsson; Ingibjörg Kaldal og Skúli Víkingsson; Sigfús Johnsen; Porleifur Einarsson. Að erindunum loknum stýrði Guttormur Sigbjarnarson pallborðsumræðum með þátttöku Árna Hjartarsonar, Skúla Víkingssonar, Hreggviðs Norðdahl og Þorleifs Einarssonar. Á aðalfundi 25. maí flutti Páll Imsland erindi, sem hann efndi: Eldvirknin á Hawaii og áhrif hennar á byggðina. Fyrirhuguð er á vegum Jarðfræðafélagsins kynnisferð til Surtseyjar 10. júlí og verður Sveinn Jakobsson farar- stjóri og leiðsögumaður. Félagið á tvo fulltrúa í ÁHUGAHÓPI UM BYGG- INGU NÁTTÚRUFRÆÐIHÚSS: Pað eru Gylfi Þór Einarsson og Sigríður Friðriksdóttir. Félagið tók þátt í að koma upp jarðfræðisýningu í anddyri Háskólabíós eftir áramótin. Fékk sýningin góðar undirtektir hjá al- menningi. MINNISPENINGUR UM SIGURÐ ÞÓRARINSSON Alþjóðleg samtök í eldfjallafræði IAVCEI (Inter- national Association of Volcanology and Chemmistry of the Earth’s Interior) hafa ákveðið að stofna til sérstakrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi rannsóknir í eld- fjallafræði. Pessi viðurkenning ber nafn Sigurðar Pórar- inssonar og nefnist SIGURÐUR THORARINSSON MEDAL. Jarðfræðafélagið tók að sér að annast gerð minnispen- ingsins og útvega fé til að standa straum af kostnaði. Guðrún Larsen hefur haft umsjón með málinu af hálfu Jarðfræðafélagsins. Reglur um minnispeninginn voru birtar í 31. fréttabréfi Jarðfræðafélagsins. Jarðfræða- félag íslands á fulltrúa í úthlutunarnefnd og er Sven P. Sigurðsson fyrsti fulltrúi okkar þar. Fyrsta verðlauna- veitingin verður í ágúst í sumar á 19. þingi IUGG (Int- ernational Union of Geodesy and Geophysics) í Van- couver. Á peninginn, sem er 6 cm í þvermál er grafin mynd af Sigurði Þórarinssyni. Mótin voru grafin af fyrir- tækinu SPORRONG í Svíþjóð, en ÍS-SPOR mun annast sláttu. Steinþór Sigurðsson hannaði peninginn og hefur Inga Backlund Þórarinsson verið með í ráðum. SIGURÐARSJÓÐUR Sigurður Pórarinsson hefði orðið 75 ára í janúar á þessu ári. Á aðalfundinum, 25., maí s.l. var stofnaður sjóður í minningu hans og heitir hann SIGURÐARSJÓÐUR. Tilgangurinn með sjóðnum er að efla tengsl íslenskra jarðvísindamanna við útlönd með því að bjóða erlend- um vísindamönnum til fyrirlestrahalds á vegum félags- ins. Stofnframlag sjóðsins er 12 þúsund dollarar. Sjóður- inn er í vörslu Jarðfræafélagsins og er nýkjörin stjórn hans skipuð þannig; Elsa G. Vilmundardóttir, formað- ur, Sigurður Steinþórsson og Sveinn Jakobsson. Sam- kvæmt reglugerð sjóðsins, er heimilt og skylt að efla sjóðinn og var fyrsta framlagið afhent við stofnun hans, en það kom frá Ingu Backlund Þórarinsson. JÖKULL No. 37,1987
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.