Þjóðmál - 01.12.2006, Qupperneq 8

Þjóðmál - 01.12.2006, Qupperneq 8
6 Þjóðmál VETUR 2006 Miklu nær væri fyrir þessa fjölmiðla að verja meira rými í að kynna nýútkomnar bækur en að básuna yfir þjóðina einstakl- ingsbundnum sleggjudómum um þær. Á aðventunni kalla hljómar kirkju-klukknanna eðlilega meira á mann en á öðrum árstímum. Allt jólastússið gerir það líka að verkum að margir þrá að eiga kyrrláta stund í kirkju. En finna menn frið í kirkjum núorðið? Það er alltaf einhver starfsemi sem þar fer fram, tónleikar, æfingar fyrir tónleika o.s.frv. — og svo eru þær nú ekki alltaf opnar nema við kirkjuathafnir. Ég sakna stundum kirkjulífsins sem ég kynntist þegar ég var við nám í útlöndum. Þar stóðu kirkjurnar jafnan opnar og það var hluti af daglegu lífi margra að ganga þar inn, eiga stund með sjálfum sér og Guði og kveikja á kerti til minningar um látna ástvini. Í nokkur ár hef ég velt því fyrir mér hvort ég eigi nú ekki að fara að sækja messur með reglubundnum hætti. En þetta er dá- lítið átak fyrir mann sem ekki hefur verið kirkjurækinn um dagana. Í þau fáu skipti sem ég hef verið kominn á fremsta hlunn með því að láta af þessu verða hef ég heyrt einhvern prestinn segja eitthvað í útvarps- messunni sem mér mislíkar og hætt við. Sumir prestanna okkar af vinstri vængnum eru því miður svo uppteknir af því að koma stjórnmálaskoðunum sínum á framfæri við þjóðina að sjálfur guðdómurinn sýnist stundum falla í skuggann. Og ég fer ekki í kirkju til að hlusta á pólitískan áróður. Með næsta hefti Þjóðmála hefst þriðji árgangur tímaritsins. Einungis tvö hefti voru í fyrsta árgangi, 2005, og er þetta hefti því hið sjötta í röðinni. Óhætt er að segja að Þjóðmál hafi fest sig í sessi á íslenskum umræðuvettvangi. Það má m.a. sjá af góðri lausasölu ritsins og þeirri athygli sem efni þess hefur jafnan vakið. Þótt heftin hafi vafalítið verið misjöfn að gæðum hefur ritstjóri Þjóðmála ekki fengið nema góð viðbrögð frá lesendum. Flestum ber saman um að rík þörf hafi verið fyrir tímarit af þessu tagi. Ekki er síður ánægjulegt hve margt fólk og úr ólíkum áttum hefur viljað skrifa í Þjóðmál. Enginn hörgull hefur sem sagt verið á efni og hefur það meðal annars orðið til þess að ritstjórinn hefur skrifað sjálfur minna í ritið en hann gerði upphaflega ráð fyrir. Ja fnf ramt hefur þetta gert það að verkum að fjölbreytni hefur ráðið ríkjum á síðum Þjóðmála fremur en stíf ritstýring. Allar ábendingar um efnisval og stefnu ritsins er vel þegnar, því Þjóðmál þrífast ekki nema lesendur þess séu sæmilega sáttir og greiði áskriftargjaldið glaðir í bragði. Að svo mæltu óska ég lesendum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. 4-rett-2006.indd 6 12/10/06 10:07:00 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.