Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 28
Ég hef velt því fyrir mér að ein ástæðan fyrir þessum flutningum kunni að vera sú að sjálfsmynd okkar landsbyggðarmanna sé verri en sjálfsmynd höfuðborgarbúa. Ef þessu er líkt við íþróttir er landsbyggðin einskonar þriðja deild en höfuðborgin hins vegar úrvalsdeildin. Með því einu að flytjast búferlum til höfuðborgarinnar getur lands- byggðarmaður skotist upp í úrvals- deildina og þar með öðlast þá sjálfsmynd sem því fylgir. Auðvitað skipta atvinna og tekjur miklu máli við ákvörðun á búsetu en mín kenning er sú að þessu til viðbótar hafi menningarleg staða hvers sveitarfélags mikið að segja er fólk stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun að vera eða fara. Endalaus tilbrigði við pizzur Hvað á ég við með menningar- legri stöðu sveitarfélaga? Jú, ég á við að stofnanir eins og grunnskóli og hugsanlega framhaldsskóli standi sem áhrifamiklir stólpar með menningarlegt frumkvæði. Þær séu ekki einungis hlutlausar stofnan- ir sem sinna sínum lögbundnu skyldum. Þessar stofnanir eiga að mennta umhverfi sitt á víðtækan hátt. Mér finnst stundum að væntingar til tónlistarskóla séu minni en til þeirra skóla sem sinna skyldunámi. Margir tón- listarskólar hafa, eins og allir vita, gríðar- leg áhrif á sitt samfélag og þar með að öllum líkindum jákvæð áhrif á sjálfsmynd íbúanna. Krafan til tónlistarskóla verður að vera að slíkar stofnanir séu ekki hlutlausar kennslustofnanir á hljóðfæri heldur einnig að þær mennti samfélagið í tónlist. Hugsum okkur að sveitarfélög rækju matreiðsluskóla. Nemendur kæmu þang- að til menntaðra matreiðslukennara en kennslan gengi út á að gera nemendum til hæfis með því að kenna þeim að mat- reiða endalaus tilbrigði við pizzur og hamborgara. Auðvitað er ekkert að pizz- um og hamborgurum í hófi en slíkur skóli myndi ekki opna nýjar víddir í mat- reiðslu heldur einungis styrkja viðtekinn smekk. Er hægt að vera menningarlega matvandur? Tónlistarskólar á landsbyggðinni verða, eins og reyndar allir aðrir tónlistarskólar, að opna nemendum og íbúum nýjar víddir í tónlist. Þetta er ekki hrokafullt markmið heldur byggist á þeirri staðreynd að við skólana starfar menntað tónlistarfólk sem getur sagt sína skoðun á tónlist og byggir hana á menntun og reynslu. Traust menning - sterk sjálfsmynd Fyrir nokkrum árum heimsótti ég bónda einn hér fyrir austan, mikinn hestamann. Á hestum hef ég ekkert vit og varð það á að dásama eitt hrossið mjög. Bóndinn sagði þá afar hæversklega: „Jón minn, þetta er bikkja.“ Ég virti hans skoðun og beygði mig undir hans þekkingu. Ekki vændi ég hann um hroka. Ég hefði getað sagt: „Þetta er bara minn smekkur“ og móðgast. Mat á hrossum hvílir á ákveðnum forsendum rétt eins og mat á tónlist. Ábending bóndans var liður í minni menntun á þessu sviði. Með störfum okkar í tónlistarskólum al- mennt eigum við að temja okkur gagnrýni á eigin störf og einnig á tónlistariðkun sam- félagsins. Slík gagnrýni á auðvitað ekki að vera neikvæð, hún á að vera réttlát og upp- byggjandi. Þannig geta tónlistarskólar lagt sitt af mörkum til menntunar samfélagsins. Slík menntun mun fyrr eða síðar hafa áhrif á og styrkja sjálfsmynd samfélagsins í heild. Sem Íslendingar erum við hreykin af Sinfóníuhljómsveitinni, Þjóðleikhúsinu, Óperunni og þannig mætti lengi telja. Góð lúðrasveit, góður kór eða önnur menningarstarfsemi í tiltölulega fámennum byggðarlögum er mik- ilvæg undirstaða jákvæðrar ásýnd- ar hvers sveitarfélags. Hvaða áhrif hefur til dæmis velgengni Skaga- manna í fótboltanum haft á sjálfs- mynd íbúa Akraness? Hver man ekki eftir þeirri ásýnd sem Ragnar H. Ragnars og hans starf gaf Ísafjarðarbæ á sínum tíma? Núorðið halda sporgöngu- menn Ragnars merki hans á lofti á Ísafirði og byggðin nýtur góðs af. Hér fyrir austan hafa menn eins og Magnús Magnússon skólastjóri tónlistar- skólans, Árni Ísleifsson frumkvöðull djasshátíðarinnar og nú hin síðustu ár Keith Reed gefið því sveitarfélagi sem ég bý í nýja menningarlega ásýnd sem spurst hefur út fyrir fjórðunginn. Allt þetta starf hefur átt sér traustan grunn í starfi tón- listarskólans. Þetta er byggðastefna. Jón Guðmundsson Höfundur hefur berið barnakennari síðan 1978. Fyrst við Hlíðaskóla og Æfingaskóla KHÍ (nú Háteigsskóla) en verið búsettur frá 1988 á Hallormsstað og starfar við Hallormsstaðaskóla og Tónlistarskóla Austur-Héraðs. Árin 1985-1988 var Jón deildarstjóri Kennslumiðstöðvar Námsgagnastofn- unar. Jón er kvæntur Kristínu Björk Gunnarsdóttur aðstoðarskólastjóra og er þriggja barna faðir. „Jón minn, þetta er bikkja“ 30 Hugsum okkur að sveitarfélög rækju mat- reiðsluskóla. Nemendur kæmu þangað til menntaðra matreiðslukennara en kennslan gengi út á að gera nemendum til hæfis með því að kenna þeim að matreiða enda- laus tilbrigði við pizzur og hamborgara. Auðvitað er ekkert að pizzum og hamborg- urum í hófi en slíkur skóli myndi ekki opna nýjar víddir í matreiðslu heldur ein- ungis styrkja viðtekinn smekk. Smiðshöggið Undanfarin misseri hafa þjóðflutning- arnir miklu frá hinni svokölluðu landsbyggð til höfuðborgarinnar ver- ið mér mikið umhugsunarefni. Eins og allir vita eru ástæður fyrir þessari stöðu flóknar og margþættar. Ljósmynd: Sigurður Aðalsteinsson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.