Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 87

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 87
þó ennþá til ríki eins og Japan, Spánn og Bandaríkin sem stunda þetta töluvert. Nú er algengast að ríki telji aðstoð eiga að vera á forsendum þróunarlandsins, en ekki gjafalandsins. Bundin aðstoð hefur t.d. oft leitt til svokallaðra „hvítra fíla“, en þar er átt við dæmi þar sem skip liggja óhreyfð við bryggju, skólar standa auðir og í niðurníðslu og sömuleiðis verksmiðjur. Ástæðan er sú að þá hefur þróunaraðstoðin fremur verið reist á forsendum gjafalandsins en þróunarríkisins. Viðtökuríkin hafa ekki reynst hafa burði til þess að starfrækja verkefni sem byggst hafa á fjárfestingum, vélum, tækjum og búnaði, sem aflað hefur verið í gjafa- landi og gefin á forsendum þess sem veitir aðstoð fremur en á forsendum viðtakandans.“ Samhliða yfirlýsingum ráðmanna um aukna þátttöku Íslands á alþjóðavettvangi hefur mönnum verið tíðrætt um áhrif lítillar eyju sem okkar. Líkt og aðrir viðmælendur Tímarits UNIFEM sem starfa að þróunar- og utanríkismálum, leggur Sighvatur áherslu á smæð Íslands, en jafnframt á mikilvægi framlags okkar. „Við erum lítil og verðum það alltaf. Hlutfall okkar af þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar hefur farið hækkandi síðustu ár, en það var um tíma á bilinu 0,09-0,1% en markmið SÞ er 0,7%. Alþingi hefur oft samþykkt að framlagið verði 0,7% en aldrei staðið við það. Frá árunum 1997-1998 hefur þetta framlag okkar tvöfaldast, úr 0,1% í tæp 0,2%. Á árunum 2008-2009 er stefnt að því að framlagið verði komið upp í 0,35%. Standist það verðum við rétt undir meðallagi Evrópuríkja, en þeir sem hafa verið yfir meðallagi eru t.d. Danmörk, Noregur, Svíðþjóð, Holland og Lúxemborg. Þessi Evrópulönd hafa náð markmiði SÞ um að verja eigi ekki lægri fjárhæðum en 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar og sum raunar náð mun hærra marki.“ Umdæmisskrifstofur ÞSSÍ verði að sendiskrifstofum ÞSSÍ er sú þróunarsamvinnustofnun á Norðurlöndum sem enn er sjálf- stæð stofnun en ekki hluti af utanríkisráðuneytinu eins og fyrr segir. Sighvatur segir tvær úttektir hafa verið gerðar þar sem m.a. var vikið að því hvort æskilegt sé að færa ÞSSÍ undir utanríkisráðuneytið en í hvorugri þeirra var mælt með því. „Til þess að gera það þyrfti að breyta lögum en það eru ýmsir kostir við að ÞSSÍ sé sérstofnun,“ segir Sighvatur. „Hins vegar hefur samstarf við utanríkisráðuneytið aukist mjög síðustu ár og verið mjög farsælt. Til að mynda hafa umdæmisskrifstofur ÞSSÍ verið gerðar að sendiskrifstofum í þeim fjórum löndum sem ÞSSÍ starfar nú. Slíkt tryggir öryggi starfsmanna okkar, veitir greiðari aðgang að yfirvöldum í viðkomandi löndum sem og aukna möguleika á samráði við ýmsa aðila sem starfa við þróunaraðstoð í löndunum. Starfsmenn eru eftir sem áður okkar starfsmenn og breytingunni fylgja ekki aukin útgjöld, hvorki fyrir okkur né utanríkisráðuneytið.“ Stefnumótun um kynjajafnrétti Sé farið yfir verkefnaval ÞSSÍ er ljóst að töluverð áhersla er lögð á jafn- réttismál og stöðu kvenna. Þetta á sérstaklega við um verkefni ÞSSÍ í Mósambík og Namibíu. Að sögn Sighvats er stefnumörkun ÞSSÍ í jafn- réttismálum í burðarliðnum. „Stjórnin hefur farið yfir þetta plagg á síðustu tveimur fundum og ég reikna með að slík stefnumótun liggi fyrir í haust. Plaggið verður 40-50 blaðsíður og þetta er í fyrsta skiptið sem slík stefnumótum er gerð hjá ÞSSÍ um sérstakt málefni. Því er ljóst að ÞSSÍ leggur áherslu á kynjajafn- rétti í starfi sínu. Stefnumótun okkar kveður m.a. á um að skoðuð sé staða kynjanna í hverri ákvörðun sem við á, á öllum stigum samfélags- ins.“ Þar af leiðandi sé ekki einvörðungu verið að styrkja einstök verk- efni sem stuðla eiga að auknu jafnrétti kynjanna og bættri stöðu kvenna og stúlkna. Ennfremur segir Sighvatur það „sameiginlegt álit að jafnréttismál verði í þróunarstarfi“ Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) veitir tvíhliða þróunaraðstoð, sem er aðstoð sem eitt ríki veitir öðru, milliliðalaust. Aðstoðin er veitt til skilgreindra verkefna og áhersla er lögð á fræðslu- og þjálfunarverkefni. Aðstoðin felst því að stórum hluta í tæknilegri ráðgjöf og stuðningi við að byggja upp stofnanir, fremur en efnis- og fjárframlög. ÞSSÍ starfar í anda þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóð- anna og leiðbeiningum þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC). ÞSSÍ starfar í fátækustu löndunum með það að mark- miði að bæta lífskjör meðal þeirra fátækustu. Aðstoðinni er aðeins beint til nokkurra landa, til tak- markaðs fjölda verkefna á fáeinum sviðum. Áhersla er lögð á eignarhald og þátttöku samstarfsaðila og sjálf- bæra þróun. 24 íslenskir sérfræðingar starfa á vegum ÞSSÍ. Þeir eru í fjórum samstarfslöndum, auk Íslands. Fjórir af þessum 20 starfa á Íslandi. ÞSSÍ hefur starfað í Malaví frá 1989 við uppbyggingu heilsugæslu, fullorðinsfræðslu, aðstoð við sjómanna- og fiskeldisskóla og við að byggja grunnskóla. ÞSSÍ hefur starfað í Mósambík frá 1995 við verkefni á sviði gæðamála í sjávarútvegi og félagsleg verkefni, í samvinnu við íslensk og mósambísk félagasamtök og yfirvöld. Að auki er ráðgjafi í félagsmálaráðuneytinu á vegum ÞSSÍ. ÞSSÍ hefur starfað í Namibíu frá 1990 þar sem stofn- unin veitir stuðning við sjómannaskóla, sinnir ýmsum félagslegum verkefnum, svo sem uppbyggingu félags- miðstöðva og fullorðinsfræðslu, og annast sérfræði- ráðgjöf við sjávarútvegsráðuneytið. ÞSSÍ hefur starfað í Úganda frá 2000 við gæðaverkefni í fiskimálum, fullorðinsfræðslu á Ssese-eyjum, félags- leg verkefni, svo sem götubörn í Kampala og Kititeka- skólann, og veitt sérfræðiráðgjöf um nýtingu jarðhita. Nokkrar staðreyndir um störf ÞSSÍ Stefnumótun okkar kveður m.a. á um að skoðuð sé staða kynjanna í hverri ákvörðun sem við á, á öllum stigum sam- félagsins. Þar af leiðandi sé ekki einvörðungu verið að styrkja einstök verkefni sem stuðla eiga að auknu jafn- rétti kynjanna og bættri stöðu kvenna og stúlkna. Lj ós m yn d : S jö fn V ilh el m sd ót tir 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.