Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 22
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 22 RANNSóKN Gísli Þorsteinsson er lektor í hönnun og smíði við Háskóla Íslands og stundar doktorsnám við Loughborough Háskólann í Englandi. Á síðasta ári gerði hann frumrannsókn á ákvarðanatöku 11-14 ára nemenda um val á verkefnum í hönnun og smíði. Skólavarðan fékk Gísla til að segja frá rannsókninni og niðurstöðum hennar. Rannsóknin var gerð í samvinnu við tvo evrópska háskóla, Loughborough Uni- versity og The University of Cyprus. Kenndar eru sambærilegar kennslugreinar í þessum löndum. Rannsóknin byggðist á námskrárgreiningum og viðtölum við grunn- skólakennara. Meginmarkmið 1. Að skoða hlutverk kennara og skilning þeirra á mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar nemenda þegar þeir velja sér verkefni. 2. Að skoða samræmi milli tækifæra nemenda til að velja verkefni sín sjálfir, samkvæmt aðalnámskrám, og þess hvernig kennarar skilja ábyrgð sína á tengslum milli námskrár og skólastarfs. Rannsóknarspurningar 1. Hvaða tækifæri fá nemendur til að taka ákvarðanir um val á verkefnum, samkvæmt aðalnámskrám, fyrir hönnun og smíði (á Íslandi) og hönnun og tækni (í Englandi og á Kýpur)? 2. Hvaða tækifæri fá kennarar á Íslandi, Englandi og Kýpur til að heimila nem- endum að taka ákvarðanir í hönnunar-, tækni- og smíðaverkefnum? 3. Hvað er sameiginlegt og hvað ólíkt í hug- myndum íslenskra, enskra og kýpverskra kennara (í þessum greinum) um þjálfun nemenda í að taka ákvarðanir? Rannsóknaraðferðin Gagnasöfnun var byggð á hálfskipulögðum viðtölum við tíu starfandi kennara á Íslandi, Englandi og Kýpur og samantekt úr nám- skrám landanna. Viðtölin voru hljóðrituð, skrifuð orðrétt upp, greind, flokkuð og borin saman með fyrirbærafræðilegri nálgun (ferill uppgötvunar) í samræmi við rannsóknarspurningar. Rannsóknarniður- stöður fyrir löndin voru bornar saman og sameiginleg niðurstaða fengin. Niðurstöðuþáttur I: námskrárgreining Þegar námskrár landanna voru bornar saman kom í ljós að enska og íslenska námskráin byggja meira á vinnuferlum en námskráin á Kýpur, sem byggir fremur á tæknilegum lausnum. Hönnun verkefna og smíði þeirra er undirstaða hugmyndafræði allra greinanna ásamt hagnýtingu þekkingar. Allar námskrárnar krefja nemendur um ákvarðanatöku sem byggist á tæknilegum skilningi. Niðurstöðuþáttur II: viðtöl Kennarar telja að sumar kröfur námskrár um ákvarðanatöku nemenda séu ekki fýsilegur kostur í skólastarfi og of mikil vinna fyrir þá. Nemendur leita mjög sjaldan að upp- lýsingum og nota sjaldan mælivarða sem styðja við ákvarðanir þeirra á verkefnavali. Hlutverk tæknilegrar þekkingar í ákvarðanatöku nemenda er mikilvæg í öllum löndunum. Nemendur treysta mjög á kennarann og fyrri reynslu sína við ákvarðanatöku. Nauðsynlegt er að setja ákveðnari kröfur inn í námskrár allra landanna um þróun á hæfni nemenda til að taka ákvarðanir um verkefnaval. Formleg þjálfun nemenda í aðferðum við ákvörðunartöku tengdum hönnunarferli greinanna gæti einnig hjálpað til. Nemendur hafa meiri áhuga á að velja verkefni ef það hefur persónulega merkingu fyrir þá. Nemendur eiga erfitt með að setja upp eigin matslykil fyrir vali á verkefnum. Margir nemendur sjá ekki þýðingu í að staldra við ákvörðunarþáttinn og vilja strax fara að smíða verkefnið. Að lokum: Ákvarðanataka felur í sér val milli mögulegra kosta. Hæfileikinn til að taka ákvarðanir er stór hluti af daglegu lífi okkar. Þess vegna ætti skólakerfið að gefa nemendum frá unga aldri tækifæri til að þjálfa slíka leikni. Gísli Þorsteinsson Hönnun og smíði Rannsókn á verkefnavali grunnskólanemenda Nemendur treysta mjög á kennarann og fyrri reynslu sína við ákvarðanatöku og þeir hafa meiri áhuga á að velja verkefni ef það hefur persónulega merkingu fyrir þá. Gísli Þorsteinsson Ljósmyndir frá höfundi

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.