Þjóðmál - 01.12.2008, Side 64

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 64
62 Þjóðmál VETUR 2008 Tryggvi Páll Friðriksson Hvað á að gera við listaverkaeign bankanna? Eftir einkavæðingu bankanna á sínum tíma kom upp umræða um listaverkaeign þeirra . Margir töldu að hugsanlega hefði verið rétt að taka verkin eða hluta þeirra út úr bönkunum fyrir sölu þeirra . Nær hefði verið að afhenda Listasafni Íslands verkin til eignar og varðveislu . Við fall bankanna þriggja hefur aftur komið upp umræða um hvað verði um listaverkaeign þeirra . Ljóst er að um veruleg verðmæti, bæði pen- ingaleg og menningarleg, er að ræða og að máli skiptir hvað gert verður . Alls munu vera um fjögurþúsund verk í eigu bankanna og eins og gefur að skilja eru þau af ýmsum toga . Hugsanlega má halda því fram að fjórðungur verkanna sé þess eðlis að þau teljist „safnaverk“, annar fjórðungur sé þar á mörkunum en afgangurinn af blönduðum gæðum og fæst stórmerkilegt . Hluta verkanna er ekki hægt að flytja úr húsakynnum bankanna vegna þess að þau eru einfaldlega hluti af byggingunum . Nú er ágætt að skoða málið í samhengi . Hvað hefur orðið um listaverkin, hvernig hefur almenningur átt kost á að njóta þeirra, hefur eigninni verið haldið við, aukið við hana, eða hefur hún rýrnað? Svo má spyrja hvað Listasafn Íslands hefði gert eða getað gert? Fyrst er rétt að spyrja; hvað hefði Listasafn Íslands gert við þessi verk? Því er svo sem ekki hægt að svara öðruvísi en svo að langflest þeirra hefðu lent í geymslum safnsins og aldrei komið fyrir augu almennings . Sjálfsagt hefði verið haldin sýning á einstökum verkum, jafnvel samantekt úr safni bankanna, en svo ekki söguna meir . Að auki er Listasafnið ekki í stakk búið til að taka við öllum þessum verkum . Sýninga- og geymsluaðstaða safnsins er ófullnægjandi, eins og margoft hefur verið bent á í Listapóstinum . Þá er ljóst að í eigu bankanna voru og eru alls konar verk sem ekki er á færi eða í verkahring listasafnsins að varðveita . Þá er rétt að skoða hvernig söfnunum reiddi af í eigu bankanna . Þegar Landsbankinn var einkavæddur voru um 1 .200 verk í eigu hans . Á sex árum, sem liðin eru síðan, festi bankinn kaup á 400–500 verkum til viðbótar, mörgum hreinum perlum . Þessi kaup voru í mörgum tilfellum ómetanlegur stuðningur við myndlistarfólk í landinu . Nú á bankinn um 1 .700 verk . Mikil áhersla var lögð á að listaverkin væru aðgengileg almenningi og var mikill hluti þeirra sýnilegur í bankanum

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.