Þjóðmál - 01.12.2008, Side 9

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 9
 Þjóðmál VETUR 2008 7 við Hillary Clinton, að kvöldverði Davíðs henni til heiðurs seinkaði um 90 mínútur . Þjóðerni og skírskotun til þess hefur sett mikinn svip á umræður meðal Íslendinga eftir bankahrunið . Orðspor þjóðarinnar er talið hafa orðið fyrir alvarlegum hnekki . Fjölmiðlar hafa flutt fréttir af óvinsamlegu viðmóti í garð Íslendinga á erlendri grundu og frásagnir um hið sama hafa birst á vefsíðum . Sjálfsmyndin er allt önnur en áður, eins og birtist í þessum orðum Sverris Stormskers í Morgunblaðinu 21 . nóvember, 2008: „Nú er svo komið að velferðarkerfið er í tætlum og helferðarkerfið hefur tekið við, Þegar ystu lögunum er flett ofan af áferðar- fallegu þjóðfélaginu kemur í ljós að það er svo gegnumrotið og maðkétið og gjörspillt og drag úldið að Chicago á dögum Al Capone’s virk ar sem himnaríki í samanburði . Þetta er ekki þjóðfélag heldur þjóffélag .“ Bloggarinn Baldur McQueen, sem er bú- settur í Bretlandi, segir 22 . nóvember, 2008 (http://www .baldurmcqueen .com/2008/ 1144 -seinni-tima-alit): „Ekki er langt síðan maður gat sagt frá upp- runa sínum með töluverðu stolti . Ísland var sam nefnari fyrir traust, velferð og dágott sið- ferði; hvort sem það álit var sanngjarnt eður ei . Í dag bölva ég í hljóði yfir að prófgráðurn ar séu frá íslenskum háskóla; sé jafnvel fram á að þurfa kæra mig inn í framtíðarstörfin . Ísland er orðið að þurfalingi meðal þjóða, fyrirlitið um allan heim . Traustið horfið og þjóðin þykir í besta falli óheiðarleg .“ Stóryrtar lýsingar í þessum dúr efla ekki sjálfs traust neinnar þjóðar . Þá birti Morgun- blaðið hinn 13 . nóvember 2008 baksíðufrétt um að hlegið hefði verið að Íslendingum á þingi 350 evrópskra geðhjúkrunarfræðinga frá 35 löndum á Möltu skömmu áður . Dr . Matt Muijem, framkvæmda stjóri geð- heil brigðissviðs Alþjóðaheilbrigðisstofn un ar- inn ar (WHO) í Evrópu, var sagður hafa vakið hlát urinn með því að hlæja eftir að hafa sagt, að Ís lend ingar hefðu verið hamingjusamasta þjóð í heimi, en þeir væru nú óhamingjus am astir . „Það versta var að öll ráðstefnan tók undir,“ var haft eftir Sylvíu Ingibergsdóttur, íslensk um þing fulltrúa, og hún bætti við: „Við hittum t .d . norskan hjúkrunarfræðing og þegar við sögðum henni að við værum frá Íslandi hló hún og sagði: Já, fátæka fólkið! Fólk frá hinum Norðurlöndunum virtist horfa til þess hvernig útrásarmenn hafa hagað sér og vissu af einhverjum viðbrögðum íslenskra stjórnvalda en það gerði sér enga grein fyrir þeim harmleik sem er hér í gangi og snertir á einhvern hátt allar fjölskyldur á Íslandi . Upplifunin var eiginlega sú að heil þjóð hafi tapað mannorði sínu vegna þess sem gerst hefur í efnahagsmálum .“ Morgunblaðið birti daginn eftir, 14 . nóv- ember, samtal við dr . Matt Muijem, sem sagðist alls ekki hafa verið að segja brandara, þvert á móti að lýsa því, að ekki væri unnt að taka hamingjuna sem gefna í langan tíma, að stæður gætu breyst eins og gerst hefði á Íslandi . Taldi hann, að „kjánalegt“ landakort af hamingjudreifingu hefði vakið hlátur þing- fulltrúa . „Það er hræðilegt ef fólk heldur að mér þyki ástandið á Íslandi fyndið og ég biðst innilegrar afsökunar ef einhver upplifði það svo,“ hefur blaðið eftir Muijem . II . Þegar hugað er að því, hvernig „útrásinni“ var lýst, áður en allt fór á hliðina, er kannski ekki að undra, að fjármálakrísan birtist Íslendingum frekar sem þjóðernislegt áfall en liður í alheimskrísu . Hugmyndafræðin á bakvið sókn íslenskra fjármálamanna út um heim og umsvif bankanna sótti miklu frekar styrk til þjóðernislegs stolts en hagfræðilegra sjónarmiða . Með aðild Íslands að Evrópska efna hags- svæðinu (EES) 1 . janúar 1994 var ákveðið, að íslensk stjórnvöld skyldu „stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskil yrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði“, svo að

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.