Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 8
8 SKÓLI Á KREPPUTíMUM SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009 Þessar áherslur eru veganesti Kennarasam- bandsins í samflotinu og hafa verið lagðar fram þar og fylgt eftir af okkar fólki: Kennarasamband Íslands leggur áherslu á fagleg vinnubrögð og rétta forgangsröðun í öllum aðgerðum sem gripið verður til vegna þess efnahagsvanda sem þjóðin glímir við. Það er aldrei mikilvægara en nú að halda uppi öflugu skólastarfi í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tón- listarskólum landsins. Við erum öll ábyrg fyrir menntun og velferð barna okkar. Látum ekki börnin borga brúsann Framtíð ungmenna byggir á menntuninni sem þau hljóta í æsku og glötuð tækifæri verða ekki bætt upp síðar. Sérfræðingar í efnahagsmálum benda á að niðurskurður fjárveitinga til skólastarfs og menntunar er ekki vænleg leið út úr kreppunni. Stöndum vörð um skólastarf og menntun, hugsum til framtíðar Það þarf að forgangsraða í þágu menntunar, hugsa til framtíðar og hafa fagmennsku að leiðarljósi. KÍ mun leggjast gegn hverskyns hugmyndum um að skerða þjónustu í skól- um. Slíkt bitnar verst á þeim sem mest þurfa á öflugu skólastarfi og stoðþjónustu að halda. Menntun er æviverk. Það er jafnmikilvægt að hugsa um það í starfsemi leikskóla eins og í fullorðinsfræðslu. Þegar kreppir að á vinnumarkaði þarf að vera hægt að opna dyr til frekari menntunar og þjálfunar fyrir þá sem eru tímabundið án atvinnu. Ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að heildaráætlun um skólastarf og menntun til langs tíma með það að markmiði að verja velferð barna og ungmenna. Virða ber umboð og hlutverk stéttarfélaga Samningsrétturinn er sá grunnur sem stéttarfélög byggja starfsemi sína á. Mikil- vægt er að vinnuveitendur virði þennan rétt og beiti ekki þvingandi aðgerðum í því skyni að fá fólk til að fallast á skerðingu launa. Friðarskyldu ber að virða, sem og taxta- launakerfið, enda eru taxtalaun varin með lögum. Nauðsynlegt er að virkt samráð sé haft við stéttarfélög og samningsaðilum ber að virða hlutverk og umboð hvor annars. Verjum heimilin og velferðarkerfið Gjaldþrot heimila er undanfari mikilla vand- ræða og þeim fylgir vítahringur. Hafa ber í huga að allar aðgerðir sem rýra tekjur heimil- anna fjölga þeim sem geta ekki staðið í skilum. Því ber að leita allra leiða til þess að kippa ekki fótunum undan fólki og fjölga með því í hópi þeirra sem geta ekki staðið við fjár- hagslegar skuldbindingar sínar. Réttur til allrar grunnþjónustu verður að vera óháður efnahag og bætur úr almannatryggingum þurfa að tryggja lágmarks framfærslu. Mikil- vægt er að vinna að fjölgun starfa og tryggja með því að langtímaatvinnuleysi festist ekki í sessi með öllum þeim skelfilegu afleið- ingum sem því fylgja. Við uppbyggingu í atvinnulífinu ber að hafa jafnrétti kynjanna að leiðarljósi. Tryggjum réttlátt skattkerfi og gerum greinarmun á niðurskurði og hagræðingu Ef til skattahækkana kemur er mikilvægt að skattar séu lagðir á í samræmi við tekjur þannig að allir leggi ámóta mikið, hlut- fallslega, til samfélagsins. Óeðlilegt er að grípa til niðurskurðar ef tekjustofnar eru ekki nýttir að fullu. Ef skorið er niður skal tilgreina hvaða þjónustu á að skerða en ekki dulbúa hlutina og setja þá fram í nafni hagræðingar. „Fight the Crisis - Put People first“ Margháttuð umræða og vinna fer nú fram á vegum Evrópusamtaka stéttarfélaga og bandalaga þeirra (ETUC) og öflug sértækari umræða um að verja skólastarf og mennta- kerfi í kreppunni á vegum kennaraarms sam- takanna (ETUCE) undir ofangreindu kjörorði. Aðgerðir voru í nokkrum evrópskum stór- borgum dagana 14-16. maí og var þar m.a. lögð áhersla á að verja velferðarkerfið og varað við vanhugsuðum og á endanum skaðlegum og óhagkvæmum niðurskurði, t.d. í félagslegri þjónustu og í skólastarfi og menntun. Bréf stjórnar norrænu kennarasamtakanna NLS til ríkisstjórna á Norðurlöndum er náskylt þess- ari hreyfingu og baráttu en það geta lesendur Skólavörðunnar lesið á www.ki.is ásamt nýlegum fundargerðum úr erlendu samstarfi og fleiri upplýsingum af þeim vettvangi. Sjaldgæft er að heyra talað jafn tæpitungulaust hjá stjórnskipaðri nefnd og nýverið þegar alþjóðleg nefnd kallaði eftir aðgerðum og því að öll ráðuneyti og stjórnmálaflokkar forgangsröðuðu í þágu menntunar. Ef niðurstöður nefndarinnar verða ekki til þess að fólk átti sig á alvöru málsins þá er varla nokkur leið til að opna augu ráðamanna. Skýrslan er frá ráðgjafahópi sem var skipaður til að veita stjórnvöldum ráð um viðbrögð á sviði mennta- og vísindamála Í þeirri nefnd sátu háttsettir sérfræðingar frá OECD, fyrrverandi ráðuneytisstjóri finnska menntamálaráðuneytisins og fyrrverandi dóms- og menntamálaráðherra Finnlands. Þessi skýrsla er kölluð Stefna í menntun, vísindum og nýsköpun: Ný leið fyrir Ísland og þar koma fram afgerandi ítarlegar athugasemdir og tillögur með meginþunga á háskóla, vísindastarf og nýsköpun eins og lagt var upp með en einnig er fjallað um menntamál þjóðarinnar í heildrænu samhengi. Nefndin ráðleggur meðal annars eftirfarandi: „Viðhaldið fjárfestingum í menntun. 1. Menntun og þjálfun eiga að vera ofarlega í forgangsröðun stjórnvalda og ekki bara í höndum embættismanna. Athafnir þurfa að fylgja orðagjálfri stjórnmálanna. Þetta er ákall um að mikilvægi þessa sviðs fyrir framtíð Íslands verði viðurkennt, og að viðurkennt verði að niðurskurður á þessu sviði geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir framtíð Íslands. Menntun og þjálfun þurfa að vera ofarlega í forgangsröðun allra ráðuneyta og allra stjórnmálaflokka.“ Áhersluatriði KÍ vegna efnahagsástandsins Ákall erlendra sérfræðinga um að Ísland viðurkenni mikilvægi menntunar Menntun er æviverk og glötuð tækifæri verða ekki bætt upp síðar.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.