Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 12
12 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 FRéTTIR OG TILKYNNINGAR Hvers vegna ekki að taka góðar skóla- myndir á leigunni í jólafríinu? Nick Nolte og Judd Hirsch léku fyrir tuttugu árum í myndinni Teachers sem hefur staðist tímans tönn og er enn gaman að horfa á. Nýlega stóð Teach- ers TV í Bretlandi fyrir könnun á því meðal kennara um tíu bestu skólamyndir allra tíma. Kennararnir tilnefndu um hundrað myndir og úrslitin voru birt í desemberbyrjun ... en því miður bara í kennarasjónvarpinu breska og það sendir ekki hingað. Eftir að könnuninni lauk formlega héldu kennarar hins vegar áfram að tilnefna myndir og gefa þeim einkunn. American history X fær fullt hús stiga (fimm stjörnur) og Kes (Kenneth Loach, 1979) fær fjórar stjörnur ásamt mörgum öðrum, þeirra á meðal Breakfast club (John Hughes, 1985), Clockwork mice (Vadim Jean, 1995) og Les quatre cents coup (Francois Truffaut, 1959). Sjá á www.teachers.tv/ movies?order=added&page=0 Í greininni Sex, violence and classroom action er hægt að forvitnast um upphaflegu fjörutíu bíómyndirnar sem kennararnir gátu valið úr og skoða bút úr þeim: www. guardian.co.uk/education/2008/sep/09/ schools.movies Bestu skólamyndir allra tíma Ástæða er til að minna á eftirfarandi á vef menntamálaráðuneytisins: Samantekt um möguleg úrræði í sálrænum stuðningi www.menntamalaraduneyti.is/frettir/ Forsidugreinar/nr/4737 Samantektin var unnin af Jóhanni Thordarsyni sálfræðingi fyrir ráðuneytið í samstarfi við samráðshóp sem settur var á laggirnar vegna efnahagsástandsins. Í þeim hópi sitja fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Félagi íslenskra framhaldsskóla, Skólameistarafélagi Íslands, Kennarasambandi Íslands, Félagi náms- og starfsráðgjafa, Menntasviði Reykjavíkurborgar og Heimili og skóla. Í samantektinni eru upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru og ýmis fræðsla og ábendingar að auki. Á einum stað segir Jóhann: „Þegar á móti blæs er það staðreynd að fólk hugsar meira neikvætt en jákvætt. Fólk hugsar meira um hvað það hefur misst en það sem er eftir; meira um hvað það getur ekki gert heldur en hvað það getur; meira um mistök sín en hvað því hefur tekist. Stór hluti þess að ná aftur fyrri krafti og þeirri stöðu sem fyrir var er að snúa á þennan neikvæða og miður hjálplega hugsunarhátt. - Muna eftir styrkleikum sínum og nýta þá. - Skoða og nýta styrkleika sem fyrir eru. - Skoða hvað við höfum þrátt fyrir mögulega mikið tap. - Taka þátt í því sem við kunnum og höfum ánægju af. - Að sinna náminu, vinnunni og tómstundunum.“ Þann 1. des. sl. var greidd annaruppbót/ persónuuppbót til félagsmanna KÍ sem hér segir: FG, Félag grunnskólakennara: Annaruppbót 1. desember 2008 kr. 63.000 FF, Félag framhaldsskólakennara: Persónuuppbót 1. desember 2008 kr. 44.100 FL, Félag leikskólakennara: Persónuuppbót 1. desember 2008 kr. 67.418 (ATH! Upphæð m.v. launatöflu sem gildir til 30. nóv. 2008. Hver endanleg desemberuppbót verður kemur í ljós þegar gengið hefur verið frá kjarasamningi FL.) FT, Félag tónlistarskólakennara: Annaruppbót 1. desember 2008 kr. 59.137 (ATH! Upphæð m.v. launatöflu sem gildir frá 1. jan. 2008. Hver endanleg desemberuppbót verður kemur í ljós þegar gengið hefur verið frá kjarasamningi FT.) SÍ, Skólastjórafélag Íslands: Annaruppbót 1. desember 2008 kr. 63.000 FS, Félag stjórnenda í framhaldsskólum: Persónuuppbót 1. desember 2008 kr. 44.100 Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), skipuð framkvæmdastjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, fól SHS að útbúa, í samvinnu við fræðsluyfirvöld allra sveitarfélaganna, reglur fyrir foreldra og skólayfirvöld um röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Jafnframt var ákveðið að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar í samræmi við þessar reglur, eftir atvikum í samráði við slökkvilið, lögreglu, fræðsluyfirvöld og aðra. Sjá reglur á www.ki.is/ lisalib/getfile.aspx?itemid=5631 Þar segir meðal annars: „Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni, enda getur veður þróast með ófyrirséðum hætti og aðstæður verið mjög mismunandi eftir svæðum. Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa. Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað til skóla eða vinnu ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, svo sem vegna þess að bifreið er vanbúin til vetraraksturs.‟ Í reglunum er gert ráð fyrir tveimur viðbúnaðarstigum, hið fyrra er þegar veður veldur röskun á skólastarfi vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til skóla (foreldrar fylgi börnum í skólann) en hið síðara taki við er skólahald fellur niður. Röskun á skólastarfi vegna óveðurs - tilmæli um viðbrögð foreldra og forráðamanna Sálrænn stuðningur – samantekt um úrræðiAnnaruppbót

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.