Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 32

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 32
gætt yfirbragð hennar enn meiri yndisþokka. Hún virtist vera ung og kát eins og dís. Þegar liún gekk til bróður síns hneigði hún sig, bauð honum til sætis og spurði eftir heilsu föður síns og annarra ættmenna. Á meðan þau töluðu fegin saman, veitti Yi-fang því eftirtekt að herbergið var fagurlegar búið en nokkurt, sem hann hafði áður augum litið. Allir bitarnir í loftinu voru úr útskornum sandelviði með skreytingum úr skjaldbökuskel. Þarna voru gluggarúður úr jaði og við þá perluskermar, sjaldséðir vasar úr bronsi og skálar úr kóral. - Yi- fang vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Kvöldverðurinn var framreiddur. Það var veisla með mörgum sjaldgæfum réttum svo sem apahöfði, skjaldbökukjöti og þar fram eftir götunum. Með víninu, sem var sætara og bragðbetra en nokkuð, er hann hafði áður bragðað, voru bornar fram margs konar hnetur. Bikararnir voru úr gljáðum steintegundum með dásamlegum blæbrigðum. Stúlkurnar sem skenktu vínið voru undurfagrar. Síðan léku fjölmargar stúlkur á hljóðfæri, sungu og dönsuðu. Veislan stóð í um það bil tvær klukkustundir og að þeim liðnum var Yi-fang boðið lil eins af gestaherbergjimum. Húsbóndinn og gestur hans risu árla úr rekkju næsta dag. Á meðan þeir sátu og röbbuðu saman við morgunverðarborðið, kom þjónustustúlka og hvíslaði einhverju að Chang Lao. „Hjá okkur er gestur,“ svaraði Chang Lao brosandi. „Hvernig getum við verið að heiman í allan dag og ekki snúið aftur fyrr en í kvöld?“ Þá sagði hann við Yi-fang: „Þetta er mjög vandræðalegt, en yngri systir mín vill að ég komi með sér í ferðalag til Penglai-fjalls. Systir yðar verður að koma með okkur. Við munum snúa aftur fyrir ljósaskiptin. Verið svo vænn að hafa okkur afsökuð, og gerið yður heimakominn." Hann hneigði sig og dró sig í hlé. Allt í einu sá Yi-fang rauðleitt ský líða upp frá garðinum. Eldfuglar og trönur flugu þvert yíir himininn. Ljúf tónlist barst að eyrum og angan sveif um loftið. Brátt sáust Chang Lao, kona hans og systir fara hjá, hvert um sig á baki eldfugls og bar þau sífellt hærra til himins. Um það bil tólf manna þjónustulið fylgdi þeim, sumir á trönum aðrir á fashönum. Þau héldu í austurátt, hurfu smám saman í skýin í fjarska og skildu aðeins eflir sig óminn af himneskri tónlist. Allan daginn hlúði falleg, lítil þjónustustúlka að Yi-fang og hún var mjög skemmtileg. Hjá henni fékk hann að vita að Chang Lao væri í raun og veru guð, sem stigið hafði til jarðar til þess að greina rétt frá röngu, gott frá illu. Systur hans, sem hefði verið dís í fyrra lífi, hefði Drottinn himnanna látið endurfæðast í mannlegri mynd, í refsingarskyni vegna einhverrar yfirsjónar. Hún hafði reynst svo siðprúð í þessu lífi að örlög hennar höfðu orðið þau að giftast guði og komast þannig aftur til goðheima. Sólin hneig til viðar. Tónlist heyrðist á ný af himni ofan. Chang Lao og föruneyti hans sneru aftur. Hann bað Yi-fang afsökunar á að hafa skilið hann eftir. „Hér er fremur einmanalegt, bróðir,“ sagði hann. „Svo ekkert gæti veitt okkur meiri ánægju en að halda yður hér hjá okkur. Því miður er það svo, samkvæml hinmeskum lögum, að engin mannleg vera má búa í goðheimum. 32 á-.ýSœg/Áiá- - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.