Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 45
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 41 því að telja þau að mestu óviðkomandi lífinu sjálfu. Hvernig Florence Nightingale orðar þetta er bæði athyglisvert og merkilegt. Í orðum hennar óma orð heimspekingsins Jean Jacques Rousseau sem sagði: „Tungumál eru til þess að tala þau, skriftir eru bara staðgengill talsins“ (Rosseau, tilvísun í Derrida, 1967). Þegar Florence Nightingale segir að ritun sé „staðgengill fyrir lífið sjálft“ á hún ekki endilega við að ritunin sé lítilvæg. Hún er frekar að segja að ritun hafi hliðartilgang í lífinu, þ.e. hlutverk textans er fyrst og fremst að hlaupa í skarðið fyrir höfundinn sjálfan. Að hennar áliti kemur ritun að nokkru leyti í stað nærveru höfundarins sjálfs. Þannig voru bréf hennar tilraun til þess að koma manneskjunni Florence Nightingale og skoðunum hennar á framfæri þótt hún væri sjálf fjarri. Þetta á til dæmis við þegar hún stundaði hjúkrun í Krímstríðinu og seinna þegar hún var rúmföst langtímum saman. Virginia Dunbar skilur þetta á sama hátt þegar hún segir í formála bandarísku útgáfunnar af Notes on nursing að það sé tilgangur bókarinnar að láta okkur finna fyrir nærveru Florence Nightingale. Virginia Dunbar skrifar þannig: Íhugull lesandi þessara minnispunkta um hjúkrun mun njóta þess að hafa hjá sér „leiðsögumann, heimspeking og vin“ sem gengur samviskusamlega við hlið hans, talar um hjúkrun og bendir hiklaust á „hvað hjúkrun er og hvað hún er ekki“ (Dunbar, 1946/1969). Ljóst er að líta ætti á bók Florence Nightingale sem staðgengil fyrir Florence sjálfa eða að minnsta kosti fyrir töluð orð hennar. Florence segir sjálf að „eftirfarandi minnispunktar [séu] alls ekki hugsaðir sem reglur ... [heldur] einungis til þess að vekja upp hugsanir“ (Nightingale, 1859/1969). Þrátt fyrir það gefur textinn og stíllinn ekki til kynna nærveru Florence sem „leiðsögumanns, heimspekings og vinar“ heldur frekar sem ráðríks kennara sem lætur vita (ef vitnað er í undirfyrirsögn bókarinnar Notes on nursing) hvað hjúkrun er og hvað hún er ekki. Á minna en hundruð blaðsíðum er þessi litla kennslubók stöðugt að segja lesandanum hvað hann á (37 sinnum), skal (53 sinnum) og verður (61 sinnum) að gera. Ég tel því að skrif Florence Nightingale komi í staðinn fyrir hennar eigin sterku nærveru og að tilgangur hennar með þeim hafi fyrst og fremst verið að halda fast fram vilja sínum og skoðunum. Af hverju og fyrir hverja skrifum við? Þessi þröngi skilningur á að tilgangurinn með skriftum sé í eðli sínu að gefa eitthvað til kynna, þ.e. að segja frá, kenna og fræða, er afar algengur innan bæði hjúkrunarstarfsins og hjúkrunar sem fræðigreinar. Hjúkrunarfræðingar grípa til skrifta fyrst og fremst til að festa á blað hvað þeir hafa gert fyrir sjúklingana, sem sagt til þess að upplýsa aðra heilbrigðisstarfsmenn. Fræðimenn innan hjúkrunar skrifa einkum til þess að upplýsa eða kenna nemendum, klínískum hjúkrunarfræðingum eða öðrum fræðimönnum. Til dæmis spyr (og svarar) Burnard (1999) eftirfarandi mælskulistarspurningum: Verðum við ekki vissulega að skrifa til þess að miðla upplýsingum? Ef ekki, af hverju og fyrir hverja skrifum við? ... Ef við viljum fá hugmyndir okkar framkvæmdar í verki verðum við að skrifa um þær þannig að klínískir hjúkrunarfræðingar og aðrir skilji (Burnard, 1999, bls. 598). Burnard er leikinn og afkastamikill höfundur en virðist ekki skilja að fræðiritstörf hafi neinn annan tilgang en að segja klínískum hjúkrunarfræðingum fyrir verkum á einföldu og afdráttarlausu máli þannig að þeir skilji. Samt sem áður geta ritstörf þjónað mörgum hlutverkum fyrir utan að bara segja frá eða kenna. Tilgangur þeirra er meira en að vera staðgengill fyrir návist og rödd höfundar. Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein kallaði hin mörgu hlutverk talaðs og skrifaðs máls tungumálaleiki (Wittgenstein, 1953). Hið skrifaða orð má jöfnum höndum nota til þess að rökræða, deila, tjá ágreining, gagnrýna, ögra, ímynda sér, íhuga, láta sig dreyma, skapa og velta vöngum. Mikilvægast er þó að þegar við skrifum fáum við tækifæri til að hugsa. Því miður er fátt ef ekkert af þessu (þar með talið að hugsa!) hátt skrifað í hjúkrun og þar af leiðandi eru fáir af þessum tungumálaleikjum auðsæir í því sem hjúkrunarfræðingar hafa birt. Það er eins og ekkert hafi breyst síðan Florence Nightingale lét okkur vita hvað er hjúkrun og hvað er ekki hjúkrun. Þessi skilningur, að hlutverk ritaðs orðs sé aðallega að kenna hjúkrunarfræðingum að vinna vinnuna sína, hefur styrkst undanfarið. Því veldur ekki bara Burnard og tilraunir hans til að fá sínar „hugmyndir framkvæmdar í verki“ heldur líka hvernig hjúkrun hefur tekið til sín gagnreynda heilbrigðisþjónustu (evidence­based practice) og hin fremur barnalega sýn að gagnreynd þjónusta sé lítið annað en að koma rannsóknarniðurstöðum í framkvæmd. Vissulega bergmálar bókarheiti Florence Nightingale í einni af þeim greinum um gagnreynda heilbrigðisþjónustu sem mest er vitnað í en hún heitir „Evidence­based medicine: what it is and what it isn´t“ (Sackett o.fl., 1996). Hér á eftir mun ég rannsaka frá sjónarmiði formgerðarhyggjunnar mikilvægi þess að horfa á skriftir sem aðferð til að hugsa. Það sjónarhorn á skriftir færir okkur talsvert frá tungumálaleikjum Florence Nightingale um það að gefa eitthvað til kynna og vera staðgengill hins fjarverandi höfundar. Frá sjónarmiði formgerðarhyggjunar eru skriftir ekki bara staðgengill lífsins, þær eru lífsmáti. Málið er ekki bara að skrá hjúkrunaraðgerðir heldur eru skriftir ein leiðin til þess að hugsa um og stunda hjúkrun. Að skrifa: áhrifslaust sagnorð? Ég hef bent á það annars staðar að fyrir utan hlutverkið að skrá hugsanir okkar má hugsa sér skriftir sem skapandi rannsóknarferli (Rolfe, 2009). Fyrir utan að skrifa til þess að koma hugsunum, skoðunum og aðgerðum okkar á framfæri þá skrifum við stundum fyrir okkur sjálf til þess að segja okkur það sem við gerðum okkur ekki grein fyrir að við vissum. Skáldsagnahöfundurinn og kenningafræðingurinn Hélène Cixous líkir skriftum við stiga og skriftirnar eru leið til þess að rannsaka hugsanir og tilfinningar í undirvitund höfundarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.