Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Síða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Síða 59
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 55 Ritrýnd fræðigrein á spítalanum. Athyglisvert er að sjúklingar eru marktækt ánægðari með umönnunina á spítalanum þegar þeir eru spurðir á spítalanum heldur en heima. Þetta bendir til þess að tímasetning gæðakannana með þátttöku sjúklinga á þjónustu spítala geti haft áhrif á niðurstöður. Á meðan á spítaladvöl stendur eru sjúklingar háðir hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki um velferð sína en heima hefur skapast fjarlægð frá reynslunni sem fékkst á spítalanum. Þetta getur haft áhrif á hvernig svarað er. Meginveikleiki þessarar rannsóknar er að ekki skyldi vera safnað gögnum um sjúklinga sem höfðu hlotið greiningu um þunglyndi eða kvíðaröskun. Þær upplýsingar hefðu gefið skýrari mynd af sálrænum vanda skurðsjúklinga á Landspítala. Svörun á spítalalista var viðunandi en 76,5% þátttakenda svaraði honum. Hins vegar hefði mátt standa betur að því að fá svör við heimalistanum. Sjúklingar fengu að velja að taka listann með sér heim eða fá hann sendan og virðist það hafa leitt til þess að hluti hópsins svaraði listanum fljótlega eftir heimkomu. Af 481 sjúklingi, sem skilaði heimalista, svöruðu 65 listanum innan fjögurra vikna, en óskað var eftir að svarað væri sex vikum eftir heimkomu. Heppilegra hefði verið að póstsenda öllum listann og bjóða ekki upp á þetta val en þá hefðu þeir 65, sem svöruðu of snemma, ef til vill svarað á réttum tíma og svörun verið hærri en 56,8%. Við mat á þátttöku verður að hafa í huga að þátttakendur voru misvel á sig komnir. Þeir sem fóru í einfaldari aðgerðir sem gáfu góðan bata hafa kannski ekki fundið tilgang í að svara síðari spurningalistanum. Á sama hátt má ætla að veikburða sjúklingar og þeir sem fengu ekki lausn sinna mála hafi síður svarað listanum. Jafnframt má velta upp gildi þess að skoða hópinn í heild þar sem um ólíkar aðgerðir er að ræða. Rannsókn þessi nær til meirihluta þeirra sjúklinga sem kallaðir voru inn í skurðaðgerð á Landspítala á hálfsárstímabili. Niðurstöður hennar gefa til kynna að sálræn vanlíðan sé vangreind hjá skurðsjúklingum og að áhættuhópa megi greina með lítilli fyrirhöfn. Á tímum niðurskurðar og skilvirkari læknismeðferðar er legutími sjúklinga sífellt að styttast. Það ýtir undir mikilvægi þess að greina vanlíðan skurðsjúklinga. Ástæða er til að skoða vel hvort greining og einföld íhlutun geti á árangursríkan hátt komið í veg fyrir vandamál síðar. ÞAKKIR Höfundar vilja þakka hjúkrunarfræðingunum Katrínu Blöndal, Heiðu Steinunni Ólafsdóttur, Sesselju Jóhannsdóttur og Sigríði S. Þorleifsdóttur fyrir vinnu að þessu verkefni, þátttakendum rannsóknarinnar fyrir svörin, Margréti Lúðvígsdóttur fyrir aðstoð við undirbúning handrits og B­hluta vísindasjóðs FÍH og vísindasjóði Landspítala fyrir veittan stuðning. HEIMILDIR Ai, A.L., Peterson, C., Bolling, S.F., og Rodgers, W. (2006). Depression, faith­based coping, and short­term postoperative global function­ ing in adult and older patients undergoing cardiac surgery. Journal of Psychosomatic Research, 60 (1), 21­28. Ásta Thoroddsen, ritstjóri (2002). Skráning hjúkrunar – Handbók (3. útg.). Reykjavík: Landlæknisembættið. Baker, R.A., Andrew, M.J., Schrader, G., og Knight, J.L. (2001). Preoperative depression and mortality in coronary artery bypass surgery: Preliminary findings. ANZ Journal of Surgery, 71, 139­142. Ben­Zur, H., Rappaport, B., Ammar, R., og Uretzky,G. (2000). Coping strat­ egy, life style changes, and pessimism after open­heart surgery. Health and Social Work 25 (3), 201­209. Boeke S., Jelicic, M., og Bonke, B. (1992). Pre­operative anxiety variables as possible predictors of post­operative stay in hospital. British Journal of Clinical Psychology, 31 (3. hluti), 366­368. Burns, N., og Grove, S.K. (2005). The Practice of Nursing Research. Conduct, Critique, and Utilization (5. útgáfa). St. Lous: Elsevier Carr, E.C.J., Vicky Thomas, N., og Wilson­Barnet, J. (2005). Patient experi­ ences of anxiety, depression and acute pain after surgery: A longitudinal perspective. International Journal of Nursing Studies, 42 (5), 521­530. Connerney, I., Shapiro, P.A., McLaughlin, J.S., Bagiella E., og Sloan, R.P. (2001). Relation between depression after coronary artery bypass sur­ gery and 12­month outcome: A prospective study. Lancet, 358 (9295), 1766­1771. Ene, K.W.,Nordberg, G., Johansson, F.G., og Sjöström, B. (2006). Pain, psychological distress and health­related quality of life at baseline and 3 months after radical prostatectomy. BMC Nursing, 5, 8. Erlín Óskarsdóttir (2002). ‘Solitary struggle’: Getting back to normal. Óbirt MS­ritgerð: The Royal College of Nursing Institute, London. Frazier, S.K., Moser, D.K., Daley, L.K., McKinley, S., Riegel, B., Garvin, B.J., og An, K. (2003). Critical care nurses’ beliefs about and reported man­ agement of anxiety. American Journal of Critical Care, 12 (1), 19­27. Glaser, R., Kiecolt­Glaser, J.K., Marucha, P.T., MacCallum, R.C., Laskowski, B.F., og Malarkey, W.B. (1999). Stress related changes in proinflamma­ tory cytokine production in wounds. Archives of General Psychiatry, 56 (5), 450­456. Hall, A., A’Hern, R., og Fallowfield, L. (1999). Are we using appropriate self­ report questionnaire for detecting anxiety and depression in women with early breast­cancer? European Journal of Cancer, 35 (1), 79­85. Herdís Sveinsdóttir og Anna Gyða Gunnlaugsdóttir (1996). Verkir og verkjameðferð skurðsjúklinga. Væntingar og reynsla. Tímarit hjúkrunarfræðinga , 72 (5), 232­239. Herrmann, C. (1997). International experiences with the Hospital Anxiety and Depression Scale – A review of validation data and clinical results. Journal of Psychosomatic Research, 42 (1), 17­41. Jakob Smári, Daníel Þór Ólafsson, Þórður Örn Arnarson og Jón Friðrik Sigurðsson (2008). Mælitæki fyrir þunglyndi fullorðinna sem til eru í íslenskri gerð: Próffræðilegar upplýsingar og notagildi. Sálfræðiritið, 13, 147­169. Kalkman, C.J., Visser, K., Moen, J., Bonsel, G.J., Grobbee, D.E., og Moons K.G. (2003). Preoperative prediction of severe postoperative pain. Pain, 105 (3), 415­423. Karanci, A.N., og Dirik, G. (2003). Predictors of pre­ and postoperative anxi­ ety in emergency surgery patients. Journal of Psychosomatic Research, 55, 363­369. Karl Kristjánsson, Þórunn Guðmundsdóttir og Magnús R. Jónasson (2007). Algengi, greining og meðferð þunglyndis og kvíða sjúklinga í hjarta­ endurhæfingu. Læknablaðið, 93 (12), 841­845. Kleinbeck, S.V. (2000). Dimensions of peri­operative nursing for a national specialty nomenclature. Journal of Advanced Nursing, 31(3), 529­535. Kocaman, N., Kutlu, Y., Ozkan, M., og Ozkan, S. (2007). Predictors of psy­ chosocial adjustment in people with physical disease. Journal of Clinical Nursing, 16 (3a), 6­16. Lára Borg Ásmundsdóttir (2007). Verkir skurðsjúklinga. Óbirt MS­ritgerð: Háskóli Íslands, hjúkrunarfræðideild. Leinonen, T., og Leino­Kilpi, H. (1999). Research in peri­operative nursing care. Journal of Clinical Nursing, 8 (2), 123­138. Leinonen, T., Leino­Kilpi, H., Stahlberg, M­R., og Lertola, K. (2001). The quality of perioperative care: Development of a tool for the perceptions of patients. Journal of Advanced Nursing, 35 (2), 294­306. Leung, J.M., Sands, L.P., Mullen, E.A., Wang, Y., og Vaurio, L. (2005). Are preoperative depressive symptoms associated with postoperative delirium in geriatric surgical patients? The Journals of Gerontology Series A: Biological Sciences and Medical Sciences, 60A (12), 1563­1568. Levenson, J.L., Hamer, R.M., og Rossiter, L.F. (1990) Relation of psycho­ pathology in general medical inpatients to use and cost of services. The American Journal of Psychiatry, 147 (11), 1498­1503. Magnusson, A., Axelsson, J., Karlsson, M.M., og Oskarsson, H. (2000). Lack of seasonal mood change in the Icelandic population: Results of a cross­sectional study. American Journal of Psychiatry, 157 (2), 234­238. Manyande, A., og Salmon, P. (1998). Effects of pre­operative relaxation on post­operative analgesia: Immediate increase and delayed reduction. British Journal of Health Psychology, 3, 215­224. Mitchell, M. (2005). Anxiety management in day surgery. A nursing perspec­ tive. London: Whurr Publishers Ltd.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.