Jökull


Jökull - 01.12.1994, Blaðsíða 63

Jökull - 01.12.1994, Blaðsíða 63
Sigurjón Rist Fæddur 29. ágúst 1917, dáinn 15. október 1994 Brautryðjandi í rannsóknum á náttúru þessa lands, Sigurjón Rist, er látinn. Hann lagði grundvöll að vatnamælingum hér á landi og mun það verk halda nafni hans á lofti. I 40 ár vann Sigurjón af ósérhlífni og fádæma kappi að því að koma upp og reka hverja stöðina af annarri um allt land til mælinga á rennsli straumvatna. Með mælingum sínum flýtti hann fyrir þekkingu á vatnsafli og vatnafari landsins um nokkra áratugi. Enginn annar en þessi mikli ferðamaður hefði getað unnið þetta verk um og eftir miðja þessa öld. Hann braust um vegleysur með tæki sín og búnað meðan ferðalög um hálendið voru fátíð. Fyrst upp úr 1970 urðu samgöngur um hálendi landsins svo auð- veldar að venjulegir menn gátu ráðið þar við þunga- flutninga; raunar flýttu virkjanir á hálendinu, sem fylgdu í kjölfar vatnamælinga, fyrir vegabótum ! Sigurjón lagði áherslu á að kanna vatnafar lands- ins í öllum sínum margskipta ham og var óþreytandi á ferðalögum til að mæla rennsli við allar þær aðstæður sem upp koma hér á landi. Hann mældi jafnt rennsli linda, vetrarrennsli á ísilögðum ám sem vatnavexti. Hann hélt norður í land til þess að mæla stórflóð þegar sumarleysingar á hálendi hófust af fullum krafti eftir kalt vor, austur á land til þess að mæla skyndileg haustflóð vegna stórrigninga á frosna jörð, upp í Elliðaár og Sog þegar jarðstífla brast, um hávetur kannaði hann þrepahlaup, þegar ísstíflur brustu hver af annarri og flóðöldur mögnuðust þrep af þrepi. Hann óð með jámstaf í hendi út í skaftfellsk jökul- hlaup, inn í jakaflugið og það tók undir í fjöllunum þegar stórgrýtið valt fram á árbotninum. Þegar berg- spilda hmndi niður í Steinholtslón og hratt fram flóð- bylgju náði Sigurjón að meta flóðtoppinn, sem á tíu mínútum varð fimmfalt meðalrennsli Þjórsár. Sigurjón dýptarmældi stöðuvötn landsins, reikn- aði vatnsmagn þeirra og mat aðstöðu til þess að safna og geyma þar vatnsforða. Hann kannaði ísalög í ám og vötnum, vann að snjómælingum á hálendi og jökl- JÖKULL, No. 44 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.