Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Side 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Side 52
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201348 ÚTDRÁTTUR Rannsóknir sýna að stjórnunarhættir hafa áhrif á starfsánægju og þjónustuna sem veitt er á heilbrigðisstofnunum. Enn fremur hefur verið sýnt fram á að starfsánægja hafi áhrif á heilbrigði starfsfólks og að skipulagsbreytingar og sparnaðaraðgerðir geta haft neikvæð áhrif á starfsánægju og líðan. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna líðan starfsfólks hjúkrunardeilda meðalstórra heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og viðhorf þess til stjórnunar. Könnuð voru tengsl starfsánægju, líðanar starfsfólks og stjórnunarlegra þátta og athugað hvort munur væri á landshlutum og ólíkum starfsstéttum. Rannsóknin var lýsandi spurningakönnun meðal allra (410) hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðstoðarfólks í hjúkrun á 14 hjúkrunardeildum utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. Svarhlutfall var 74%. Spurt var um starfsánægju, líðan, samstarf og viðhorf til stjórnunar og yfirmanna. Líðan í starfi var metin með kulnunarkvarða Maslachs (MBI­GS). Gagnaöflun fór fram frá nóvember 2009 til janúar 2010. Yfirgnæfandi meirihluti svarenda var ánægður í vinnunni (90%) og 69% hugðust vera á sama vinnustað næstu ár. Þrír af hverjum fjórum voru ánægðir með næsta yfirmann sinn og vinnuaðstöðu, en einungis 47% með æðstu yfirmenn stofnunar. Langflestir (74%) voru óánægðir með laun sín. Þriðjungur svarenda hafði orðið var við einelti á vinnustaðnum. Kulnun mældist lítil, þ.e. tilfinningaþrot 6,79 (±4,5), hlutgerving 5,71 (±4,7) og starfsárangur 22,77 (±5,2). Marktæk tengsl voru milli líðanar í starfi og viðhorfa til starfs og stjórnunar, einkum varðandi tilfinningaþrot (R2 = 0,23, p<0,001). Á Suður­ og Vesturlandi mældist almennt meiri óánægja og vanlíðan í vinnu en á Norður­ og Austurlandi. Munur á starfsstéttum var lítill en kom þó fram varðandi líðan og afstöðu til stjórnunar í nokkrum atriðum. Niðurstöðurnar sýna að starfsfólk hjúkrunardeilda á landsbyggðinni er almennt ánægt í vinnunni og kulnunar gætir lítið þrátt fyrir mikið vinnuálag, óánægju með laun og sparnaðartengdar breytingar undanfarin ár. Talsverður munur er á landshlutum en minni eftir starfsstéttum. Starfsánægja og líðan tengjast viðhorfum til stjórnunar og huga ber að markvissari stjórnun, ekki síst í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Lykilorð: Landsbyggð, heilbrigðisstarfsfólk, stjórnun, starfs­ ánægja, líðan í starfi. INNGANGUR Þegar rannsóknir eru skoðaðar um áhrif starfsánægju á heilsufar er í flestum tilfellum rætt um sálfélagslega þætti eins og kulnun og vinnustreitu. Þessir þættir fara oft saman vegna áhrifa neikvæðs mats á starfi og þeim aðstæðum sem starfsfólk býr við á vinnustað til lengri tíma. Rannsóknir sýna að vinnuaðstæður heilbrigðisstarfsfólks, þar á meðal samskipti starfsfólks og stjórnenda, hafa áhrif á starfsánægju og þá heilbrigðisþjónustu sem veitt er (Newman og Lawler, 2009). Enn fremur hefur verið sýnt fram á að starfsánægja hafi áhrif á heilbrigði starfsfólks (Faragher o.fl., 2005; Fischer og Sousa­Poza, 2009). Hallfríður Eysteinsdóttir, Landspítala – háskólasjúkrahúsi Hermann Óskarsson, Háskólanum á Akureyri Ragnheiður Harpa Arnardóttir, Háskólanum á Akureyri og Sjúkrahúsinu á Akureyri HEILBRIGÐISSTARFSFÓLK HJÚKRUNARDEILDA Á LANDS­ BYGGÐINNI: VIÐHORF TIL STJÓRNUNAR OG LÍÐAN Í STARFI ENGLISH SUMMARY Eysteinsdottir, H., Oskarsson, H., and Arnardottir, R.H. THE ICELANDIC JOURNAL OF NURSING (2013), 89 (3), 48­56 HEALTH CARE STAFF OF REGIONAL NURSING UNITS: ATTITUDES TO ADMINISTRATION AND PROFESSIONAL WELL­BEING Management in healthcare organizations can affect job satisfaction and the service provided. The literature also shows a relationship between job satisfaction and well­being of healthcare workers and organizational changes and budget cuts can affect these factors in a negative way. The aims of this study were to investigate the attitudes towards management among healthcare workers in long­term­care wards in rural Iceland, as well as their well­being. Possible relationships between job satisfaction, well­being at work and management, along with regional and occupational differences, were explored. A cross­sectional survey among nurses, licensed practical nurses and assisting nursing personnel (410) was conducted in 14 long­term wards outside the capital area and Akureyri. Response rate was 74%. Questions were asked about job­satisfaction, well­being, and attitudes towards the organization and management. The Maslach’s burnout scale (MBI­GS) was used to measure burnout. Data were collected between November 2009 and January 2010. A large majority of participants (90%) was quite satisfied at work and 69% planned to continue working at their current ward. Three out of four were satisfied with their supervisor next in line and working conditions, but only 47% were satisfied with the supreme management. Most participants (74%) were unsatisfied with their wages. One third of the participants had noticed workplace bullying. Burnout was low. Significant relationship between well­being at work and attitudes towards management was found, especially regarding emotional exhaustion (R2 = 0.23, p<0.001). Participants working far away from the capital were more content at work than those living nearer to Reykjavík. Occupational differences were scarce. Study findings indicate that healthcare workers in long­term care in rural Iceland show high work satisfaction and little signs of burnout, in spite of high work­load, low salary and repeated organizational changes. Job satisfaction and well­being is related to management. Prominent regional differences show that efficiency management is especially important in rural regions near the capital town area. Key­words: Rural area, healthcare workers, management, job satisfaction, well­being at work. Correspondence: rigoletto@live.com

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.