Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 24

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 24
22 • þátttaka í skoðun 4 ára barna, þegar þörf er á, • skoðun/mat/þjálfun á börnum á leik- skóla/skólaaldri sem sýna þroskafrá- vik/misþroskaeinkenni • ráðgjöf til foreldra, leikskólakennara og kennara misþroska barna og fatlaðra barna • veita ráðgjöf og leiðbeina aðstandendum, starfsfólki í heimaþjónustu um rétta lík- amsbeitingu, vinnuhagræðingu og notk- un hjálpartækja • ráðgjöf varðandi fatlaða og aldraða í heimahúsum felst m. a. í því að: - meta og þjálfa ADL í eigin umhverfi og aðstoða við skipulagningu daglegra verk- efna - meta þörf á hjálpartækjum og leiðbeina um notkun þeirra - meta þörf á húsnæðisbreytingum - stuðla að virkni í daglegu lífi, þátttöku í starfi og frístund - meta þjónustuþörf í samstarfi við aðra, m.a. meta líkamlegt, geðrænt og vitrænt ástand með tilliti til þarfar á aðstoð og e.t.v. framtíðardvalarstað - veita eftirfylgd frá meðferðarstofnunum samvinnu við iðjuþjálfa þar. Samvinna við ýmsa aðra faghópa er afar mikilvæg má þar nefna annað starfslið heilsugæslu, heimaþjónustu, Hjálpartækja- miðstöð TR, svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra, iðjuþjálfa og annað starfsfólk á endurhæfingar- og sjúkrastofnunum o.fl. Auk þess má nefna samstarf við stjórn- endur skóla/vinnustaða varðandi val á hús- gögnum, aðgengi o.fl. og samstarf við arki- tekta/byggingaraðila varðandi hönnun húsnæðis fyrir fatlaða og aldraða. Vinnuhópnum er vel ljóst að með 1.5 stöðugildum iðjuþjálfa tekst auðvitað ekki að sinna öllum þessum verkefnum, en meiningin er að greina hvar þörfin er brýn- ust, byrja þar og færa síðan út kvíarnar. Vafalítið finnst mörgum líka eitthvað vanta í þessa upptalningu og vil ég í því sambandi benda á að þetta er aðeins úrdráttur, en æskilegt væri að fá ábendingar. Um frekari framkvæmd tilraunnaverkefnisins hefur enn ekki verið tekin ákvörðun, en áhuga- samir munu geta fylgst með þróun mála með fyrirspumum og lestri Iðjuþjálfablaðs- ins. F. h. vinnuhópsins, Ingibjörg Pétursdóttir Iðjuþjálfar Iðjuþjálfi óskast nú þegar í fullt starf við öldrunarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landakoti. Minna starfshlutfall kemur einnig til greina Upplýsingar gefur Rósa Hauksdóttir, yfiriðjuþjálfi í síma 525 1941 í ágúst verður einnig laus staða iðjuþjálfa á endurhæfingar- og taugadeild spítalans, Grensásdeild. Upplýsingar gefur Sigrún Garðarsdóttir í síma 525 1677 eða Ingibjörg Ásgeirsdóttir í síma 525 1544.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.