Tölvumál - 01.01.2007, Page 31

Tölvumál - 01.01.2007, Page 31
T Ö LV U M Á L | 3 1 rafrænnar undirskriftar á millifærslum verið rekin um árabil. Af þessu má sjá að talsverð reynsla og þekking í þessum efnum hefur þegar safnast bæði hjá ríki og bönkum. Ljóst er að atvinnulífið í heild getur nýtt sér rafræn skilríki á ýmsan hátt og þannig bætt þjónustu við viðskiptavini sína. Skilríki eru ekki eingöngu notuð í viðskiptalegum tilgangi eða í samskiptum við opinbera aðila. Sem dæmi um aðra notkun má nefna að í nágrannalöndunum hefur verið komið upp öruggum spjallrásum þar sem notkun rafrænna skilríkja minnkar verulega líkurnar á að fólk geti villt á sér heimildir. Þetta er sérstaklega mikilvægt til að tryggja öryggi barna á Internetinu. Samstarf um Íslandsrót Markmið íslenska ríkisins er að koma upp vottunarrót fyrir Ísland, Íslandsrót, Mynd 5: Staðlar og viðmið í samskiptum milli snjallkorts og vefþjóns. Mynd 6: Stillingar í Microsoft IIS netþjóni til að krefjast sannvottunar með skilríkjum. Mynd 7: Dæmi um einfaldan .ASP-kóða sem les kennitölu úr skilríki og birtir á skjá. í þeim tilgangi að skapa sameiginlegt traust í dreifilyklaskipulagi fyrir íslenskt atvinnulíf og hið opinbera. Lögð er áhersla á trausta rót sem uppfyllir kröfur um útgáfu rafrænna skilríkja fyrir íslenskt samfélag. Jafnframt verður þess gætt að útgáfa rafrænna skilríkja undir Íslandsrót hlíti kröfum viðurkenndra staðla um rafræn skilríki í öðrum Evrópulöndum. Mynd 8 sýnir framsetningu í Windows-umhverfi á skilríkjum sem gefin eru út af núverandi rót ríkisins en áætlað er að Íslandsrót sinni þeim þörfum sem þar er sinnt nú. Ríkið hefur frumkvæði að því, í tengslum við evrópskt og alþjóðlegt samstarf, að Íslandsrót komist í alþjóðlega dreifingu (e. federation) þar sem það á við. Í því felst að skilríkin þekkist og njóti viðeigandi trausts. Unnið er að Mynd 3: Innihald X.509 v3 skilríkja. 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3431

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.