Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Page 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Page 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200922 Útdráttur Tilgangur þessarar greinar er að skýra þróun lífsgæðahugtaksins. Bakgrunnur hugtaksins er kannaður, nálgun þess við heilbrigðishugtakið og notkunargildi innan heilbrigðisvísinda. Skoðuð er fræðileg umfjöllun um hugtakið og fjallað um rannsóknir á lífsgæðum og að lokum er gerð grein fyrir hvernig hugtakið tengist og gagnast hjúkrun. Lífsgæði er hugtak sem mikið er vitnað til í rannsóknum sem og í daglegu tali. Bætt lífsgæði er eitt af meginmarkmiðum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og telst jafnmikilvægt og önnur markmið heilbrigðisþjónustunnar. Aukinn fjöldi langveikra hefur beint sjónum að því að það er ekki nóg að bæta árum við lífið heldur þarf einnig að gæða árin lífi. Daglegt líf fólks með langvinna sjúkdóma einkennist af vandamálum vegna heilsubrests sem hefur áhrif á lífsgæði þess. Frá sjónarhorni hjúkrunar er markmiðið að hver einstaklingur hafi tækifæri til að lifa því lífi sem hann telur innihaldsríkt og ánægjulegt að því marki sem er raunhæft. Hjúkrunarmeðferð beinist að því að gera fólki það mögulegt með því að greina og meðhöndla vandamál svo að einstaklingarnir séu færir um að viðhalda sem mestu sjálfstæði og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Það krefst kunnáttu og skilnings á hvernig heilbrigðisvandamál hafa áhrif á lífsgæði. Mótsagnir í hvernig fólk metur lífsgæði er einnig ögrandi viðfangsefni hjúkrunar. Heilbrigði er ekki alltaf uppspretta hamingju né vanheilsa alltaf orsök slæmra lífsgæða. Lykilorð: Lífsgæði, heilsutengd lífsgæði, lífsgæðarannsóknir, hjúkrun INNGANGUR Lífsgæðahugtakið er mikið notað í heilbrigðisvísindum og rannsóknir á lífsgæðum eru algengar. Þó eru lífsgæði ekki bein mælanleg breyta heldur hugtak sem er fremur illa skilgreint og á sér mörg sjónarhorn. Þessi grein er tilraun til að útskýra og gefa fræðilegt yfirlit um umfjöllun um hugtakið. Gerð var kerfisbundin leit í viðurkenndum gagnagrunnum með lykilorðum greinarinnar. Valdar voru fræðilegar yfirlitsgreinar og bókarkaflar og lögð áhersla á að þær endurspegluðu sem fjölbreyttust sjónarhorn sem höfundar töldu upplýsandi fyrir viðfangsefnið. Heimildir um viðfangsefnið skipta þúsundum en flestar heimildir, sem notast var við, eru birtar eftir 1995. Á mörgum sviðum heilbrigðisþjónustunnar hafa orðið miklar framfarir við lækningar og meðferð sjúkdóma. Meðferðin er oft ævilöng og með hækkuðum meðalaldri fjölgar heilbrigðisvandamálum auk þess sem hreyfigeta minnkar og líklegt er að margt aldrað fólk hafi einhverja langvinna sjúkdóma. Fyrir þessa sjúklinga getur markmið heilbrigðisþjónustunnar ekki orðið að lækna sjúkdóma heldur að hjálpa þeim að lifa eins góðu lífi og mögulegt er þrátt fyrir sjúkdóma og minnkaða getu (Sarvimäki og Stenbock-Hult, 2000). Aukinn fjöldi langveikra hefur beint sjónum að því að ekki er nóg að bæta árum við lífið heldur þarf einnig að gæða árin lífi. Bætt lífsgæði eru eitt af meginmarkmiðum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) og það að bæta lífsgæði verður að teljast jafnmikilvægt og önnur hlutverk heilbrigðisþjónustunnar, s.s. lækningar, endurhæfing og heilsuvernd (Tómas Helgason o.fl., 2000). Því er þörf á að afla þekkingar um afleiðingar sjúkdóma, veikinda og meðferðar á lífsgæði fólks. Lífsgæði er hugtak sem mikið er vitnað til í rannsóknum sem og í daglegu tali. Gerður er greinarmunur á almennum lífsgæðum og heilsutengdum lífsgæðum. Til almennra lífsgæða teljast Kolbrún Albertsdóttir, Svæfingadeild Landspítala Helga Jónsdóttir, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítali Björn Guðbjörnsson, Rannsóknarstofa í gigtarsjúkdómum, Landspítali og Læknadeild, Háskóla Íslands LÍFSGÆÐI OG LÍFSGÆÐARANNSÓKNIR ENGLISH SUMMARY Albertsdottir, K., Jonsdottir, H., and Gudbjornsson, B. The Icelandic Journal of Nursing (2009). 85 (4), 22–29 QUALITY OF LIFE AND QUALITY OF LIFE MEASUREMENT The purpose of this theoretical article is to describe the development of the quality of life concept. The background of the concept is explored, its relationship to the health concept and its usefulness in health sciences. Further we address quality of life research in health science, its purpose and usefulness and the usefulness of the concept in nursing. Quality of life is frequently a focus in research and daily life alike. Improved quality of life is one of the main targets of the World Health Organization and considered as important as others health care factors. The increasing number of people with chronic diseases has however shifted the focus from the importance of adding years to one‘s life to also adding life to years. Longevity increases the number of people with chronic diseases. A cure for these diseases is seldom possible and that shapes and influences the quality of life for people with chronic diseases. From a nursing perspective the aim is that each patient is capable of living as meaningful and joyful a life as possible. Nursing actions aim at helping each patient to preserve autonomy and quality of life. Understanding how health problems affect quality of life requires skills and knowledge. Contradictions in people‘s experience of quality of life is also a challenge to nursing. Health does not always constitute happiness nor does poor health always have to diminish the quality of life. Key words: Quality of life, health related quality of life, quality of life measurement, nursing Correspondance: kolbrun@simnet.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.