Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 14
Markmið þess eru meðal annars að • efla tungumálakunnáttu og fjöltyngi í öllum aldurshópum, • auka ábyrgð og sjálfstæði í námi, • koma á samræmdu kerfi til að meta færni og kunnáttu í tungumálum með það fyrir augum að auðvelda Evrópubúum að fá tungumálakunnáttu sína metna, • standa vörð um menningarlegan marg- breytileika og stuðla að gagnkvæmum skilningi og umburðarlyndi meðal þjóða. Verkefnið skiptist í þrjá hluta: Í fyrsta lagi er tungumálapassi (The Language Passport). Þar er m.a. skráð færni nemandans í ýmsum þáttum tungu- málsins, formleg próf sem hann hefur tekið og reynsla af samskiptum við önnur menn- ingarsamfélög. Þarna kemur inn sjálfsmat nemandans, mat kennara og formlegt námsmat. Mat á tungumálafærni er byggt á viðmiðum sem Evrópuráðið hefur mótað (The Common European Framework). Þessi passi á að greiða götu þeirra sem fara á milli landa og vilja fá tungumálakunnáttu sína metna. Í öðru lagi er ferilskrá (The Language Biography). Í hana skráir nemandinn jafn- óðum mat sitt á ferli námsins og framför- um sínum og ígrundar eigin stöðu. Þarna eru einnig skráð nám og reynsla sem nem- andinn hefur aflað sér utan skóla, til dæmis samskipti við fólk úr öðrum menningar- samfélögum. Loks er mappa (The Dossier) með sýnis- hornum af því sem skráð er í tungu- málapassanum og ferilskránni. Áhersla lögð á virkni nemandans Öll vinna sem fylgir verkefninu krefst virkrar þátttöku nemandans, einkum þó dagbókin. Hún á að hjálpa honum að meta og ígrunda eigin frammistöðu og framfarir og stuðla þannig að því að hann læri að bera ábyrgð á eigin námi (learner autonomy). Evrópuráðið leggur mikla á- herslu á mikilvægi þessa þáttar. Þess má geta að í nýju námsefni í ensku fyrir byrj- endur, Portfolio, er þetta einn af þáttunum. Nokkrir íslenskir tungumálakennarar hafa sótt ráðstefnur, námskeið og fundi þar sem Portfolio verkefnið hefur verið kynnt. Tilraunir með það hafa staðið yfir í ýmsum Evrópulöndum. Menntamálaráðuneytið hefur skipað nefnd til að vinna að framgangi verkefnis- ins hér á landi. Nefndin er þannig skipuð: Oddný Sverrisdóttir, formaður Adda María Jóhannsdóttir Aldís Yngvadóttir Auður Torfadóttir Hafdís Ingvarsdóttir Þórhildur Oddsdóttir Erna Árnadóttir, menntamálaráðuneyti, er starfsmaður nefndarinnar. Kynning á „European Language Portfo l io“ 16 Á undanförnum áratugum hefur Evr- ópuráðið staðið fyrir rannsókna- og þróunarstarfi á sviði tungumálanáms og tungumálakennslu. Eitt þeirra verkefna sem unnið hefur verið að undanfarin ár er svokallað Portfolio verkefni ( European Language Port- folio-ELP). Evrópska málamappan Kynningarfundur um ELP verður haldinn í Borgartúni 6 þann 6. sept- ember næstkomandi. Tungumála- kennarar eru hvattir til að koma og kynna sér málið, sjá auglýsingu um fundinn annars staðar í blaðinu. Í síðasta tölublaði Skólavörðunnar misritaðist starfsheiti Kristínar Bjarkar Jóhannsdóttur en hún er þroskaþjálfi og kennari, ekki þroskaþjálfi og sér- kennari. Greinin sem um ræðir heitir „Hreyfiþroski, málþroski og félags- þroski er grunnurinn“ Þeir sem vilja kynna sér námsefnið sem þar er sagt frá, „Mál- og hreyfiþjálfun fyrir 1. - 7. bekk“, geta haft samband við Kristínu Björk birkigrund40@visir.is eða Guð- rúnu Sigríði Þórarinsdóttur sérkenn- ara gsth@isl.is Leiðrétting:

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.