Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 38

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 38
 Þjóðmál VETUR 2011 37 lögfræðingur í raun að segja: Við, lög- fræðingarnir, getum leyst þetta mál . Þið getið treyst okkur til að skapa Evrópusambandinu nýtt lögmæti með því að skipta því í tvennt . Þið þurfið bara að ákveða hvernig þið viljið haga skiptingunni . Af klókindum segir hann að unnt sé að haga málum þannig að koma á fót „tíma bundnum“ kjarna — öðrum ríkjum verður með öðrum orðum ekki bannað að ganga til liðs við hann . Hitt er óhugsandi að slakað verði á miðstjórn innan ESB eða dregið úr yfirríkjavaldi, hafi einu sinni tekist að fá ríkisstjórnir og þjóðþing til að samþykkja það . Hreinskilni um Ísland Jean-Claude Piris er tengdur Íslandi . Hann var hér á landi fyrr á þessu ári og þá tók Klemens Ólafur Þrastarson, blaðamaður á Fréttablaðinu, við hann viðtal sem birtist 29 . janúar 2011 . Þar sagði meðal annars: Klemens Ólafur: Þannig að þetta er ekki góð ur tími til að sækja um [aðild fyrir Ísland]? Piris: Svona er þetta . Ef þið hefðuð sótt um fyrir nokkrum árum hefði þetta verið auðvelt . En núna þurfið þið að taka tillit til þess að það þarf að sannfæra fólk um að hleypa ykkur inn . Klemens Ólafur: Það hefur heyrst að þar sem ESB sé veikt fyrir sem stendur vegna efnahagskreppunnar kæmi það illa út fyrir það ef aðild væri hafnað af Íslendingum . Mér heyrist ekki að þú takir undir þetta? Piris: Það er kannski eitthvað til í því að ESB sé veikt núna en heldurðu að með Íslandi yrði það sterkara? [Hlær] . ESB er ekki að sækja um aðild að Íslandi heldur öfugt . Nei, ég er ekki svo viss um að þetta sé rétt kenning . Höfnun væri kannski hnekkir fyrir ESB, ef Ísland nálgaðist sambandið hlaðið kostum og gjöfum sem myndu bæta sambandið, en hvað eruð þið að bjóða, hvað takið þið með ykkur í ESB? Ef maður er hlutlaus og raunsær þá breytir það ekki miklu fyrir ESB að Ísland gangi inn . Nema hvað að ákvarðanataka í mikilvægustu málunum verður þyngri í vöfum, því einu atkvæði með neitunarvaldi verður bætt við og enn einu tungumáli til að þýða öll skjölin á og svo framvegis . Það er ekki beint guðsgjöf . Þið hafið reyndar eitt að bjóða og það er fiskurinn . Og samningaviðræðurnar verða mjög erfiðar því þið munið ekki vilja gefa neitt eftir af honum, eða eins lítið og hægt er . Þannig að það er einn hlutur og um hann má ekki semja . Afstaða Íslands er sú að semja um hvað ESB hefur að gefa Íslandi . Þetta er skiljanlegt, en ekki halda að ESB sé hrætt við að Ísland hafni ESB því ESB er ekki að biðja um Ísland . Þetta var afstaða Piris til umsóknar Íslands í janúar 2011 . Miðað við grein hans í The Financial Times í nóvember 2011 má ætla að hann telji Ísland með sínar sérkröfur eiga enn minna erindi inn í ESB á þessari stundu . Hið einkennilega er að málsvarar aðildar Íslands að ESB, þeir sem hæst tala um nauðsyn upplýstrar umræðu, vilja helst ekkert af þeim vanda innan ESB vita sem hér hefur verið lýst . Hann snertir þó sjálfan kjarna samstarfsins og hvort Evrópu- sambandið heldur áfram á barmi upplausn - ar eða tekur sér tak og gjörbreytist . Í því fólst mikið dómgreindarleysi sumar- ið 2009 að sækja um aðild að ESB með þeim aðferðum sem það var gert . Að haldið sé áfram viðræðum við ESB núna eins og ekkert hafi í skorist og frekar beri að flýta þeim en seinka er aðeins í anda þess dómgreindarbrests . Það er mál að linni og Íslendingar gefi sér tóm til að endur meta stöðu sína og taka síðan upp þráð inn að nýju ef þeir kjósa gagnvart nýju Evrópu- sambandi .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.