Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 22
22 SKÓLASTARF SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 „Skipulagt skólastarf hófst á Egils- stöðum 1945. Skólahald á Eiðum á sér töluvert lengri sögu. Grunnskólinn Egilsstöðum og Eiðum tók til starfa haustið 1999 og varð til með sam- einingu Grunnskólans Eiðum og Egilsstaðaskóla.“ (Náman, skólanámskrá Grunnskólans á Egilsstöðum og Eiðum.) Eins og fram kemur í þessari tilvitnun á skólahald á Eiðum sér lengri sögu en skólastarf á Egilsstöðum. Heimavist við Barnaskólann (nú Grunnskólinn Egils- stöðum og Eiðum) var tekin í notkun á Eiðum árið 1959 en áður var ýmist umferðarkennsla eða farkennsla á bæjum í hreppnum. Skólahúsið sem hýsti Barna- skólann á Eiðum hér áður fyrr er mjög vinalegt, heimavistin er á efri hæð hússins en hún stendur nú ónotuð. Allt námsumhverfi ð á Eiðum er hlýlegt og skemmtilegt. Þar hefst skólaganga nemenda í Grunnskólanum Egilsstöðum og Eiðum og eru þeir þar fyrstu tvö árin. Börn úr Eiða- og Hjaltastaðaþinghá og byggðarkjarnanum á Egilsstöðum ganga í Grunnskólann Egilsstöðum og Eiðum og koma nemendur með skólabílum í skólann. Fyrir sum börn fer langur tími í akstur en það getur verið mikill ókostur fyrir litlar manneskjur. Kostirnir við að vera á Eiðum eru hins vegar margir og má þar nefna umhverfi ð, en í kringum skólabygginguna eru móar og trjágróður og því stutt að fara Álfheiður Ingólfsdóttir, Drífa Magnúsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Linda Therese Fransson, Sigþrúður Sigurðardóttir og Sigríður Friðný Halldórsdóttir kennarar við Grunnskólann Egilsstöðum og Eiðum skrifa út í náttúruna í vettvangsferðir og einnig á nærliggjandi sveitabæi. Skólahúsnæðið er hlýlegt og skemmti- legt. Þar eru fi mm kennslustofur. Lítið tölvuver með fi mm tölvum er í litlu herbergi en það nýtist einnig sem gagnasmiðja kennara. Í skólanum er eldhús og mat- salur þar sem allir nemendur borða saman í hádeginu. Í vetur eru 68 nemendur í fyrsta og öðrum bekk. Deildarstjóri yngsta stigsins er staðsettur á Eiðum. Kennarar eru sex, þ.e. fjórir umsjónarkennarar, einn kennari sem annast stuðningskennslu og kennari sem sinnir tónmennt. Einnig kemur kennari frá Tónlistarskólanum á Egilsstöðum, en komið hefur verið á samstarfi Tónlistarskólans og Grunnskólans um tónmenntakennslu í fyrstu tveimur bekkjunum. Þetta skólaár starfa svo tveir stuðningsfulltrúar. Í eldhúsi eru tvær matráðskonur sem ásamt öðrum starfsmönnum á Eiðum leggja sitt af mörkum við að skapa heimilis- legt andrúmsloft. Á Eiðum hefur þróast sveigjanlegt og skapandi starf undanfarin ár. Náttúruna í kringum Eiðastað hafa kennarar verið duglegir að nýta sér til útikennslu og þemavinnu. Sem dæmi má nefna að farið hefur verið í gönguferð út að Gilsá þar sem steinar voru skoðaðir, farið í heimsókn á næsta bóndabæ til að líta á sauðburð, gengið niður að Húsatjörn í Eiðaskógi eða að Eiðavatni þar sem týnd hafa verið ber og fuglar skoðaðir. Oft er njósnað um rjúpurnar á vorin og fylgst með farfuglum koma og fara. Nemendur hafa málað austfi rsk fjöll og voru Dyrfjöllin þar mjög vinsæl en Herðubreið var ekki langt undan hvað Þar sem rjúpan verpir við húshornið Af skólastarfi á Eiðum Gullabú á Eiðum. Lj ós m yn di r fr á ke nn ur um á E ið um

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.