Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 21
Nokkrir nýir starfsmenn hófu störf í Kennarahúsinu á þessu ári og aðrir hættu störfum. Valgeir Gestsson skrifstofustjóri hætti og Hannes Þorsteinsson tók við starfi hans. Finnbogi Sigurðsson hefur tekið við formennsku í FG af Guðrúnu Ebbu Ólafs- dóttur. María Pálmadóttir tekur við af Finnboga sem formaður KFR og sinnir 50% starfi og Sesselja Sigurðardóttir er varaformaður FG ásamt því að hefja störf hjá félaginu þann 1. september. Sesselja er einnig í 50% starfi. Kári Arnórsson hætti og við starfi hans hjá Skólastjórafélaginu tók Jón Ingi Einarsson. Hjördís Þorgeirs- dóttir hættir störfum sem varaformaður FF og formaður Skólamálaráðs en hún hefur verið ráðin konrektor Menntaskólans við Sund. Ingibjörg Úlfarsdóttir hefur verið ráðin launafulltrúi Kennarasambandsins og svarar öllum almennum fyrirspurnum um kjaramál. Nýr starfsmaður Orlofssjóðs er Anna Dóra Þorgeirsdóttir sem sinnir skrif- stofustörfum hluta úr degi og er umsjónar- maður orlofshúsanna á Sóleyjargötu í Reykjavík. Jafnframt hefur verið ráðinn starfsmaður til að sinna ræstingum í Kenn- arahúsinu, Ingunn Þorleifsdóttir. Á liðnu ári var einnig ráðin matráðskona, Berta Björgvinsdóttir. Fleiri breytingar eru vænt- anlegar og verður sagt frá þeim síðar. Kennarasamband Íslands þakkar þeim Guðrúnu Ebbu, Kára, Hjördísi og Valgeiri vel unnin störf í þágu kennara og skóla- stjórnenda í gegnum tíðina. Það er ekki létt verk að fylla skörð þessa kraftmikla, frjóa og harðsnúna fólks en um leið og við kveðjum þau bjóðum við nýja starfsmenn innilega velkomna til starfa. KÍ 24 Starfsmannabreytingar í Kennarahúsi Valgeir Gestsson lauk kennaraprófi árið 1958 og kenndi við Kársnesskóla í eitt ár en síðan í Mýr- arhúsaskóla til ársins 1965. Þá réðst hann sem skólastjóri að Varmalandsskóla í Borgarfirði og gegndi því starfi næsta áratuginn, en árið 1975 varð hann skólastjóri við Álftanesskóla í Bessa- staðahreppi. Árið 1990 hóf Valgeir síðan störf sem skrifstofustjóri Kennarasambandsins. Valgeir hefur verið mjög virkur í félagsstörfum og gegndi trúnaðarstörfum fyrir kennara sam- fleytt í tvo áratugi frá árinu 1968 þegar Kennara- samband Vesturlands var stofnað, en þar sat hann í stjórn. Árið 1974 var hann kosinn í stjórn Sambands íslenskra barnakennara (SÍB) og var formaður þess félags frá 1976 til 1980, en það ár sameinuðust SÍB og LSFK (Landssamband framhaldsskólakennara) í Kennarasamband Ís- lands hið eldra. Valgeir var kosinn formaður KÍ við sameininguna og gegndi því embætti til árs- ins 1987. Samhliða formennsku í SÍB og síðar KÍ var Valgeir jafnframt formaður samninganefnda félaganna og starfaði einnig í samninganefnd BSRB á meðan kennarasamtökin voru þar inn- anborðs. Einnig sinnti hann um tíma ritstjórn Kennarablaðsins. Kári Arnórsson lauk kennaraprófi árið 1951. Hann var í framhaldsnámi við Kennaraháskóla Danmerkur 1957-1958 og framhaldsnámi í Ox- ford 1974-1975. Kári var skólastjóri Barnaskóla Húsavíkur árin 1960-1971 og skólastjóri Foss- vogsskóla, tilraunaskóla með breytt kennslu- form, 1971-1993. Síðan hefur hann verið starfs- maður Skólastjórafélags Íslands. Kári sat í stjórn Skólastjórafélags Íslands 1972-1976, var formaður SÍ 1987-1990 og formaður Skóla- stjórafélags Reykjavíkur árin 1991-1993. Guðrún Ebba Ólafsdóttir kenndi við Öldusels- skóla og Laugalækjarskóla ásamt því að vera stundakennari í Réttarholtsskóla. Hún var trún- aðarmaður í Ölduselsskóla og Laugalækjarskóla og sat í stjórn KFR 1990-1994, þar af sem for- maður 1991-1994. Guðrún Ebba var varaformað- ur KÍ 1994-1999 og eftir að hið nýja Kennara- samband var stofnað sat hún í stjórn þar árin 2000-2002 ásamt því að vera formaður FG. Guð- rún Ebba hefur einnig gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum, setið í stjórn Yrkju, stjórn Sí- menntunarstofnunar og samráðsnefnd mennta- málaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitar- félaga og samtaka kennara og skólastjóra svo að einungis fátt eitt sé nefnt. Á alþjóðlegum vettvangi má nefna að hún sat í stjórn ETUCE og EIE á árunum 1997-2001 og í grunnskóladeild NLS 1994-2001.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.