Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 6
6 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 fer var skólinn fullur af góðu fólki, kennurum og nemendum, sem menntuðu sveitastráka sem aðra að vissu marki. En það er alveg á mörkunum að unnt sé að þakka skólanum fyrir það, það var ekki á námskrá, sú menntun var ekki til prófs. Ekki var Háskólinn þá á hærra plani en svo að svaraði til einhvers konar eldri deildar af menntaskóla þess tíma. Vökustrákarnir þáverandi eins og Friðrik Sófusson og Björn Bjarnason og við á vinstri kantinum á B-listanum áttum í ýmsu karpi á háskólaárunum. Þeir Björn hafa sennilega ekki verið miklir vinir samfélagsfræðanna síðar en ég kann þó betur nú orðið við mörg sjónarmið þeirra en hinna sem lugu því að mér vísvitandi að austan tjalds væri verið að iðka réttlæti og berjast fyrir hagsmunum lítilmagnans. Ég kom eitt sinn til Björns á ráðherrastóli menntamála í öngum mínum yfir kennararáðningu sem ég hélt ég ætti að framkvæma samkvæmt lögverndunarlögum en vissi að var ekki í þágu nemenda. „Ætlarðu að stjórna þessum skóla sjálfur eða láta einhverja aðra gera það?“ spurði Björn og skerpti hugsun mína með afgerandi hætti. Ef til vill féll samfélagsfræðin ekki ein- göngu á pólitískri ákvörðun. Verkefnið var stórt, það gekk of hægt, kraftarnir voru of dreifðir. Ef til vill var kennarastéttin ekki tilbúin. Engar meiriháttar breytingar verða í menntakerfinu án þess að kennarar séu sáttir við þær og skilji þær. Alveg sama hvaða námskrá er samin og lögleidd, hvaða tími er ætlaður til verka. Í þeim skilningi eigum við allt undir kennarastéttinni, víðsýnni, framfarasinnaðri og vel launaðri kennarastétt. Í kennslustofunni fer það fram sem kennarinn er sáttur við og ræður við, annars fer nemendahópurinn og tíðarandinn sínu fram. Kennarar eru eins og aðrir Íslendingar áhlaupamenn. Á örfáum árum reistu þeir nýtt skólakerfi, áfangaskólakerfið, verknáms, bóknáms, kvöldskóla og full- orðinsfræðslu. Sömdu kennsluáætlanir, aðlöguðu og sömdu námsefni, sömdu í raun nýja aðalnámskrá og lögðu grunn að næsta mannsaldri í íslenskri skólasögu. Kennarar eru heldur engir eftirbátar annarra í þvergirðingi og þrjósku þegar sá gállinn er á þeim. Það er misráðið að hafna því eftirliti og aðhaldi sem felst í samræmdu námsmati. Í frelsinu felst sannarlega færi á frumkvæði og í því njóta einstaklingar og stofnanir sín. Frelsi án takmarkana umhverfist hins vegar hvenær sem er og hvar sem er í andhverfu sína, höft, lágkúru og dáðleysi sem nú þegar er unnt að benda á í ýmsum myndum. Endurskipulagning námstíma til stúdentsprófs er kjörið tækifæri skóla- kerfisins til þess að rífa upp þrjátíu ára gamalt skipulag, bæta kjör, skilgreina aðstöðu, smíða námsbrautir, þróa kennsluform, tækifæri til þess að ganga í endurnýjun lífdaganna. Um leið þarf að berja á óttanum við breytingar, hafna drambi og hroka sem sumir hafa leyft sér að ala upp í nemendum sínum og beita þeim síðan fyrir sín sjónarmið. Mér er það og verður hulin ráðgáta hvaðan góðu fólki sem ég þekki kemur sú vissa að fjögur ár til stúdentsprófs hafi ígildi náttúrulögmáls. Því þjóðfélagi sem ég ólst upp í dugðu fjögur ár til landsprófs. Ég hefði haft gott af einu eða tveimur í viðbót en hvorki þau né önnur hefðu eytt eða munu eyða dómgreindarleysi, sið- blindu eða þekkingarleysi. Sú menntun er einfaldlega ekki undir árum komin. Gamla menntakerfinu fannst að einn latínutími á dag í fjögur ár, líklega 15% af saman- lögðum námstíma mínum í menntaskóla, væri hæfilegur undirbúningur fyrir næsta þrep í lífinu. Staðreyndin er auðvitað sú að hverjum tíma hentar sitt fyrirkomulag. Samtíminn snýst um að túlka og leita. Þeir tímar og einstaklingar sem finna ekki sína fjöl útskrifast af prófdómurum sögunnar sem nátttröll og saltstólpar. Úr því að þetta er orðin eins konar játningagrein og uppgjör á „mennta- lífshlaupi“ mínu þá er best að enda á reiknilíkaninu. Ég vann að því löngum og talaði máli þess eða varði en vildi að ég ætti meira í því, sem gott er um það að segja, en ég í rauninni á. Nú eru gamlir kollegar mínir farnir að senda mér skilaboð um valdhroka bæði augliti til auglitis og um leiðir fjöl-miðla. Væri nú sök sér ef valdið væri eitthvert. En valdhroki án valds er enn aumkunarverðari ef hægt væri. Lengi starfsævinnar, og kannski enn, var kyrjaður sá söngur að kennarar í eilífum fríum væru fullsæmdir af lágum launum og hvorki þeir né skólakerfið yfirleitt þyrfti á meira fé að halda fremur en aðrir þeir sem fara illa með það. Fljótlega eftir að ég fór að sinna stjórnunarstörfum varð mér ljóst að fjárveitingar til skóla fóru m.a. eftir því, stundum a.m.k., hversu duglegir formælendur þeirra voru að fá fundi með fjárveitinganefnd. Ég ánetjaðist hugsuninni um reikni- líkan með þennan bakgrunn. Kerfi byggt á hlutlægum mælikvörðum, opið, uppi á borðinu, aðgengilegt öllum sem vilja. Skólameistarar voru almennt hlynntir hugmyndafræðinni og boðuðum aðferð- um. Þó voru Tryggvi Gíslason og Þorsteinn Þorsteinsson aldrei alveg sáttir og við Tryggvi skiptumst á nokkrum föstum skotum á árunum fyrr. Síðan hefur þeim heldur fjölgað sem ganga fram og gagnrýna þetta vinnulag. Ég væri fullkomlega ósamkvæmur sjálfum mér ef ég viðurkenndi ekki að hugsanlega sé tími reiknilíkansins liðinn. Tvennt væri ég þó ósáttari við en annað ef horfið væri frá líkaninu vegna þeirrar gagnrýni sem helst hefur heyrst að undanförnu. Í gegnum reiknilíkanið er greitt um það bil helmingi meira fyrir áfanga og nemendur almennrar brautar en fyrir sambærilega áfanga annarra nemenda og brauta. Þessu framlagi er með öðru (t.d. þróunarsjóði) ætlað að standa straum af nýju og endurbættu námsframboði sem hentar brautinni, að nemendurnir fái Kennarar eru eins og aðrir Íslendingar áhlaupa- menn. Á örfáum árum reistu þeir nýtt skólakerfi, áfangaskólakerfið, verknáms, bóknáms, kvöld- skóla og fullorðinsfræðslu. GESTASKRIF Staðreyndin er auðvitað sú að hverjum tíma hentar sitt fyrirkomulag. Samtíminn snýst um að túlka og leita.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.