Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201032 Sigríður Aðalheiður Pálmadóttir, sigridur.a.palmadottir@heilsugaeslan.is HEILSUVERND Í BREYTTU ÞJÓÐFÉLAGI: RAUÐUR – GULUR – GRÆNN? Hér er sagt frá hugmynd um hvernig má veita fjölskyldum betri og sértækari þjónustu með því að huga betur að þörfum og aðstæðum þeirra. Eins og tíðkast hefur í gæðastjórnun eru umferðarljós notuð til þess að tákna mismunandi stig við forgangsröðun. Ég hef haft mikinn áhuga á heilsuvernd, heilsueflingu og heilsuhagfræði alveg síðan ég tók sérnám í „heilsugæsluhjúkrun“ fyrir rúmum 25 árum. Þetta efni hefur verið mér sérlega hugleikið í kjölfar hrunsins og í raun áður í tengslum við breytt þjóðfélag en lítt breytt heilbrigðiskerfi og heilsugæsluþjónustu. Það er samt alltaf verið að reyna að bæta verklag, og ekki vil ég gera ekki lítið úr þeim nýlegu klínísku leiðbeiningum sem við vinnum eftir í dag á landsvísu en þær eru til mikilla bóta í mæðra­, ung­ og smábarnavernd sem og skólaheilsugæslu. Við hljótum alltaf að leitast við að vinna með hagsmuni skjólstæðinga okkar að leiðarljósi en þeir eru þó svo misjafnir og margvíslegir að erfitt er að uppfylla þarfir allra. Í þessu sambandi vil ég vísa til þeirra gilda og markmiða sem heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sett sér og sjá má á á vef hennar. Í amstri dagsins, þegar erfitt er að halda sjó með núverandi þjónustu vegna krafna um niðurskurð og hagræðingu, leitar hugurinn aftur til áranna 2000­2002 þegar við töldum okkur geta gert betur þrátt fyrir að hafa úr litlu að spila. Þá var samstarfshópur Félags þjónust­ u nnar í Kópavogi og Heilsugæslunnar í Kópavogi settur á laggirnar til þess að móta tillögur um aukið samstarf stofnananna á sviði forvarna í barnavernd. Í hópinn voru skipuð Hörður Björnsson læknir og Margrét Stefánsdóttir ljósmóðir frá Heilsugæslu og frá Félagsþjónustunni Jóna Rut Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og María Þorsteinsdóttir forvarnafulltrúi. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu í febrúar 2001 undir yfirskriftinni „Samantekt samstarfshóps Félagsþjónustu og Heilsugæslu um forvarnir“. Þar voru kynntir ýmsir samstarfsmöguleikar stofnananna. Afráðið var að vinna að sérstöku þróunarverkefni sem fæli í sér að skipuleggja nýjar vinnuaðferðir. Markmiðið var að greina erfiðleika og áhættuþætti í fjölskyldum, meðal annars mæðravernd, bjóða viðeigandi meðferð og stuðning og skapa börnum þar með bætt uppeldisskilyrði. Ávinningur af slíku starfi er mikill, bæði fyrir fjölskyldur bæjarfélagsins og stofnanirnar báðar. Inngrip með stuðningi og ráðgjöf í málefni fjölskyldu í frumbernsku barns, eða jafnvel áður en það fæðist, getur komið í veg fyrir margvíslega erfiðleika og jafnvel alvarleg barnaverndarmál. Til að gera langa sögu stutta þá voru haldnir níu samráðsfundir auk kynningarfunda fyrir allt starfsfólk beggja stofnana. Með stuðningi samtaka félagsmálastjóra og landlæknis var haldið málþing þar sem heiðursgestur var Maria Aarts sem kynnti Marte Meo­líkanið sem er unnið með í Hollandi, Belgíu og víðar. Framfaraverkefnið Spor leit líka dagsins ljós þó svo að það hafi því miður aldri náð að vaxa og dafna þar sem hvorki fjármagn né starfsfólk var til í svona framþróun hjá þessum stofnunum frekar en nú. Þetta verkefni hefur þó lifað áfram í hugum margra og ekki síst mínum huga. Í lok greinarinnar læt ég fylgja hluta af þessari frábæru hugmyndasmíði svo þið sjáið sjálf hvað okkur miðar hægt í framþróun, en sumir verkþættir Spors hafa náð í gegn hjá okkur en aðrir alls ekki. Núorðið erum við hluti af heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eins og fyrr er nefnt og þar hefur orðið heilmikil framþróun á þessum sviðum. En nú langar mig að koma að kjarna málsins – forgangsröðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.