Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 10
10 NÁMSGÖGN, MÁLÞING SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 7. ÁRG. 2007 Sigurður Svavarsson útgáfustjóri Eddu og Ingólfur Helgason forstjóri Kaupþings undirrita samninginn í húsakynnum Menntaskólans í Reykjavík í september sl. Nú er ekki hjá því komist að hrósa svolítið þótt það sé okkur Íslendingum lítt tamt … og allra síst að hrósa vell- ríkum stórfyrirtækjum. Það leikur nefni- lega enginn vafi á því að Kaupþing á hól skilið fyrir að borga aðgang allra grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á landinu að vefnum Vefbækur.is Þessi aðgangur nýtist allt að 80 þúsundum nemendum sem er ekkert smáræði. Nem-endur fá aðgang að ritunum á staðarneti viðkomandi skóla. Bækurnar sem um ræðir eru heldur ekki af verri endanum, þarna eru íslensk, dansk-íslensk, spænsk-íslensk, íslensk-ensk og frönsk- íslensk orðabók auk fleiri orðabóka, orðstöðulyklar Íslendingasagna og verka Halldórs Laxness, tveggja binda verkið Samtíðarmenn, Kortabók Íslands og Nöfn Íslendinga. Unnið hefur verið í fjögur ár að þróun orðabóka og uppflettirita á vef hjá Eddu útgáfu undir stjórn Marinós Njálssonar vefbókaritstjóra . Fyrsta verkið sem var aðgengilegt á vefnum var Íslensk orðabók en síðan þá hefur orðabókum og uppflettiritum á vefnum fjölgað jafnt og þétt, enda miðast öll útgáfuvinna við bækur af þessu tagi við útgáfu á prenti og á vef samhliða. „Þessi samstarfssamningur var undir- ritaður í byrjun september að viðstöddum menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem tók formlega við aðganginum fyrir hönd skólakerfisins,“ segir Snorri Ingason sölustjóri. „Við höfum fengið góðar viðtökur frá kennurum og skólastjórnendum og þetta er gríðarlega mikið notað en betur má ef duga skal. Við höfum orðið vör við að margir kennarar vita ekki enn af þessum aðgangi og okkur er auðvitað í mun að koma upplýsingunum áleiðis til þeirra.“ Þar sem um vefbækur er að ræða fylgja ýmsir möguleikar í tengslum við leit, gerð orðalista í svokallaða glósubók o.fl. Þess má geta að almenningur getur fengið aðgang að vefnum Vefbækur.is gegn greiðslu. Verði er að sögn Snorra stillt mjög í hóf en það er kr. 485 á mánuði. Snorri Ingason veitir fúslega allar nánari upplýsingar, netfang hans er snorri@ forlagid.is. Slóð vefsins Vefbækur.is er vefbaekur.is Frábær stuðningur við skólastarfVefbækur.is Málþingið Hátt til lofts og vítt til veggja verður haldið þann 23. nóvember nk. kl. 12:30 – 16:00 á Grand Hotel við Sigtún í Reykjavík. Málþingið er haldið á vegum Félags leikskólakennara í samvinnu við Félag leikskólafulltrúa. Málþingsstjóri er Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt og deildarstjóri byggingarlistadeildar Lista- safns Reykjavíkur. Óhætt er að segja að þarna er mjög spennandi málþing á ferðinni um mikilvægt málefni sem lítið hefur verið til umræðu. Ólíkir heimar – hönnun bygginga og leiksvæða með þátttöku nemenda og kennara Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Alison Clark kennari í menntunarfræði ungra barna. Clark kennir við Froebel college sem er menntavísindaskóli Roehampton háskólans í London. Sem fræðimaður hefur hún meðal annars sérstakan áhuga á þróun þátttökuaðferðarinnar, hlustun á viðhorf og sjónarmið barna og upplifun barna af stöðum. Ásamt Peter Moss þróaði hún sk. mósaíknálgun, margþátta aðferð í starfi með ungum börnum þar sem börnin taka ljósmyndir, teikna kort og skipuleggja ferðir. Markmiðið er að auðga skilning á viðhorfum barna til þeirra staða sem þau dvelja á og nálgunin hefur leitt til fjölda tengdra rann- sóknaverkefna, m.a. um þátttöku barna í endurskipulagningu útileiksvæða. Þá leiddi Alison rannsóknarverkefnið Living spaces study sem stóð yfir í þrjú ár og snerist um þátttöku barna á þessu sviði, þ.e. í hönnun og endurmati á hlutbundnu umhverfi sínu. Í fyrirlestrinum fjallar hún um aðferðir sem vænlegar eru til að auðvelda árangursrík skoðanaskipti barna, arkítekta og þeirra sem starfa með ungum börnum. Hún ræðir möguleika og hindranir í hönnunarvinnu með ungum börnum og notar dæmi frá Lving spaces verkefninu. Aðrir fyrirlesarar eru 1) Kristín Karls- dóttir með erindið Leikskólaumhverfi á 21. öld - frá módern til póstmódern, 2) Anna Margrét og Fanney Hauksdætur með erindið Börn og rými - hönnun leikskólans Hólmasólar á Akureyri, 3) Ágústa Guðmarsdóttir með erindið Hefur vinnuumhverfi áhrif á líðan barna og starfsmanna í leikskólum? og 4) Anna Kristín Sigurðardóttir með erindið Dæmi um nýjung, „Design down process“ - frá áherslum í innra starfi til hönnunar húsnæðis. Málþingið er öllum opið og þátttöku- gjald er kr. 4.500. Skráning fer fram á www.congress.is til 20. Nóvember. Börn og byggingarHátt til lofts og vítt til veggja? Alison Clark Ljósmynd frá höfundi Lj ó sm y n d f rá h ö fu n d i Lj ó sm y n d f rá F o rl a g in u

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.