Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 12

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 12
10 Oddrún Lilja Birgisdóttir, iðjuþjálfi SauðárkrókS'bæjar - ið juþ jálfi Hér á Sauðárkróki er ýmislegt um að vera og nóg af verkefnum. í haust var ég ráðin hjá Sauðárkróksbæ í 30% stöðu, til að kanna félagsstarf aldraðra og vinna úr þeim upp- lýsingum. Það verkefni var samstarf milli Sauðárkróks og Skagafjarðar. Niðurstaða könnunarinnar var sú, að Félag eldri borgara á staðnum er með öflugt félags- starf í gangi, en vöntun var á fleiri tilboðum fyrir íbúa dval- arheimilisins. í framhaldi af þessu var sett upp tómstunda- aðstaða á dvalarheimilinu, sem í augnablikinu er notuð einu sinni í viku og þá ein- göngu af íbúum dvalarheimil- isins. Til að blanda betur sam- an eldri borgurum staðarins og reyna að eyða fordómum gagnvart íbúum dvalar- heimilins eru haldin opin hús einu sinni í mánuði. Á opnu húsi eru haldnir fræðandi fyrirlestrar, dansað, sungið og drukkið kaffi. Mitt hlutverk er að skipuleggja og samhæfa, finna passandi fyrirlestra, fyrirlesara o.s. frv. Rétt fyrir jólin byrjaði ég svo með hand- leiðslu fyrir fólk sem starfar við liðveislu. Þar er ég bæði með hóp- og einkahand- leiðslu. Til stuðnings starfsfólki og skjól- stæðingum þeirra hef ég hitt þá heima hjá skólstæðingunum, þar farið í gegnum ADL og athugað hvort hægt sé að bæta eða breyta. Áformað er að ég geti þjálfað inni á heimilinum í framhaldi af endurhæfingu. Skjólstæðingarnir eru margir hverjir staðn- aðir, eru jafnvel með hjálpartæki sem þeir geyma inni í skáp vegna þess að þeir muna ekki hvernig á að nota þau eða æfingaverk- efni sem þeir eru búnir að gleyma hvemig þeir eigi að gera rétt. Þau eru óteljandi verkefnin á þessu sviði og mikil þörf á að skapa eðlilegt framhald frá stofnun til heim- ilis. í augnablikinu er ég rétt að byrja á verkefni í sambandi við at- vinnuleysið hér á staðnum. At- vinnuleysi er töluvert eða um 120- 130 manns, en hér búa í kringum 2.800 manns. Við, það er Sauðár- króksbær, Norðurlandsdeild Rauða kross íslands og verkalýðs- félögin á staðnum, erum að reyna að koma upp ráðgjafar- og félagsmiðstöð fyrir fólk í atvinnuleit. Þetta átaksverkefni er alveg í grunnsporunum og erum við m. a. enn að leita að húsnæði sem hentar og sækja um fjármagn hingað og þangað. Svipaða mið- stöðvar hafa verið settar upp víðsvegar um landið með misgóðum árangri. Ég er í 55% starfi og býst við að auka við mig með haustinu. Þetta er frumkvöðuls- starf og oft erfitt að átta sig á hvar faglegu mörkin eru, sérstaklega þegar maður er svona einn. Ég hef þó einn iðjuþjálfa hér á Svæðisskrifstofu Norðurlands Vestra að styðjast við og er það mikil hjálp.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.