Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Blaðsíða 25

Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Blaðsíða 25
Gott aðgengi að byggingum og umhverfi er eitthvað sem stór hluti fólks þarf ekki að velta mikið fyrir sér. Gott aðgengi skiptir samt afar miklu máli fyrir þann hóp fólks sem býr við hreyfihömlun og skerðingar af einhverju tagi. Það að komast óhindrað um umhverfi sitt getur dregið mikið úr áhrifum fötlunar og sjúkdóma á líf þeirra einstaklinga sem við það búa. Hér á eftir má lesa um upplifun okkar og hugleiðingar, en gott aðgengi er okkur afar mikilvægt til að geta tekið fullan þátt í samfélaginu. Við Jón Heiðar og Nanna Bára búum á Akureyri ásamt 12 ára dóttur okkar Bjarneyju Guðrúnu. Við feðginin Jón og Bjarney erum haldin meðfæddum vöðvasjúkdómi sem hefur veruleg áhrif á hreyfigetu okkar og þurfum við að notast við hjólastól til allra okkar ferða. Almennt er hægt að segja að á undanförnum árum hafi aðgengi farið batnandi þótt enn séu brotalamir á mörgum stöðum. Okkar upplifun er að í flestum opinberum byggingum séu þessir hlutir komnir í þokkalegt horf. Hins vegar vantar oft mikið upp á, t.d í einkareknum verslunum og þjónustu. Með tilkomu verslanakjarna, eins og t.d. Glerártorgs, fjölgar samt stöðum sem eru aðgengilegir og leitumst við að sjálfsögðu við að fara á slíka staði. Eins er það okkar upplifun að margir veitinga- og gististaðir bjóða ekki upp á viðunandi aðgengi og verða þeir þá af viðskiptum við þá aðila sem ekki komast þar um. Það sem rekstaraðilar gera sér ekki alltaf grein fyrir er að þeir verða af miklum viðskiptum vegna lélegs aðgengis. Þetta snýst nefnilega ekki bara um þá einstaklinga sem búa við hreyfihömlun. Ef halda á veislu eða samkomu hjá vinum eða fjölskyldu okkar er auðvitað valinn staður sem er aðgengilegur og getur þá verið um að ræða viðskipti fyrir tugi manna. Upplifun notenda af aðgengi fyrir hjólastóla er eflaust misjöfn. Við höfum verið það heppin að eiginlega öllu sem tengist aðgengi fyrir dótturina hefur verið mætt með jákvæðu viðmóti. Sem dæmi má nefna að þegar kom að leikskólagöngu Bjarneyjar fór allt á fullt hjá bæjarfélaginu við að finna sem hentugastan leikskóla og því breytt og bætt sem þurfti til að hún nyti sín sem best í leikskólaumhverfinu. Sama var uppi á teningnum þegar kom að skólagöngunni. Hennar skóli á þessum tíma var ágætlega aðgengilegur og ef eitthvað var að þá var það bara lagað. Þegar Bjarney byrjaði í 4.bekk fór hún Aðgengi - hefur fólk með hreyfihömlun sama aðgang að samfélaginu og aðrir? Jón Heiðar Jónsson og Nanna Bára Birgisdóttir, iðjuþjálfi Það er hægt að yfirstíga ýmsar hindranir með réttum útbúnaði

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.