Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 23
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009 23 úTIKENNSLA OG UMHvERFISMENNT einnar og hálfrar klukkustundar hjólaferð komum við á leiðarenda þar sem okkar beið útieldamennska og fróðleikur um þetta fallega umhverfi sem við vorum komnar í. Þar sem ferðin gekk svo vel ákváðum við að halda áfram og hjóluðum að austurrísku landamærunum. Þess má geta að enginn í þeirri ferð hafði hjólað þessa leið áður, en við komumst fram og til baka heil á húfi og alsæl eftir yndislegan dag. Ratleikur Eftir hina frábæru hjólaferð beið okkar skemmtilegur ratleikur. Nemendum var skipt í fimm hópa og þess gætt að hafa þá eins alþjóðlega og hægt var. Hver hópur fékk umslag sem í voru alls konar myndir af laufblöðum, krónublöðum og stönglum. Hver þessara mynda var svo merkt með númeri og bókstaf og átti hver hópur að fara á níu Lj ós m yn d ir f rá N át tú ru sk ól a R ey kj av ík ur stöðvar. Á hverri stöð voru myndir af blómum (ekki alvöru blóm) og heiti (á tékknesku). Við áttum að skoða þessar myndir, leggja þær á minnið og fara svo á stöðina okkar og endurgera blómin. Til þess notuðum við myndirnar sem við höfðum fengið. Eins og áður sagði var hver mynd merkt og áttum við að færa þær upplýsingar inn á þar til gert blað. Í lokin tók kennarinn blaðið og fór yfir það. Gefin voru stig fyrir hvert blóm og vann sá hópur sem hafði flest þeirra rétt. Þessi leikur reyndi töluvert á samvinnu og minni hvers og eins og einnig kom hann aðeins við keppnisskapið hjá einhverjum. Anna Lena Halldórsdóttir og Ragna Gunnarsdóttir. Höfundar eru kennarar í Flataskóla. Mikill áhugi er á útiskóla og kennsluháttum sem honum tengjast. Við fengum Helenu Óladóttur verkefnisstjóra Náttúruskóla Reykjavíkur til að segja lesendum í stuttu máli frá námskeiðahaldi á vorönn. Í vor hefur Náttúruskóli Reykjavíkur staðið fyrir níu námskeiðum í umhverfismennt og útikennslu. Öll hafa þau verið ákaflega vel sótt af kennurum úr borginni og víðsvegar að af landinu en frá og með síðustu ára- mótum var kennurum utan Reykjavíkur heimilt að sækja námskeiðin. Óhætt er að segja að þeirri breytingu hafi verið vel tekið enda fjölmargir skólar á öllu landinu farnir að leggja áherslu á útikennslu í starfi sínu. Fyrstu námskeið annarinnar fjölluðu um umhverfismennt og hvernig hægt er að vinna með umhverfismál í víðum skilningi á hagkvæman og skemmtilegan hátt með nemendum á öllum aldri. Þegar sól fór að hækka á lofti tóku útikennslunámskeiðin við. Náttúruskólinn fékk til liðs við sig reynda útikennara sem sáu um fræðslu á námskeiðum. Þeir opnuðu fjársjóðskistur sínar og kynntu ýmis verkefni sem þeir hafa notað í sinni kennslu. Fullbókað hefur verið á námskeið Náttúru- skólans og mikil eftirspurn er eftir fræðslu á þessu sviði. Þeir sem einu sinni hafa sótt námskeið á vegum skólans sækjast eftir því að koma aftur og aftur. Fræðslan sem slík er ekki það eina sem togar heldur það að hitta kennara sem eru í sömu sporum, að geta skipst á hugmyndum, verkefnum og góðum ráðum og síðast en ekki síst að eiga skemmtilega stund úti í náttúrunni í borginni. Netfang Helenu: helena.oladottir@reykjavik.is Því meiri tíma sem börn verja úti, því betur líður þeim „Yndi borgarbúa af ósnertri náttúrunni á oftast rætur að rekja til reynslu þeirra í bernsku af útilegum, veiðum og gönguferðum um fjöll og firnindi,“ sagði Þorvarður Árnason á stofnfundi Samtaka náttúru- og útiskóla í fyrra. Útikennsla hefur marga aukakosti: hún dregur úr streitu, bætir sjálfsmynd og eykur virðingu fyrir náttúrunni. Dæmigerður Vesturlandabúi eyðir 90% af tíma sínum innandyra. Rannsóknir sem vitnað var í á stofnfundinum sýna hins vegar að því meiri tíma sem börn verja úti undir leiðsögn kennara því betur líður þeim. Fullbókað hjá Náttúruskóla Reykjavíkur

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.