Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 20
Skól i og samfélag 22 Nú eru 24 nemendur frá ýmsum þjóðlönd- um í deildinni en flestir þeirra koma frá Asíu. Þegar móttökudeildir voru settar á laggirnar var ákveðið að hafa börn frá Asíu í deildinni í Háteigsskóla. Talið var betra að þau væru sem flest í einum skóla því að börn þaðan þurfa lengri tíma til að ná tök- um á íslenskunni en börn annars staðar frá sökum þess hversu gjörólík íslenska er þeirra móðurmálum að öllu leyti. Rafvirki, landfræðingur og endur- skoðandi Santi Prangsri er fæddur í Tælandi í janúar árið 1986. Hann hefur verið á Ís- landi í þrjú ár og langar til að starfa sem rafvirki í framtíðinni. Yanzhen Wu er fædd í Kína í júlí sama ár. Hún hefur verið á Ís- landi í átján mánuði og stefnir á að verða landfræðingur. Óðinn Anuforo er jafnaldri þeirra, fæddur í Nígeríu í júní 1986. Hann hefur verið á Íslandi í tvö ár og hugur hans stendur til að verða endurskoðandi. Þau eru nemendur í níunda bekk skólans og taka þátt í starfsemi móttökudeildarinnar þar sem Helga Guðrún Loftsdóttir er við stjórnvölinn. Santi og Yanzhen voru fyrsta skólaárið sitt hér á landi í móttökudeildinni þar sem áhersla er á íslenskunám. Fljótlega fóru þau að taka þátt í sérgreinum eins og heimilisfræði og hand-, mynd- og tónmennt. Óðinn byrjaði í Háteigsskóla haustið 2000 en fyrsta árið á Íslandi bjó hann í Stykkishólmi og stundaði nám við grunnskól- ann þar. Íslenskukennsla fór þá fram í gegnum kennsluna. Þegar börnin höfðu náð nokkrum tökum á málinu og umhverf- inu í skólanum fóru þau út í bekki. Þau Santi, Yanzhen og Óð- inn eiga öll sinn heimabekk, eins og það er kallað. Þar taka þau taka þátt í því námi sem fer fram, en þau koma í móttökudeild- ina þegar bekkjarfélagar þeirra eru í ís- lensku, dönsku og ensku. Þau eru sammála um að reynslan af mót- tökudeildinni sé góð og segja kennarana góða. Heimabekkurinn skiptir þau samt mjög miklu máli og kemur í veg fyrir að þau einangrist. Þar kynnast þau skólafélög- um sínum. Stundum bjóða þau krökkunum í bekknum að koma í deildina og vinna að verkefnum með þeim. ,,Við mættum að vísu gera meira af því til að kynna hinum hvað fer fram í nýbúa- deildinni,” segir Helga Guðrún. Þrátt fyrir að börnunum líki vel í Háteigsskóla væri þó betra ef þau gætu verið í sínum hverfisskólum og myndað tengsl við krakkana í hverfinu. Í framtíðinni verður vonandi einhver sem sér um málefni nýbúa í hverjum skóla. Íslenskan ekkert svakalega erfið Móttökudeildin hefur aðgang að túlkum og í vetur eru sjö slíkir sem taka þátt í starf- inu þar. Að vísu eru fleiri en sjö tungumál töluð í Háteigsskóla en mörg barnanna geta bjargað sér í gegnum námið án aðstoðar túlks og mörg eru jafnvíg á íslensku og sitt eigið móðurmál. Túlkar eru aðallega kall- aðir til vegna foreldraviðtala og ef upp koma einhver mál sem þarf að ræða ýtar- lega. Santi er mjög ánægður með námið, skól- ann og krakkana og honum finnst tungu- málið ekkert sérstaklega erfitt enda talar hann orðið ágæta íslensku. Hann segir að vel hafi verið tekið á móti sér og hann hafi eignast marga vini. Yanzhen talar ekki eins mikla íslensku og Santi en lætur vel af skól- anum og íslenskunáminu. Í sama streng tekur Óðinn. Hann á íslenska mömmu og hefur ensku að móðurmáli og talar því stundum ensku við skólafélaga sína. Erfitt að byrja í íslenskum skóla ,,Það var erfitt að koma í skólann og geta ekki talað við krakkana og það tók tíma að kynnast þeim, en núna gengur mér mjög vel og ég á fullt af vinum í skólanum,“ segir hann. Hann segir skólana í Tælandi vera allt öðruvísi en hér, þar sé mun meiri agi og harka. Kennarar beiti nemendur hiklaust ofbeldi, slái þá ef þeir koma ólærðir í skólann og öskri oft á nem- endur. Krakkarnir eru allir sammála um að þeim líki vel í skólanum og námsefnið sé Háteigsskóli er einn af fimm skólum í Reykjavík þar sem starfandi er mót- tökudeild fyrir nýbúa. Sex ár eru síð- an deildin var stofnuð og hefur hún fyrir löngu sannað gildi sitt. Skóli í samfélagi fjölmenningar, seinni grein Frábært að vera í skólanum - segja þau Santi, Yanzhen og Óðinn, nemendur í Háteigsskóla Fjölbreyttara námsefni vantar. Þarfir nemenda eru mjög mismunandi og það er leiðinlegt til lengdar að fá bara ljós- rituð verkefni en ekki fallegar bækur með lit- prentuðum myndum. Þau Santi, Yanzhen og Óðinn segjast ekki hafa orðið fyrir barðinu á kynþáttahatri og þeim hafi verið tekið mjög vel á Íslandi.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.